EM 2024 í Þýskalandi

Fréttamynd

Tyrkir segja að Demiral hafi ekki verið dæmdur í bann

Þýska blaðið Bild sló því upp í gær að hetja tyrkneska landsliðsins, Merih Demiral, væri kominn í tveggja leikja bann og myndi missa af leikjum í átta liða úrslitum og undanúrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tyrkneska sambandið hafnar þessum fréttum.

Fótbolti
Fréttamynd

Kom Ronaldo til varnar: Er ekki í lagi að gráta?

Fótboltaáhugafólk um allan heim sá Cristiano Ronaldo gjörsamlega brotna saman í leik Portúgals við Slóveníu í 16-liða úrslitum EM. Áminning um það að stærstu fótboltastjörnur heims eru líka mannlegar, segir liðsfélagi hans Bernardo Silva.

Fótbolti
Fréttamynd

Pabbinn telur að bænirnar hafi komið til bjargar

Faðir tyrkneska markvarðarins Mert Günok var að sjálfsögðu stoltur eftir magnaða markvörslu sonarins sem tryggði Tyrkjum sigur á Austurríki, á EM í fótbolta. Hann telur þó að æðri máttarvöld hafi haft sitt að segja.

Fótbolti
Fréttamynd

Hetja Tyrkja í bann fyrir úlfafagnið

Tyrkir hafa orðið fyrir miklu áfalli fyrir leikinn við Holland í 8-liða úrslitum EM karla í fótbolta í Þýskalandi, því maðurinn sem kom þeim þangað verður í banni.

Fótbolti
Fréttamynd

Segja að Southgate gæti skipt um leik­kerfi

Ekki hefur vantað gagnrýnina á leik enska landsliðsins á EM þótt að liðið hafi unnið sinn riðil og sé komið alla leið í átta liða úrslitin. Nú er von á breytingum hjá landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate. 

Fótbolti
Fréttamynd

Foden finnur til með Southgate

Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni.

Fótbolti
Fréttamynd

Kallaður hinn tyrk­neski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína

Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok.

Fótbolti
Fréttamynd

Leysir frá brandar­askjóðunni

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi.

Lífið