Innlent

Fréttamynd

Grundvöllur fyrir aðild að ESB innan fjögurra ára

Þorsteinn Pálsson, ritstjóri og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, telur að grundvöllur fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu verði kominn innan fjögurra ára. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu Evrópusamtakanna sem haldin var í gær undir heitinu Staða smáríkja í alþjóðlegu samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu og þrjú sjálfsvíg á Íslandi á síðasta ári

Alls urðu þrjátíu og þrjú sjálfsvíg á Íslandi á síðasta ári. Hagstofa Íslands gaf í dag út tölur um dauðsföll á árinu 2005. Þar kemur fram að af þeim sem ákváðu að taka sitt eigið líf voru 24 karlar og 9 konur. Skipting á milli kynjanna er svipuðu og síðustu ár.

Innlent
Fréttamynd

Stofna félag um rekstur hitaveitu í Kína

Enex Kína, sem er í eigu Enex, Glitnis og Orkuveitu Reykjavíkur, undirritaði í dag samning við kínverska félagið Shaanxi Geothermal Energy Development Corporation um stofnun félags um uppbygginu og rekstur jarðvarmaveitu í borginni Xian Yang í Shaanxi-héraði í Kína.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakað sem banaslys í umferðinni

Karlmaður sem fannst látinn um borð í Norrænu við komuna til Þórshafnar í Færeyjum í síðustu viku lést af innvortis áverkum sem hann hlaut í bílveltu tveimur dögum áður.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél Continental lenti heilu og höldnu

Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli klukkan tíu mínútur yfir fjögur en hún óskaði eftir að heimild til lendingar vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél Continental óskar eftir öryggislendingu í Keflavík

Flugvél frá bandaríska flugfélaginu Continental Airlines hefur óskað eftir að fá að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Vélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200, er með 172 menn innanborðs og er nokkur viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli af þeim sökum.

Innlent
Fréttamynd

Margir karlar sektaðir fyrir að tala í farsíma við akstur

Lögreglan í Reykjavík telur sig hafa sýnt fram á það að karlar tali mikið í síma ekki síður en konur. Í frétt á vef lögreglunnar kemur fram að við umferðareftirlit í Reykjavík í gær hafi á annan tug ökumanna verði stöðvaður þar sem hann talaði í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað. Stærstur hluti þeirra, eða liðlega 90 prósent, voru karlmenn.

Innlent
Fréttamynd

Standa verði vörð um almannaþjónustuna

Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsamanna ríkis og bæja, gerði stöðu á íslenskum vinnumarkaði að umtalsefni sínu og lagði áherslu á að standa vörð um almannaþjónustuna í ræðu sinni við setningu 41. þings BSRB.

Innlent
Fréttamynd

Félag íslenskra fjölmiðlakvenna stofnað í næsta mánuði

Félag íslenskra fjölmiðlakvenna verður stofnað í næsta mánuði og hafa þegar um 40 konur skráð sig sem stofnfélagar. Greint var frá áformunum á Pressukvöldi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna stóðu fyrir í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn ölvaður með barn sitt í bílnum

Lögreglan í Reykjavík hafði í gær afskipti af ölvuðum ökumanni sem var með barn sitt í bílnum og reyndist þar að auki ökuréttindalaus. Maðurinn hafði ekið á umferðarskilti og forðað sér af vettvangi en eftir ábendingu tókst lögreglu að ná manningum og kom þá í ljós að ellefu ára sonur mannsins sat í framsæti bifreiðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Blöndal sinnir eftirliti með ÖSE

Pétur H. Blöndal, alþingismaður, hefur tekið að sér að vera eftirlistmaður með fjármálum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Það var Göran Lennmarker, forseti ÖSE-þingsins, sem óskaði eftir því við Pétur að hann tæki þetta starf að sér. Stafið er nýtt en því er ætlað að tryggja að þingið fái aukið vægi í umfjöllun um fjárreiður ÖSE.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja langreyðurin skotin úti fyrir Snæfellsnesi

Skipverjar á Hval 9 veiddu í dag þriðju langreyðina frá því að atvinnuveiðar hófust á ný í síðustu viku. Hvalveiðimenn hófu leit að hval um tíuleytið í morgun úti fyrir Snæfellsnesi þegar það var orðið leitarbjart og komu fljótlega auga hvalinn og fleiri til.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir fram undan hjá Akureyrarbæ

Uppsagnir eru fram undan hjá Akureyrarbæ vegna stjórnsýslubreytinga sem nú standa yfir. Formaður bæjarrráðs segir breytingarnar til bóta og vísar gagnrýni á bug.

