Ástin á götunni

Fréttamynd

Mourinho heldur tryggð við Lampard

Jose Mourinho segist ekki láta gagnrýni Sven-Göran Eriksson á Frank Lampard á sig fá og bendir á að það sem Lampard geri með enska landsliðinu komi sér ekki við.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand sáttur við stutt frí

Rio Ferdinand segist vera sáttur við að hafa verið kallaður snemma úr sumarfríi sínu ásamt öðrum leikmönnum Manchester United, og segir þá hafa átt það skilið eftir lélega frammistöðu í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Faria Alam tapaði málsókn sinni

Ritarinn Faria Alam tapaði í dag máli sínu gegn enska knattspyrnusambandinu fyrir rétti, en kærurnar sem hún hafði fram á hendur manna innan sambandsins um ólöglega uppsögn og kynferðislega áreitni, var vísað frá.

Sport
Fréttamynd

Newcastle ætlar á topp sex

Freddy Shepherd, stjórnarformaður Newcastle, hefur gefið það út að krafa stjórnarinnar sé að liðið endi ekki neðar en í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vor, eftir að gríðarlegum fjármunum hefur verið varið í að styrkja hópinn í sumar.

Sport
Fréttamynd

Eigum jafna möguleika á sigri

Hrefna Jóhannesdóttir, fyrirliði KR, á ekki von á því að spennan muni trufla KR-ingana í leiknum. "Við ætlum að njóta þess að spila þennan leik og við höfum engu að tapa. Breiðablik er sigurstranglegra liðið og við mætum auðvitað til leiks meðvitaðar um það."

Sport
Fréttamynd

Bent maður mánaðarins

Framherjinn ungi Darren Bent hjá Charlton hefur verið valinn knattspyrnumaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, en hann fór mikinn í fyrstu umferðum mótsins. Þá hefur verið tilkynnt að Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur verið valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.

Sport
Fréttamynd

Guðjón biður um stuðning áhorfenda

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, biður stuðningsmenn liðsins að fjölmenna á völlinn á morgun þegar topplið hans mætir lærisveinum Keith Curle í Chester City.

Sport
Fréttamynd

Butt útilokar ekki landsliðið

Miðjumaðurinn Nicky Butt, sem er í láni hjá Birmingham frá Newcastle í vetur, segist ekki útiloka að spila aftur með enska landsliðinu ef kallið kæmi. Butt þótti standa sig vel á HM með Englendingum árið 2002, en hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Eriksson fer huldu höfði

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni á úrslitaleik Englendinga og Ástrala í kvöld vegna fjölmiðlafársins sem er í kring um hann í kjölfar taps Englendinga fyrir Norður-Írum í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Eto´o vill fara að vinna

Framherjinn knái Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sent félögum sínum í liðinu skýr skilaboð fyrir næsta leik í spænsku deildinni, sem er einmitt gegn fyrrum félögum sínum í Mallorca.

Sport
Fréttamynd

Zidane frá í 3 vikur

Nú er ljóst að franski knattspyrnukappinn Zinedine Zidane leikur ekki með Real Madríd næstu þrjár vikurnar. Zidane fór meiddur af velli í leik Frakka og Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Thierry Henry meiddur

Franski markahrókurinn Thierry Henry mun ekki jafna markamet Ian Wright hjá Arsenal á morgun, því hann er meiddur á nára og missir því af leik liðsins við Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Allardyce vill taka við Englandi

"Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vill ólmur taka við enska landsliðinu þegar Sven-Göran Eriksson hættir með liðið, ef marka má orð umboðsmanns hans.

Sport
Fréttamynd

Tímabil Newcastle byrjar núna

Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, hefur lýst því yfir að nýtt upphaf fari í hönd hjá félaginu um helgina með tilkomu Michael Owen og segist veðja á að Owen verði markakóngur í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Sport
Fréttamynd

Fulham nældi í Christanval

Fulham, lið Heiðars Helgusonar í ensku úrvalsdeildinni, gerði í gærkvöld fjögurra ára samning við franska varnarmanninn Philippe Christianval, sem er 27 ára og lék áður með Monaco, Barcelona og Marseille.

Sport
Fréttamynd

Klinsmann hefur ekki áhyggjur

Jurgen Klinsmann, landsliðisþjálfari Þjóðverja, hefur hvatt leikmenn sína til að láta harða gagnrýni fjölmiðla og sérfræðinga á liðinu sem vind um eyru þjóta og segir það að þola gagnrýni vera hluta af starfinu.

