Kallaður hinn tyrkneski Gordon Banks eftir hetjumarkvörslu sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:00 Mert Gunok fagnar hér sigrinum í gær og um leið sæti í átta liða úrslitunum. Þangað eru Tyrkir komnir í fyrsta sinn í sextán ár. Getty/Lars Baron Tyrkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Austurríkismönnum í lokaleik sextán liða úrslitanna. Það voru margar hetjur í þessum frekar óvænta sigri tyrkneska liðsins en einn af þeim var án efa markvörðurinn Mert Gunok. Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira
Austurríkismönnum tókst að minnka muninn í 2-1 og sóttu síðan mikið á lokamínútunum. Þeir fengu síðan algjört dauðafæri í blálokin þegar fastur skalli Christoph Baumgartner af stuttu færi virtist vera að stefna í markið. Gunok stóð aftur á móti í markinu og tókst að verja boltann á ótrúlegan hátt í horn. Heimsklassa markvarsla og það á úrslitastund. Ralf Rangnick, þjálfari Austurríkismanna, hrósaði tyrkneska markverðinum eftir leik og líkti honum við goðsögn. „Liðið mitt reyndi allt. Við skoruðum eitt mark og höfðum nægan tíma til þess að jafna. Þetta er bara erfitt þegar mótherjinn er með Gordon Banks í markinu,“ sagði Rangnick eftir leikinn. ESPN segir frá. Rangnick vísar þar í sögulega markvörslu enska landsliðsmarkvarðarins Gordan Banks þegar hann varði skalla frá Pele á HM 1970. Það var líka skalli sem fór í jörðina og stefndi í markið. „Þú þarft líka að hafa heppnina með þér. Ef skalli Baumgartner í lokin hefði farið í markið þá hefðum við getað unnið þennan leik,“ sagði Rangnick. „Þetta var sögulegt tækifæri til að vinna, komast í átta liða úrslitin og spila við Holland. Ég trúi því ekki að við séum að fara heim. Okkur fannst við geta haldið EM-ferðalaginu okkar áfram,“ sagði Rangnick. Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu markvörslu. Mert Günok's incredible 95th-minute save 🤯😱#EUROLastMinute | @Hublot pic.twitter.com/N2AImAbc7A— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Íslenski boltinn Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Stjarnan - Víkingur | Allt undir í Garðabænum Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Sjá meira