Innlent
Fréttamynd

Árni Þór stefnir á eitt af efstu sætunum

ÁrnI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, hyggst sækjast eftir einu af efstu sætunum á lista flokksins í sameiginlegu forvali í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í vor.

Innlent
Fréttamynd

Humarþjófnaður upplýstur

Lögreglan í Keflavík hefur upplýst þjófnað á hátt í tonni af humri úr geymslugámi við fiskvinnslufyrirtæki í Njarðvík. Þó er sá fyrirvari að tveir menn, sem hafa játað á sig þjófnaðinn, segjat hafa stolið talsvert minnu en eigandinn segist sakna.

Innlent
Fréttamynd

Níutíu þúsund lofa heimsókn ef hvalveiðum verður hætt

Á heimasíðu umhverfissamtakana Greenpeace hafa níutíu þúsund manns heitið því að sækja Ísland heim ef Íslendingar láta vera að veiða hvali. Greenpeace leggur áherslu á þessa baráttuaðferð og ætlar ekki að senda hingað skip sitt til að reyna að hindra hvalveiðar.

Innlent
Fréttamynd

Norðmönnum fjölgar hraðar en Íslendingum

Norðmenn hafa tekið við af Íslendingum sem sú Norðurlandaþjóð sem fjölgar hvað hraðast samkvæmt tölum í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006. Þar segir að í fyrra hafi 15.500 fleiri fæðst í Noregi en látist en Norðmenn voru rúmar 4,6 milljónir í upphafi árs.

Innlent
Fréttamynd

Ný skrifstofa Eimskips á Ítalíu

Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu 1. nóvember næstkomandi. Starfsemi Eimskips á Ítalíu hefur til þessa farið fram í gegnum umboðsaðila félagsins Thos. Carr í Mílan en frá og með opnun nýju skrifstofunnar munu starfsmenn þess félags heyra undir Evrópusvið Eimskips.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingum í háskólanámi fjölgar hratt

Ísland er ásamt Svíþjóð í öðru sæti á Norðurlöndum þegar horft er til þess hversu margt ungt fólk er í háskólanámi. Þetta kemur fram í Norrænu tölfræðiárbókinni 2006 sem kemur út í dag.

Innlent
Fréttamynd

400 hafa greitt atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna

Um fjögur hundruð manns hafa þegar kosið utankjörfundar í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmunum vegna komandi þingkosninga. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 11. október en hið eiginlega prófkjör fer fram á föstudag og laugardag.

Innlent
Fréttamynd

FL Group tekur sambankalán

FL Group hefur undirritað lánssaming fyrir 250 milljón evrur eða um 21,5 milljarða krónur, til fjármögnunar á hluta af hlutafjáreign FL Group í Glitni. Lánið er til þriggja ára með endurgreiðslu höfuðstóls í lok lánstíma. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir lántökuna marka tímamót fyrir félagið auk þess sem sveigjanleiki til fjárfestinga aukist til muna.

Innlent
Fréttamynd

Framlengja framboðsfrest vegna forvals í NA-kjördæmi

Framboðsfrestur í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi hefur verið framlengdur um fjóra daga, eða til 5. nóvember. Valgerður Jónsdóttir, formaður uppstillingarnefndar, segir 12 einstaklinga hafa gefið kost á sér. Kynjahlutföll eru jöfn í þessum 12 manna hópi og dreifingin um kjördæmið nokkuð góð, að sögn Valgerðar.

Innlent
Fréttamynd

Fannst í gegnum kerfi INTERPOL og Schengen

Karlmaður sem í gær var dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir að hafa skallað lögreglumann í höfuðið og hótað þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti var handtekinn í Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum eftir lögreglusamvinnu á alþjóðavettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Gámur fór af tengivagni

Engin slys urðu á fólki þegar gámur valt af tengivagni flutningabíls á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á áttunda tímanum í kvöld. Veginum var lokað á meðan lögregla athafnaði sig á vettvangi og hreinsað var á svæðinu en því starfi er nú lokið og var opnað aftur fyrir umferð upp úr kl. 21. Á meðan var umferð hleypt í gegn í hollum.

Innlent
Fréttamynd

Þróunarfélag um framtíð varnarsvæðisins

Framtíð varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli hefur verið falin þróunarfélagi, sem stofnað var í Reykjanesbæ í dag. Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, stýrir félaginu en með honum í stjórn sitja þeir Árni Sigfússon bæjarstjóri og Stefán Þórarinsson verkfræðingur.

Innlent