Innlent Viðskipti stöðvuð með bréf í Mosaic Fashions Viðskipti voru stöðvuð með bréf í bresku tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands í morgun en frétt mun vera væntanleg af félaginu. Breska dagblaðið Times greindi frá því í dag að Baugur hyggðist taka verslanakeðjuna af markaði. Viðskipti innlent 4.5.2007 10:00 Tímamót í fjarskiptamálum neyðarþjónustu Fyrsti áfangi af þremur á TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfinu verður tekinn í notkun í dag. Kerfið mun nánast ná til landsins. Helstu kostir þess eru að viðbragðsaðilar sem þurfa að starfa saman geta haft samvinnu í einu sameiginlegu öryggisfjarskiptakerfi. Öryggi landsmanna í hættu og neyðartilvikum mun aukast með tilkomu kerfisins. Innlent 4.5.2007 09:52 Veiting á ríkisborgararétti skapar fordæmi Lucia Sierra, tengdadóttir Jónínu, sagði í Íslandi í dag í gærkvöldi að Jónína hefði ekkert aðstoðað sig við umsóknina. Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, segir hins vegar á bloggsíðu sinni að sú ákvörðun að veita tengdadóttur Jónínu Bjartmarz ríkisborgararétt, geti leitt til þess að þúsundir útlendinga krefjist krefjist þess sama. Innlent 4.5.2007 08:56 Exista hagnaðist um 57 milljarða Fjármálafyrirtækið Exista hagnaðist um röska 57 milljarða á fyrsta ársfjórðungi en það er meiri hagnaður en samanlagður hagnaður allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss á sama tímabili, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Hagnaður bankanna, nema Kaupþings, var heldur minni í ár en í fyrra en bent er á að óvenju mikill gengishagnaður var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Viðskipti innlent 4.5.2007 08:00 Spyr hvort kosningaloforð standist Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn. Innlent 3.5.2007 16:14 Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun. Viðskipti innlent 3.5.2007 15:15 Kostaði ríkissjóð rúmlega 105 milljónir Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu fyrir dómi eru rúmlega 105 milljónir króna. Þetta kom fram í dómsskjölum en í þeim ákvörðuðu dómarar laun verjenda. Við ákvörðun málsvarnarlauna var tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs. Virðisaukaskattur er innifalinn í málsvarnarlaununum. Innlent 3.5.2007 13:59 Högnuðust um rúma 60 milljarða Íslenskir fjárfestar högnðust um rúma sextíu milljarða króna þegar þeir seldu 85 prósenta hlut sinn í búlgörsku símafélagi í gærkvöldi. Innlent 3.5.2007 13:09 Hæðarslá féll á bíla Umferðarslys varð á Miklubraut í dag þegar að bíll með krana rakst á hæðarslá yfir götunni. Hún féll við það á tvo bíla og skemmdust þeir töluvert. Engin slys urðu á fólki. Loka þurfti öllum akreinum í vestur á meðan verið var að fjarlægja slánna af götunni. Innlent 3.5.2007 12:11 Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist. Viðskipti innlent 3.5.2007 09:23 Línudans í ráðhúsinu Í dag hefst Reykjavík Line Dance Festival í Ráðhúsinu. Hátíðin verður opnuð í Tjarnarsal hússins klukkan 17.30. Almenningi gefst þá tækifæri til að fá ókeypis kennslu í línudansi fyrir byrjendur. Þeir sem lengra eru komnir geta einnig rifjað upp létta dansa segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Innlent 3.5.2007 09:47 Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar. Viðskipti innlent 3.5.2007 09:00 Novator selur hlut sinn í BTC Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í búlgarska símafélaginu BTC. Straumur, Burðarás og Síminn, sem þá var ríkisfyrirtæki, tóku þátt í upphaflegu kaupunum en síðan hefur Novator stóraukið hlut sinn. Söluandvirði BTC nemur 160 milljörðum íslenskra króna og hefur fjárfesting íslensku fjárfestanna, sem tóku þátt í kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári, fimmfaldast. Innlent 3.5.2007 08:01 Hagnaður Landsbankans 13,8 milljarðar Hagnaður Landsbankans var 13,8 milljarðar króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Hann var 14,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Bankastjórar