Sport
Fréttamynd

Morientes frá í tvær vikur

Spænski framherjinn Fernando Morientes hjá Liverpool verður frá keppni í tvær vikur vegna meiðsla á læri sem hann hlaut á landsliðsæfingu í vikunni, en þetta staðfestu læknar spænska liðsins í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Vill hafa leikmenn sína reiða

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja hafa leikmenn sína reiða á milli leikja og segir það aðeins efla þá til dáða á knattspyrnuvellinum. Þetta segir hann í ljósi frétta sem berast af ósætti milli hans og Djibril Cisse, sem fór í fýlu eftir að Benitez reyndi án afláts að selja hann áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í ensku knattspyrnunni á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Berg hrifinn af Obi Mikel

Henning Berg, fyrrum leikmaður Manchester United og þjálfari Lyn, segist ekki hissa á því að  United og Chelsea hafi slegist um hinn unga John Obi Mikel, því hann sé ótrúlega hæfileikaríkur leikmaður.

Sport
Fréttamynd

Wenger tekur ekki áhættu

Arsene Wenger segist ekki ætla að taka neina áhættu þegar hann kallar Sol Campbell aftur inn í byrjunarlið Arsenal og segir að þó hann hafi ekki tekið ákvörðun ennþá, sé ólíklegt að Campbell verði með gegn Middlesbrough um helgina.

Sport
Fréttamynd

Glen Johnson sendur heim

Varnarmaðurinn Glen Johnson var sendur heim frá Þýskalandi með skömm af þjálfurum eftir U-21 árs leik Englendinga og Þjóðverja á dögunum, eftir að hann hafði verið hrokafullur og agalaus í ferðinni. Þykir Johnson hafa stimplað sig endanlega út úr myndinni hjá enska landsliðinu fyrir vikið.

Sport
Fréttamynd

Owen ver Eriksson

Michael Owen vill ekki að landsliðsþjálfarinn Sven-Göran Eriksson fái einn allar skammirnar sem hafa dunið á enska landsliðinu eftir tapið gegn Norður-Írum í Belfast í gær og segir að leikmennirnir verði einnig að axla ábyrgðina.

Sport
Fréttamynd

Ferguson vissi af Vieira

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú viðurkennt að hann hafi vitað að Patrick Vieira væri falur eftir lok síðustu leiktíðar með Arsenal, en sagðist hafa ákveðið að gera ekki tilboð í hann af nokkrum ástæðum.

Sport
Fréttamynd

Glæsimark Henry slökkti í Írum

Snillingurinn Thierry Henry sýndi enn á ný hvers hann er megnugur þegar hann skoraði sigurmark Frakka á Írum í landsleik þjóðanna í gærkvöldi. Írska liðið lék mjög vel í gær með Roy Keane í fantaformi á miðjunni, en þegar maður eins og Henry er annars vegar, má lítið útaf bera í varnarleiknum.

Sport
Fréttamynd

Mexikó tryggði sér sæti á HM

Landslið Mexikó tryggði sér í gærkvöld sæti á HM í Þýskalandi næsta sumar, þegar liðið burstaði Panama með fimm mörkum gegn engu. Mexíkó og Bandaríkin sitja nú á toppi Ameríkuriðilsins með nítján stig og eru örugg á HM.

Sport
Fréttamynd

Góð tíðindi fyrir Manchester City

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City hefur staðfest að þeir Robbie Fowler og Sylvain Distin verði klárir í grannaslag Manchester City og Manchester United um helgina, en þeir hafa báðir átt við meiðsli að stríða undanfarið.

Sport
Fréttamynd

Knattspyrnusambandið kærir Chelsea

Chelsea er enn komið í fréttirnar fyrir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins, en í þetta sinn eiga þeir yfir höfði sér harða refsingu eftir að upp komst að félagið lét leikmenn liðsins taka lyfjapróf í fyrrasumar, í trássi við reglur sambandsins.

Sport
Fréttamynd

Boa Morte samdi við Fulham

Portúgalski landsliðsmaðurinn Luis Boa Morte hefur skrifað undir nýjan samning við Fulham, sem gildir til ársins 2010, en í honum er ákvæði sem á að hindra að önnur félög geti lokkað hann í burtu.

Sport
Fréttamynd

Englendingar niðurlægðir

Enska landsliðið í knattspyrnu þurfti að þola 1-0 tap fyrir lágt skrifuðum Norður-Írum í Belfast í gær í undankeppni HM. Írska liðið er hátt í hundrað sætum neðar á styrkleikalista FIFA og hafði ekki náð að leggja Englendinga síðan árið 1927.

Sport
Fréttamynd

Rooney í vandræðum með skapið

Wayne Rooney var ljónheppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið í leik Englendinga og Norður-Íra í undankeppni HM í gærkvöldi, en hann lét skapið hlaupa með sig í gönur hvað eftir annað í leiknum.

Sport