Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum verður farið vandlega yfir þær sóttvarnatakmarkanir sem kynntar verða að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum í dag, að því gefnu að ríkisstjórnarfundur klárist í tæka tíð.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir tíðindi dagsinis varðandi væntanlega aðgerðir vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarnar vikur, sem sóttvarnalæknir segir í veldisvexti.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar greinum við frá ákalli æ fleiri sérfræðinga í heilbrigðismálum um að gripið verði til aðgerða til að hefta vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar innanlands. Smituðum fjölgar í veldisvexti og eru lang flestir þeirra full bólusettir og ungir að árum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar förum við ítarlega yfir aukna útbreiðslu kórónuveirunnar um allt land en sóttvarnalæknir segir nýja bylgju hafna og hún sé í veldisvexti. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá nýjum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins á landamærum. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að stöðugt greinast fleiri Covid-smitaðir og þá er öldruð kona nú rúmliggjandi á Landspítalanum með farsóttina. Á sama tíma fara þúsundir ferðamanna um Leifsstöð á háannatíma og þar mynduðust miklar biðraðir í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að sóttvarnalæknir ætlar að leggja það til að sóttvarnaaðgerðir verði hertar á landamærum á ný í ljósi fjölgunar tilfella síðustu daga.

Fréttir
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upprætt fimm stórar kannabisframleiðslur og lagt hald á kannabis að virði hundrað milljóna. Talið er að skipulagður glæpahópur sé að verki.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sóttvarnalæknir biður viðkvæma hópa að gæta að sér og hvetur stofnanir til að fara yfir sýkingavarnir vegna viðkvæmrar stöðu í samfélaginu. Rætt verður við Þórólf Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kemur í settið og ræðir delta-afbrigðið sem hefur greinst hjá smituðum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ung kona sem hefur síðustu þrjú ár verið ofsótt á netinu með skaðlegum lygum um hana og fölsuðum auglýsingum, þar sem hún er sögð veita gróft kynlíf, segist upplifa sig algjörlega varnarlausa. Berghildur Erla ræðir við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig deildarstjóra kynferðisbrotadeildar sem segir afar erfitt að hafa upp á gerendum í svona málum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðaþjónustan er að komast í sama horf og fyrir faraldur. Lundabúðir fyllast og flöskuháls hefur myndast hjá bílaleigum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við ferðamenn sem bera fyrirkomulaginu á Keflavíkurflugvelli vel söguna, þrátt fyrir fréttir af örtröð á vellinum undanfarna daga. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hraunfoss streymir í Meradali eftir að gosvirkni breyttist skyndilega í nótt. Eldfjallafræðingur segir engin merki um goslok. Við fjöllum um stöðu mála við Fagradalsfjall í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um mál læknis á Handlæknastöðinni sem var sviptur réttindum sínum eftir að hafa gert fjölda ónauðsynlegra aðgerða á ennisholum og nefi sjúklinga sinna. Stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar segir starfsfólk í áfalli og biðst afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Landlæknir segir að háls, nef- og eyrnalækni sem sviptur var starfsleyfi vegna fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða hafi skort faglega hæfni og dómgreind. Embættið mun á næstunni upplýsa sjúklinga og forráðamenn þeirra um málið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Háls, nef- og eyrnalæknir hefur verið sviptur læknaleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, meðal annars á börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum á höfuðborgarsvæðinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við lungnasjúkling sem fer ekki út úr húsi vegna loftgæðanna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Hann gefur kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar og segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um rannsókn lögreglunnar á Akureyri á tildrögum þess að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í gær, þegar tugir barna voru þar að leik, en allt kapp er lagt á að upplýsa málið. Sex ára barn liggur mikið slasað á gjörgæsludeild á Landspítalanum eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Einn var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir að hoppukastali tókst á loft með hátt í 100 börn innanborðs. Eigandinn hoppukastalans segist bera fulla ábyrgð á þessum harmleik. Rætt verður við hann og lögreglustjórann á Norðurlandi eystra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um þetta slys.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um hóp kvenna, sem telur á þriðja tug, sem hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini hér á landi. Umboðsmaður segir um grafalvarlegt mál að ræða og að hann fylgist grannt með stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 verður rætt við Jón Þór Ólafsson formann stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem segir fyrirspurn dómsmálaráðherra til lögreglustjóra um afsökunarbeiðni lykta af pólitík. Hann segir almenning eiga rétt á að vita um hvað fór á milli Áslaugar Örnu og Höllu Bergþóru á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamönnum fjölgar hratt hér á landi nú þegar takmörkunum hefur verið aflétt. Við tökum stöðuna á Keflavíkurflugvelli í beinni útsendingu í kvöldfréttum okkar klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, sem vinnur að úttekt á þeim aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. Þá segjast læknar vera komnir með nóg af ástandinu á Landspítalanum og kalla eftir útskýringum á svörum heilbrigðisráðherra þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um leitina að ferðamanninum í Geldingadölum og rætt við helstu viðbragðsaðila. Þá gagnrýnir fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands þá staðreynd að framkvæmdastjóri Samhæfingamiðstöðvar krabbameinsskimana geti neitað að rannsaka sýni sem þangað eru send inn.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tímamót verða á miðnætti þegar allar samkomutakmarkanir innanlands falla úr gildi. Ísland verður fyrst Norðurlandaþjóða til þess að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldatakmörk, grímuskylda og fjarlægðarregla heyra þar með sögunni til. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Von er á því að verulegar breytingar á samkomutakmörkunum verði kynntar á morgun. Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði um aðgerðir innanlands og á landamærunum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gífurlegt álag er á þeim sem sinna sýnatökum og vottorðaskoðunum á landamærunum. Ferðamönnum fjölgar stöðugt og verkefnastjóri segir ekki hægt að anna áframhaldandi skimunum á bólusettum og fólki með mótefnavottorð á landamærunum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Um fimm marktækar ábendingar um hryðjuverkaógn berast ríkislögreglustjóra á hverju ári. Í byrjun árs vakti ein þeirra sérstakan ótta sem svo reyndist tilhæfulaus. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur þó almennt litlar líkur á hryðjuverki á Íslandi.

Innlent