segjast í fréttatilkynningu vera ánægðir með niðurstöðuna og segja hana endurspegla sterka stöðu Landsbankans. Viðskipti innlent 3.5.2007 07:57 Dómur kveðinn upp á hádegi Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu á hádegi í dag. Um er að ræða 18 ákæruliði í endurákæru sem Sigurður Tómas Magnússon gaf út eftir að 32 ákæruliðum í Baugsmálinu hinu fyrra var vísað frá dómi. Innlent 3.5.2007 07:15 Dæmdur maður gengur laus Gæsluvarðhald yfir manni, sem héraðsdómur dæmdi í síðustu viku til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að stinga fyrrverandi unnustu sína, var ekki framlengt eftir að dómur féll, og gengur maðurinn nú laus. Lögreglan á Húsavík segist í samtali við Vísi hafa áhyggjur af málinu enda hafi maðurinn verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og ákærður fyrir mörg önnur ofbeldisverk, sem hann var sýknaður af. Innlent 3.5.2007 07:07 Humarvertíðin byrjar vel Óvenju góð humarveiði hefur verið hjá Hornafjarðarbátum síðan vertíðin hófst nýverið. Dæmi eru um að þeir séu allt niður í hálfan sólarhring í veiðiferð, en við venjulegar aðstæður eru bátarnir tvo til fjóra sólarhringa í veiðiferð. Innlent 3.5.2007 06:56 Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Innlent 2.5.2007 18:57 Ágreiningur um kostnað vegna viðgerða Ágreiningur er milli Vegagerðarinnar og Vélsmiðju Orms og Víglundar um viðgerðarkostnað á Grímseyjarferjunni, sem lengi hefur verið í slipp. Hægt hefur verið á viðgerðum vegna ágreiningsins. Viðgerðarkostnaður hefur farið langt fram úr áætlunum vegna lélégs ástands ferjunnar. Innlent 2.5.2007 18:47 Fimm sóttu um embætti ríkissaksóknara Fimm umsækjendur sóttu um starf ríkissaksóknara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Umsækjendur eru hæstaréttarlögmennirnir Brynjar Níelsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, saksóknararnir Egill Stephensen og Sigríður Friðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari. Innlent 2.5.2007 16:47 Norrænir markaðir í sögulegu hámarki Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri. Viðskipti innlent 2.5.2007 16:18 Hlutur ríkisins mun renna til Suðurnesja Suðurnesin munu með einhverjum hætti njóta sölu ríkisins á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við Vísi í dag. Grétar Mar Jónsson frambjóðandi frjálslyndra í Suðurkjördæmi hefur lagt til að fjármagnið verði látið renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Innlent 2.5.2007 16:18 Jón Ásgeir í lúxuspallborði Financial Times Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs verður í pallborði á ráðstefnu um munaðarvörur, þjónustu- og lúxus í júní. Það er dagblaðið Financial Times sem á veg og vanda að ráðstefnunni. Hún verður haldin í Feneyjum 3-5 júní næstkomandi. Yfirskrift hennar er Hefðbundinn munaður á nýjum mörkuðum; Nýr munaðir í gamla heiminum, eða „Old Luxury in New Markets; New Luxury in the Old World.“ Innlent 2.5.2007 15:59 TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu. Viðskipti innlent 2.5.2007 15:43 Kosningaloforð svikin með háu lóðarverði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir sjálfstæðismenn hafa laðað kjósendur til sín á óheiðarlegan hátt með loforðum um ódýrar lóðir. Borgarstjóri bíti síðan höfuðið af skömminni í grein um lóðarverð í Morgunblaðinu í gær. Innlent 2.5.2007 15:41 Sólmyrkvi í Reykjavík -ekki þó alveg strax Almyrkvi á sólu verður í Reykjavík þann 12. ágúst árið 2026, - eða eftir 19 ár. Um þetta má lesa á heimasíðu Halldórs Björnssonar veðurfræðings sem nú er í rannsóknarleyfi í Montreal í Kanada. Halldór segir að þetta verði góður sólmyrkvi. Hann hefst klukkan korter í fimm eftir hádegi og lýkur um tveim tímum síðar. Innlent 2.5.2007 15:31 Styrkja sjúklinga með næringarefnum og sérfræði Ríkið mun styrkja sjúklinga til kaupa á næringarefnum og sérfræði samkvæmt nýrri reglugerð sem undirrituð var í dag. Í henni segir að sjúklingar sem eigi við tilgreinda sjúkdóma að stríða og þurfi lífsnauðsynlega á slíkum efnum