Stj.mál Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. Erlent 20.10.2006 09:50 Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. Innlent 19.10.2006 16:25 Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. Innlent 19.10.2006 15:48 Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi. Erlent 19.10.2006 15:20 Pólitísk afskipti skaða Strætó Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Innlent 19.10.2006 14:36 Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu. Innlent 19.10.2006 14:12 Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. Innlent 19.10.2006 14:02 Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd. Innlent 19.10.2006 13:27 Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Innlent 19.10.2006 12:21 Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis. Innlent 19.10.2006 12:40 Hlerunargögn leynileg vegna tillits til erlendra ríkja Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. Innlent 19.10.2006 12:17 Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Innlent 19.10.2006 11:20 600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000 Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005. Innlent 19.10.2006 10:34 Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim. Innlent 19.10.2006 09:38 Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi. Innlent 18.10.2006 20:02 Gæti rannsakað án gruns Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Innlent 18.10.2006 18:32 Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu. Innlent 18.10.2006 16:53 Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum. Innlent 18.10.2006 16:45 Abramovich væntanlegur til landsins Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. Innlent 18.10.2006 16:32 Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi. Innlent 18.10.2006 16:13 Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. Innlent 18.10.2006 16:00 Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. Innlent 18.10.2006 14:53 Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi. Innlent 18.10.2006 14:46 Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. Innlent 18.10.2006 12:22 Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Innlent 18.10.2006 12:11 Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun. Innlent 18.10.2006 12:03 Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins. Innlent 18.10.2006 11:26 Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Innlent 18.10.2006 10:39 Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Innlent 18.10.2006 09:57 Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. Innlent 17.10.2006 17:45 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 187 ›
Ástralir fordæma hvalveiðar Íslendinga Ástralía hefur nú bæst í hóp ríkja sem gagnrýna þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, segir í áströlskum fjölmiðlum að það sé sorglegt þegar þróað ríki eins og Ísland snúist gegn einum af mestu afrekum Í umhverfismálum á síðustu öld sem hafi verið að stöðva hvalveiðar. Erlent 20.10.2006 09:50
Segja atvinnuveiðar á hval ekki sjálfbærar Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja ráðherra fara með rangt mál þegar þeir skilgreini atvinnuveiðar á hval sem sjálfbæar. Innlent 19.10.2006 16:25
Yfirlætislegt tal að segja að meiri hagsmunir víki fyrir mini Það yfirlætislegt tal að halda því fram um nýhafnar hvalveiðar að meiri hagsmunir víki fyrir minni. Þetta sagði Einar K. Guðfinnssona sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á aðalfundi LÍÚ í dag. Einar sagði að í hvalveiðum fælust gríðarlegir efnahagslegir hagsmunir. Bent hefði verið á að afrakstur þorskstofnsins gæti orðið allt að fimmtungi minni ef hvalastofnanir væru friðaðir. Innlent 19.10.2006 15:48
Helmingur Bandaríkjamanna telur flesta þingmenn spillta Helmingur Bandaríkjamanna telur að flestir þingmenn landsins séu spilltir samkvæmt nýrri skoðaðakönnun sjónvarpsstöðvarinnar CNN. Eru þetta tólf prósentustigum fleiri en í upphafi árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að aðeins 42 prósent eru ánægð með störf demókrata á þingi en repúblikanar fá enn verri útreið því aðeins rúmlega þriðjungur er ánægður með störf þeirra á þingi. Erlent 19.10.2006 15:20
Pólitísk afskipti skaða Strætó Pólitísk afskipti af starfsemi Strætós bs. eru skaðleg fyrirtækinu og óljóst er hver stefna fyrirtækisins er, segir í nýrri stjórnsýsluúttekt á Strætó sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði að ósk stjórnar fyrirtækisins. Innlent 19.10.2006 14:36
Abramovich skoðaði höfuðstöðvar OR Roman Abramovich, eigandi Chelsea, skoðaði nú í hádeginu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur en hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu. Innlent 19.10.2006 14:12
Fjármálaráðherra ver hvalveiðar á BBC Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, varði í dag þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný á sjónvarpsstöðinni BBC World. Innlent 19.10.2006 14:02
Ágúst Ólafur sækist eftir fjórða sætinu Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir 4. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram 11. nóvember. Ágúst Ólafur hefur setið á þingi frá árinu 2003 og á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, allsherjarnefnd og er varamaður í utanríkismálanefnd. Innlent 19.10.2006 13:27
Takmörkun réttinda og harðari viðurlög við hraðakstri Samgönguráðherra boðar harðari viðurlög við hraðakstri og takmörkun á réttindum ungra ökumanna sem hefðu gerst sekir um ofsaakstur í utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun. Innlent 19.10.2006 12:21
Ríkið skili vannýttum lóðum í Efstaleiti Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að ganga eftir því við ríkið að vannýttum lóðum við húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti yrði skilað til Reykjavíkurborgar. Það voru fulltrúar Samfylkingarinnar sem lögðu fram tillögu þessa efnis. Innlent 19.10.2006 12:40
Hlerunargögn leynileg vegna tillits til erlendra ríkja Tillitsemi við erlend ríki er ein af ástæðunum fyrir því að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til að létta af leynd á hlerunargögnum, sem það afhenti þjóðskjalaverði í sumar. Innlent 19.10.2006 12:17
Ríkisstjórn sögð tala tungum tveim í hvalveiðimáli Heitar umræður voru á Alþingi í morgun þar sem ríkisstjórnin var sökuð um að tala tungum tveim í hvalveiðimálinu. Þar kvaddi Steignrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sér hljóðs í upphafi þingfundar og vakti athygli á því að Jónína Bjartmarz umhvefisrráðherra hefði lýst yfir að hún hefði fyrirvara um veiðar á hval vegna hugsanlegs skaða fyrir orðspor Íslands. Innlent 19.10.2006 11:20
600 fleiri íbúðir byggðar í fyrra en árið 2000 Um 600 fleiri íbúðir voru byggðar í fyrra en árið 2000 samkvæmt svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Í upplýsingum sem fengnar eru úr Landskrá fasteigna kemur fram að um 1850 íbúðir voru byggðar á árinu 2000 en þær voru um 2420 árið 2005. Innlent 19.10.2006 10:34
Ungir jafnaðarmenn viljia óháða rannsókn á hlerunum Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þeim. Innlent 19.10.2006 09:38
Grímur Gíslason sækist eftir 3.-5. sæti Grímur Gíslason, framkvæmdastjóri frá Vestmannaeyjum, sækist eftir 3. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 11. nóvember næstkomandi. Innlent 18.10.2006 20:02
Gæti rannsakað án gruns Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að íslensk leyniþjónusta yrði að hafa heimildir til að rannsaka mál án þess að til staðar væri rökstuddur grunur um glæpsamlegt athæfi, en viðurkennir að slík stofnun bjóði upp á hættur. Stjórn Samband ungra sjálfstæðismanna telur enga þörf á stofnun íslenskrar leyniþjónustu. Innlent 18.10.2006 18:32
Framboð á sérbýli aukið í fyrirhugaðri byggð í Úlfarsárdal Skipulagsráðs Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að auglýsa breytingar á deiliskipulagi í nýju hverfi í Úlfarsárdal. Fram kemur í tilkynningu frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanni skipulagsráðs, að með breytingunum sé ætlunin að draga úr þéttleika byggðarinnar og auka framboð á sérbýli auk þess sem í þessum áfanga er gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttasvæðis í hverfinu. Innlent 18.10.2006 16:53
Gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, gagnrýndi harðlega aðbúnað heilabilaðra hér á landi í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag. Hún sagði sárlega vanta sérhæfða þjónustumiðstöð fyrir þennan hóp sem og sérhæfða þjónustu inn á hjúkrunarheimilum. Innlent 18.10.2006 16:45
Abramovich væntanlegur til landsins Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er væntanlegur hingað til lands á morgun samkvæmt tilkynningu frá forsetaskrifstofunni. Hann er hér í erindagjörðum sem ríkisstjóri í Chukotka í Síberíu og mun ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Pútíns Rússlandsforseta í austurhéruðum Rússlands, kynna sér málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Íslandi. Innlent 18.10.2006 16:32
Undirrita viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða Reykjavíkurborg undirritaði í dag ásamt fulltrúum frá hjúkrunarheimilinu Eir og Sjómannadagsráði/Hrafnistu viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara á tveimur stöðum í borginni, við Spöngina í Grafarvogi og Sléttuveg í Fossvogi. Innlent 18.10.2006 16:13
Nýir sorpbílar vinna eldsneyti úr sorpi Umhverfissvið Reykjavíkurborgar tók tvo nýja metanknúna sorpbílar í notkun í dag með formlegum hætti og eru þeir því orðnir þrír. Bílarnir eru hljólátir og nýta eldsneyti sem unnið er úr sorpi. Innlent 18.10.2006 16:00
Lýsa vonbrigðum með eflingu RÚV á fjölmiðlamarkaði Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna lýsir sárum vonbrigðum sínum með að menntamálaráðherra og ríkisstjórnin undir forystu Sjálfstæðisflokksins standi nú að frumvarpi sem ætlað er að efla rekstur Ríkisútvarpsins og styrkja stöðu þess á fjölmiðlamarkaði. Innlent 18.10.2006 14:53
Ríkisstjórnin sökuð um getuleysi í launajafnréttismálum Hart var deilt á ríkisstjórnina á Alþingi í dag fyrir að geta ekki unnið gegn launamun kynjanna. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og vakti athygli á því að Alþingi hefði fyrir tveimur og hálfu ári samþykkt að gerð yrði framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynjanna og spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra hvenær slík áætlun myndi taka gildi. Innlent 18.10.2006 14:46
Vilja breyta fæðingarorlofslögum Átta þingmenn Samfylkingarinnar hafa aftur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum og fæðingar- og foreldraorlof. Meðal helstu breytinga er að öllum börnum verði tryggð samvist við foreldra í níu mánuði og einstæðir foreldrar geti við sérstakar aðstæður sótt um þrjá mánuði til viðbótar þeim sex sem kveðið er á um í lögum. Innlent 18.10.2006 12:22
Símamálastjóri hefði ekki frétt af hlerunum Hafi starfsmaður Landssímans brotið af sér og stundað hleranir þá hefði símamálastjóri ekki frétt af því, segir Ólafur Tómasson, sem var póst- og símamálastjóri árin sem meintar hleranir á símum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar fóru fram. Innlent 18.10.2006 12:11
Mótmælatölvupóstur streymir til sendiráðsins í Lundúnum Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni og allir stærstu fjölmiðlar á Vesturlöndum greina frá málinu. Þá hefur tölvupóstur með mótmælum streymt til íslenska sendiráðsins í London í morgun. Innlent 18.10.2006 12:03
Þverpólitískur hópur andsnúinn stækkun álvers í Straumsvík Búið er að stofna þverpólitískan hóp í Hafnarfirði sem er andsnúinn stækkunaráformum Alcan í Straumsvík. Hópurinn kallar sig Sól í Straumi og hefur boðað til fundar í Hafnarfirði á mánudag til þess að ræða stækkun álversins. Innlent 18.10.2006 11:26
Verðbólga innan EES mest á Íslandi Mesta verðbólga á Evrópska efnahagssvæðinu er á Íslandi samkvæmt nýrri mælingu á samræmdri vísitölu neysluverðs innan EES. Verðbólgan reynist 6,1 prósent hér á landi en næst á eftir Íslandi koma Lettland og Ungverjaland með 5,9 prósenta verðbólgu þegar miðað er við síðustu tólf mánuði. Innlent 18.10.2006 10:39
Vilja að samkeppnislög nái til mjólkuriðnaðar Samtök iðnaðarins vilja að samkeppnislög nái yfir mjólkuriðnaðinn líkt og annan iðnað í landinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum í kjölfar frétta af samruna MS, Norðurmjólkur og Osta- og smjörsölunnar og þeim tilmælum Samkeppniseftirlitsins til landabúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að afnema ákvæði búvörulaga sem undanskilja mjólkuriðnað frá samkeppnislögum. Innlent 18.10.2006 09:57
Gylfi Arnbjörnsson dregur framboð sitt til baka Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gylfi sóttist eftir 3. til 4. sæti. Innlent 17.10.2006 17:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent