

Það verður athyglisvert fyrir okkur Íslendinga að fylgjast með hver verður niðurstaðan varðandi Evrópusambandið og þá ekki síður hver hreppir stöðu sjávarútvegsráðherra. Það getur verið töluvert undir honum komið og hvaðan hann kemur hvernig samskipti Íslendinga og Norðmanna verða á sviði sjávarútvegsmála á næstunni.
Verðbólgan nú er mun meiri en verðbólgumarkmið ríkisins og Seðlabanka hljóða upp á. Eina ráðið sem Seðlabankinn virðist hafa er að hækka vexti trekk í trekk og reyna þannig að hafa stjórn á hlutunum.
Það hefði farið vel á því að einhverjum fjármunum hefði verið varið til umhverfis- og landnýtingarmála, því enn er mikið verk óunnið á þeim vettvangi. Þá hefðu menn átt að muna eftir Þingvöllum og að þar hefði verið gert átak við uppbyggingu staðarins sem gæti staðið sem minnisvarði um Landssíma Íslands.
Það hefur oft gustað um Davíð Oddsson á stjórnmálaferli hans. Hann hefur sagt skoðun sína umbúðalaust á mönnum og málefnum, og mörgum hefur sviðið undan orðum hans. Það verður ekki annað sagt en hann hafi verið heiðarlegur og komið hreint fram, þótt margar ákvarðanir hans hafi valdið mikilli umræðu í þjóðfélaginu.
Afstaða Norðmanna til Evrópusambandsins getur haft mikil áhrif hér á landi og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist í þessum málum að loknum Stórþingskosningunum í Noregi á mánudag, þar sem 3,4 milljónir manna hafa kosningarétt.
Í greininni í Fréttablaðinu fyrir helgi minntist Kofi Annan á nokkur atriði til lausnar þesu geigvænlega vandamáli. Hann minnti líka á að vandinn í þessum efnum er bæði af náttúrulegum völdum og manna völdum.
Margt getur gerst á síðustu tveimur vikum kosningabaráttunnar, en hæpið að Jafnaðarmenn nái fyrri styrk sínum á þinginu. Persónutöfrar Schröders og framkoma hans í fjölmiðlum vega þungt í baráttunni framundan, en á móti kemur að Angela Merkel og hennar lið halda uppi harðri gagnrýni á Schröder og verk hans.
Cherie Booth Blair segir erfitt að ná fullkomnu launajafnrétti án betri barnagæslu. "Það er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstaklega hvað varðar launajafnrétti. Við erum búin að berjast svo lengi fyrir launajafnrétti en það virðist sem okkur takist ekki að ná fullkomnu samræmi milli meðallauna karla og meðallauna kvenna. Ég er sannfærð um að skýringarnar á því er meðal annars að finna í barnagæslu. Ekki að fullu, en stórum hluta."
Það virðist ljóst að tvær meginfylkingar munu takast á í kosningunum í vor, annars vegar Sjálfstæðisflokkurin og hins vegar Samfylkingin, því samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var í gær fengi Sjálfstæðisflokkurinn níu borgarfulltrúa og Samfylkingin fimm. Í báðum þessum flokkum er nú mikil barátta fram undan um efsta sætið á listunum og þar með borgarstjórastólinn.
Ef tryggingafélögin myndu fela einhverjum öðrum að elta uppi þá sem aka um á ótryggðum bílum þyrfti eflaust að breyta lögum og reglugerðum, þannig að starfsmenn öryggisfyrirtækja fengju heimild til að klippa númer af bílum sem væru ótryggðir í umferðinni. Þetta yrði þá sambærilegt við það að nú eru mörg einkafyrirtæki sem annast skoðun á bílum.
Þeir Sharon og Abbas ræddust við í síma þegar síðustu landnemarnir voru á brot frá Gaza. Þá höfðu þeir ekki talast við í tvo mánuði. Þeir virðast ná betur saman en fyrri leiðtogar í hinni löngu deilu Ísraela og Palestínumanna, og það er athyglisvert að brottflutningurinn nú fer ekki fram undir miklum þrýstingu utanfrá.
Það er ekki margt sem fjölmiðlar hér hafa getað byggt á varðandi fréttaflutning af ákærunum, og það verður ekki fyrr en vitnaleiðslur og málflutningur hefjast að glögg mynd fæst af málinu. Málflutningur á eftir að standa vikum saman, og það verður fróðlegt að sjá hverjir verða kallaðir í vitnastúkuna fyrir utan hina ákærðu, sem allir neituðu sök við þingfestinguna í gær.
Þegar upp er staðið kemur hið háa olíuverð mörgum til góða, en það er fyrst og fremst almenningur á Vesturlöndum sem blæðir.
Hér áður voru skipstjórar, útgerðarmenn og fiskverkendur úti á landi mjög áberandi þegar sagt var frá hæstu gjaldendum í einstökum skattaumdæmum. Þeir eru að vísu ekki alveg dottnir út af skránni úti á landi, en læknar eru þar mjög áberandi og koma í stað lyfsalanna sem áður voru þar jafnan í efstu sætum.
Þessi vegagerð er því fyrst og fremst hlutverk samgönguyfirvalda, og erfitt að sjá fyrir sér að veggjald yrði innheimt á þessari leið árið um kring. Þarna er mikið vetrarríki oft á tíðum, því vegurinn mun liggja í mörg hundruð metra hæð. Þessi vegur á að vera sjálfsagður hluti af hinu almenna vegakerfi landsins, því meginhluta ársins mun hann létta mikilli umferð af núverandi vegum, og veitir ekki af .
Endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur sjaldan eða aldrei verið heitt mál í kosningum því yfirleitt hafa stjórnmálaflokkarnir verið búnir að gera út um málið fyrir kosningar hverju sinni og síðan hafa breytingarnar verið samþykktar á Alþingi án mikilla átaka, á fyrsta þingi eftir kosningar. Hvort svo verður að þessu sinni skal ósagt látið, því enn er um eitt og hálft ár þar til nefndin á skila tillögum sínum til forsætisráðherra.
Það hefði fyrir löngu síðan átt að vera búið að leiða í lög reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. Þetta hefur verið gert í nágrannalöndunum og Evrópuráðið samþykkti fyrir tveimur árum að beina því til aðildarríkjanna að setja reglur gegn spillingu í tengslum við fjármögnun stjórnmálaflokka og kosningabaráttu.
Íraksstríðið tefur fyrir framgangi ýmissa framfaramála í Bandaríkjunum.
Þungskattur af litlum dísilbílnum verður framvegis innifalinn í oliuverðinu.
Aðeins rúmur helmingur kosningabærra manna tók þátt í atkvæðagreiðslu um margræddar skipulagstillögur.
Gunnar I. Birgisson hefur látið gera uppdrátt að óperuhúsi í Kópavogi sem yrði reist á næstu tveimur til þremur árum.
Þúsundir Íslendinga eru yfir æskilegri þyngd og hundruð bíða eftir meðferð.
Athyglisverðar tilraunir með breytingar á samfélaginu í Hrísey
Mikil framúrkeyrsla sumra ráðuneyta og stofnana ríkisins á síðasta ári.
Leiðtogum Evrópusambandsins tókst ekki að ná saman um næsta fjárlagatímabil og stjórnarskrármálið virðist út af borðinu í bili:
Um þessar mundir eru 25 ár frá því Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti.
Forsætisráðherra talaði um úrtölumenn og þá bjartsýnu í fyrstu þjóðhátíðardagsræðu sinni.
Reifaðar hafa verið hugmyndir um að ákvæði um þjóðaratkvæði verði í endurskoðaðri stjórnarskrá.
Sendinefnd Alþjóða gjaldeyrissjóðsins telur þörf á meira aðhaldi í ríkisfjármálum.
Með fjölgun háskóla hefur háskólastúdentum fjölgað gífurlega. Háskólar verða að standa undir nafni með því að sýna árangur varðandi rannsóknir og framfarir í vísindum.