að halda fái styrk vegna kaupa á næringarefnum og sérfræði. Innlent 2.5.2007 14:55 Metvelta í OMX-kauphöllinni Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar. Viðskipti innlent 2.5.2007 13:48 Refasetur á Súðavík Refasetur bætist innan tíðar við fjölbreyta flóru setra, sem kennd við drauga, vesturfara, galdra og fleira. Súðvíkingar eru að endurbyggja rúmlega aldar gamalt refahús við Eyrarlandsbæinn, í grennd við byggðina og njóta til þess fjárveitinga frá Alþingi. Innlent 2.5.2007 12:41 Viðskiptamöguleikar við Sameinuðu þjóðirnar Viðskiptamöguleikar íslenskra fyrirtækja við Sameinuðu þjóðirnar er efni fræðslufundar á vegum Útflutningsráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Fundurinn verður haldinn í fyrramálið á Hótel sögu. Niels Ramm sérfræðingur í upplýsingaöflun á vegum Sameinuðu þjóðanna er einn fyrirlesara. Innlent 2.5.2007 11:58 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 334 ›
Viðskipti stöðvuð með bréf í Mosaic Fashions Viðskipti voru stöðvuð með bréf í bresku tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions í Kauphöll Íslands í morgun en frétt mun vera væntanleg af félaginu. Breska dagblaðið Times greindi frá því í dag að Baugur hyggðist taka verslanakeðjuna af markaði. Viðskipti innlent 4.5.2007 10:00
Tímamót í fjarskiptamálum neyðarþjónustu Fyrsti áfangi af þremur á TETRA neyðar- og öryggisfjarskiptakerfinu verður tekinn í notkun í dag. Kerfið mun nánast ná til landsins. Helstu kostir þess eru að viðbragðsaðilar sem þurfa að starfa saman geta haft samvinnu í einu sameiginlegu öryggisfjarskiptakerfi. Öryggi landsmanna í hættu og neyðartilvikum mun aukast með tilkomu kerfisins. Innlent 4.5.2007 09:52
Veiting á ríkisborgararétti skapar fordæmi Lucia Sierra, tengdadóttir Jónínu, sagði í Íslandi í dag í gærkvöldi að Jónína hefði ekkert aðstoðað sig við umsóknina. Elvira Méndez Pinedo, doktor í Evrópurétti, segir hins vegar á bloggsíðu sinni að sú ákvörðun að veita tengdadóttur Jónínu Bjartmarz ríkisborgararétt, geti leitt til þess að þúsundir útlendinga krefjist krefjist þess sama. Innlent 4.5.2007 08:56
Exista hagnaðist um 57 milljarða Fjármálafyrirtækið Exista hagnaðist um röska 57 milljarða á fyrsta ársfjórðungi en það er meiri hagnaður en samanlagður hagnaður allra stóru bankanna þriggja og Straums-Burðaráss á sama tímabili, samkvæmt samantekt Fréttablaðsins. Hagnaður bankanna, nema Kaupþings, var heldur minni í ár en í fyrra en bent er á að óvenju mikill gengishagnaður var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Viðskipti innlent 4.5.2007 08:00
Spyr hvort kosningaloforð standist Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir spá Seðlabankans benda til minnkandi hagvaxtar á þessu ári og því næsta. Það bendi til samdráttar á árinu 2009. Enginn stjórnmálaflokkanna byggi heildstæða stefnumörkun í skattamálum, velferðarmálum eða opinberum fjárfestingum á þeirri sýn. Innlent 3.5.2007 16:14
Saga Capital fær fjárfestingarbankaleyfi Saga Capital Fjárfestingarbanki hlaut í liðinni viku fullt fjárfestingarbankaleyfi Fjármálaeftirlitsins. Lokuðu hlutafjárútboði, sem félagið efndi til í ársbyrjun, er nú lokið og er eigið fé Saga Capital nú 10 milljarðar króna. Bankinn hefur formlega starfsemi á morgun. Viðskipti innlent 3.5.2007 15:15
Kostaði ríkissjóð rúmlega 105 milljónir Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu fyrir dómi eru rúmlega 105 milljónir króna. Þetta kom fram í dómsskjölum en í þeim ákvörðuðu dómarar laun verjenda. Við ákvörðun málsvarnarlauna var tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs. Virðisaukaskattur er innifalinn í málsvarnarlaununum. Innlent 3.5.2007 13:59
Högnuðust um rúma 60 milljarða Íslenskir fjárfestar högnðust um rúma sextíu milljarða króna þegar þeir seldu 85 prósenta hlut sinn í búlgörsku símafélagi í gærkvöldi. Innlent 3.5.2007 13:09
Hæðarslá féll á bíla Umferðarslys varð á Miklubraut í dag þegar að bíll með krana rakst á hæðarslá yfir götunni. Hún féll við það á tvo bíla og skemmdust þeir töluvert. Engin slys urðu á fólki. Loka þurfti öllum akreinum í vestur á meðan verið var að fjarlægja slánna af götunni. Innlent 3.5.2007 12:11
Þriðja mesta verðbólgan á Íslandi Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósent á milli mánaða innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í mars. Þetta jafngildir því að verðbólga mælist 2,4 prósent á ársgrundvelli í mánuðinum sem er 0,3 prósentustiga lækkun frá sama tíma í fyrra. Verðbólga var óbreytt á evrusvæðinu á sama tíma. Ísland situr í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem mesta verðbólgan mælist. Viðskipti innlent 3.5.2007 09:23
Línudans í ráðhúsinu Í dag hefst Reykjavík Line Dance Festival í Ráðhúsinu. Hátíðin verður opnuð í Tjarnarsal hússins klukkan 17.30. Almenningi gefst þá tækifæri til að fá ókeypis kennslu í línudansi fyrir byrjendur. Þeir sem lengra eru komnir geta einnig rifjað upp létta dansa segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Innlent 3.5.2007 09:47
Vísitala neysluverð hækkaði um 5,3 prósent milli ára Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,3 prósent frá apríl í fyrra til síðasta mánaðar, samkvæmt Hagstofu Íslands. Dregið hefur úr verðbólgu síðustu tvo mánuði, aðallega vegna lækkunar virðisaukaskatts og afnáms vörugjalda í byrjun marsmánaðar. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,2 prósent, að sögn Hagstofunnar. Viðskipti innlent 3.5.2007 09:00
Novator selur hlut sinn í BTC Fjárfestingafélagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í búlgarska símafélaginu BTC. Straumur, Burðarás og Síminn, sem þá var ríkisfyrirtæki, tóku þátt í upphaflegu kaupunum en síðan hefur Novator stóraukið hlut sinn. Söluandvirði BTC nemur 160 milljörðum íslenskra króna og hefur fjárfesting íslensku fjárfestanna, sem tóku þátt í kaupunum fyrir tveimur og hálfu ári, fimmfaldast. Innlent 3.5.2007 08:01
Hagnaður Landsbankans 13,8 milljarðar Hagnaður Landsbankans var 13,8 milljarðar króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins. Hann var 14,3 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Bankastjórar segjast í fréttatilkynningu vera ánægðir með niðurstöðuna og segja hana endurspegla sterka stöðu Landsbankans. Viðskipti innlent 3.5.2007 07:57
Dómur kveðinn upp á hádegi Dómur verður kveðinn upp í Baugsmálinu á hádegi í dag. Um er að ræða 18 ákæruliði í endurákæru sem Sigurður Tómas Magnússon gaf út eftir að 32 ákæruliðum í Baugsmálinu hinu fyrra var vísað frá dómi. Innlent 3.5.2007 07:15
Dæmdur maður gengur laus Gæsluvarðhald yfir manni, sem héraðsdómur dæmdi í síðustu viku til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að stinga fyrrverandi unnustu sína, var ekki framlengt eftir að dómur féll, og gengur maðurinn nú laus. Lögreglan á Húsavík segist í samtali við Vísi hafa áhyggjur af málinu enda hafi maðurinn verið dæmdur fyrir tilraun til manndráps og ákærður fyrir mörg önnur ofbeldisverk, sem hann var sýknaður af. Innlent 3.5.2007 07:07
Humarvertíðin byrjar vel Óvenju góð humarveiði hefur verið hjá Hornafjarðarbátum síðan vertíðin hófst nýverið. Dæmi eru um að þeir séu allt niður í hálfan sólarhring í veiðiferð, en við venjulegar aðstæður eru bátarnir tvo til fjóra sólarhringa í veiðiferð. Innlent 3.5.2007 06:56
Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Innlent 2.5.2007 18:57
Ágreiningur um kostnað vegna viðgerða Ágreiningur er milli Vegagerðarinnar og Vélsmiðju Orms og Víglundar um viðgerðarkostnað á Grímseyjarferjunni, sem lengi hefur verið í slipp. Hægt hefur verið á viðgerðum vegna ágreiningsins. Viðgerðarkostnaður hefur farið langt fram úr áætlunum vegna lélégs ástands ferjunnar. Innlent 2.5.2007 18:47
Fimm sóttu um embætti ríkissaksóknara Fimm umsækjendur sóttu um starf ríkissaksóknara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn föstudag. Umsækjendur eru hæstaréttarlögmennirnir Brynjar Níelsson og Jóhannes Rúnar Jóhannsson, saksóknararnir Egill Stephensen og Sigríður Friðjónsdóttir og Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari. Innlent 2.5.2007 16:47
Norrænir markaðir í sögulegu hámarki Norrænar hlutabréfavísitölur eru nú um stundir í sögulegu hámarki eftir góð uppgjör fyrirtækja á Norðurlöndunum á fyrsta ársfjórðungi. Greiningardeild Landsbankans segir engin merki um að hægjast muni á heimsmarkaði og gerir ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri. Viðskipti innlent 2.5.2007 16:18
Hlutur ríkisins mun renna til Suðurnesja Suðurnesin munu með einhverjum hætti njóta sölu ríkisins á hlut þess í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta sagði Árni Mathiesen fjármálaráðherra í samtali við Vísi í dag. Grétar Mar Jónsson frambjóðandi frjálslyndra í Suðurkjördæmi hefur lagt til að fjármagnið verði látið renna til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum. Innlent 2.5.2007 16:18
Jón Ásgeir í lúxuspallborði Financial Times Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs verður í pallborði á ráðstefnu um munaðarvörur, þjónustu- og lúxus í júní. Það er dagblaðið Financial Times sem á veg og vanda að ráðstefnunni. Hún verður haldin í Feneyjum 3-5 júní næstkomandi. Yfirskrift hennar er Hefðbundinn munaður á nýjum mörkuðum; Nýr munaðir í gamla heiminum, eða „Old Luxury in New Markets; New Luxury in the Old World.“ Innlent 2.5.2007 15:59
TM fær styrkleikamatið BBB hjá S&P Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur fengið styrkleikamatið BBB hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s (S&P). TM er fyrsta íslenska tryggingafélagið sem fær styrkleikamat hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki. Í rökstuðningi segir að matið endurspegli fjárhagslegan styrk tryggingafélagsins og sterka samkeppnisstöðu. Viðskipti innlent 2.5.2007 15:43
Kosningaloforð svikin með háu lóðarverði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir sjálfstæðismenn hafa laðað kjósendur til sín á óheiðarlegan hátt með loforðum um ódýrar lóðir. Borgarstjóri bíti síðan höfuðið af skömminni í grein um lóðarverð í Morgunblaðinu í gær. Innlent 2.5.2007 15:41
Sólmyrkvi í Reykjavík -ekki þó alveg strax Almyrkvi á sólu verður í Reykjavík þann 12. ágúst árið 2026, - eða eftir 19 ár. Um þetta má lesa á heimasíðu Halldórs Björnssonar veðurfræðings sem nú er í rannsóknarleyfi í Montreal í Kanada. Halldór segir að þetta verði góður sólmyrkvi. Hann hefst klukkan korter í fimm eftir hádegi og lýkur um tveim tímum síðar. Innlent 2.5.2007 15:31
Styrkja sjúklinga með næringarefnum og sérfræði Ríkið mun styrkja sjúklinga til kaupa á næringarefnum og sérfræði samkvæmt nýrri reglugerð sem undirrituð var í dag. Í henni segir að sjúklingar sem eigi við tilgreinda sjúkdóma að stríða og þurfi lífsnauðsynlega á slíkum efnum að halda fái styrk vegna kaupa á næringarefnum og sérfræði. Innlent 2.5.2007 14:55
Metvelta í OMX-kauphöllinni Metvelta var í hlutabréfaviðskiptum hjá OMX-kauphallarsamstæðunni á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum í síðasta mánuði en meðalveltan nam 507,1 milljarði króna á dag. Veltumet var slegið 26. apríl síðastliðinn þegar viðskiptin námu 795,5 milljörðum króna og sló það fyrra metið sem var sett í lok febrúar. Viðskipti innlent 2.5.2007 13:48
Refasetur á Súðavík Refasetur bætist innan tíðar við fjölbreyta flóru setra, sem kennd við drauga, vesturfara, galdra og fleira. Súðvíkingar eru að endurbyggja rúmlega aldar gamalt refahús við Eyrarlandsbæinn, í grennd við byggðina og njóta til þess fjárveitinga frá Alþingi. Innlent 2.5.2007 12:41
Viðskiptamöguleikar við Sameinuðu þjóðirnar Viðskiptamöguleikar íslenskra fyrirtækja við Sameinuðu þjóðirnar er efni fræðslufundar á vegum Útflutningsráðs og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins. Fundurinn verður haldinn í fyrramálið á Hótel sögu. Niels Ramm sérfræðingur í upplýsingaöflun á vegum Sameinuðu þjóðanna er einn fyrirlesara. Innlent 2.5.2007 11:58
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent