Fellibylurinn Ída

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir
Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum
Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Minnst tuttugu og tveir látnir í New York og New Jersey
Minnst 22 eru látnir vegna gífurlegrar rigningar sem gengið hefur yfir New York og New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna. Meðal hinna látnu er tveggja ára drengur.

Áhorfendur komust ekki heim vegna Ídu
Opna bandaríska meistaramótið í tennis fer nú fram á Flushing Meadows-svæðinu sem staðsett er í Queens í New York. Fellibylurinn Ída gerði áhorfendum lífið leitt þar sem mörg þeirra sátu föst á vellinum vegna veðurs.

Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga.

Ída olli usla í Lúisíana
Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir í Lúisíana í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ída gekk þar yfir í gærkvöldi og í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum og leiddi til mikilla flóða, rafmagnsleysis og annarskonar tjóns.

Flugu í auga Ídu
Veðurstofa Bandaríkjanna birti í gær myndband úr auga fellibyljarins Ídu. Flugmenn Veðurstofunnar og flughers Bandaríkjanna höfðu þá flogið í miðju fellibyljarins til að mæla styrk hans og annað.

Íbúar New Orleans án rafmagns
Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir.

Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt
Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur.

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana
Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.