Lög og regla

Fréttamynd

Ríkið sýknað af 11 milljóna kröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljón króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar.

Innlent
Fréttamynd

Teknir með 10 kíló af hvítu efni

Tveir íslenskir sjómenn af togaranum Hauki ÍS hafa verið úrskurðaðir í allt að sex mánaða gæsluvarðhald eftir að u.þ.b. tíu kíló af hvítu fíkiniefni fannst í fórum þeirra í Þýskalandi á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Veit ekki um afdrif margra vina

Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni.

Erlent
Fréttamynd

Gætu fengið fimmtán ára fangelsi

Tveir skipverjar Hauks ÍS hafa verið úrskurðaðir í sex mánaða gæsluvarðhald í Þýskalandi. Tuttugu til þrjátíu tollverðir og lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda gerðu innrás í skipið í Bremerhaven þar sem afla skipsins hafði verið landað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi

Tveir íslenskir sjómenn hafa verið úrskurðaðir í að minnsta kosti sex mánaða gæsluvarðhald eftir að lögreglan í Bremerhaven lagði hald á þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi í fórum þeirra. Þeir hafa neitað allri samvinnu við lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Með kíló af kókaíni innvortis

Tæplega þrítugur Ungverji hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að röntgenmyndataka leiddi í ljós að áttatíu fíkniefnahylki voru í meltingarvegi hans við komuna til landsins frá París þann 30. desember síðastliðinn. Eftir að hylkin voru gengin niður af honum kom í ljós að þau innihéldu tæpt kíló af mjög hreinu kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar þekkja hamfarir

Neyðarhjálp úr norðri nefnist sameiginlegt átak í landssöfnun sem formlega hófst í gær vegna hamfaranna í Asíu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstaða um mánaðamótin

Stefnt er að því að niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnismála vegna verðsamráðs olíufélaganna liggi fyrir um mánaðamótin. Formaður nefndarinnar segir ekkert óvænt hafa komið fram í málinu á tólf tíma löngum fundi með lögmönnum olíufélaganna í gær.

Innlent
Fréttamynd

Með kíló af kókaíni innvortis

Tæplega þrítugur Ungverji situr í gæsluvarðhaldi eftir að hann var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis þegar hann kom til landsins í lok síðasta mánaðar. Er þetta mesta magn sem vitað er til að maður hafi komið með innvortis hingað til lands. Nígeríumaður var handtekinn í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag í tengslum við málið.

Innlent
Fréttamynd

Seinheppinn þjófur handtekinn

Seinheppinn þjófur var gripinn fyrir þjófnað síðdegis í gær þegar hann ætlaði að tilkynna um að hann hefði sjálfur lent í þjófnaði. Maðurinn hafði stolið fjórum fartölvum en hélt svo að bílnum sínum hafi verið rænt.

Innlent
Fréttamynd

Langur málflutningur olíufélaganna

Búist er við að munnlegur málflutningur í olíumálinu fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála standi fram á kvöld. Lögfræðingar stóru olíufélaganna mættu til fundar nefndarinnar í morgun ásamt fulltrúa Samkeppnisstofnunar. 

Innlent
Fréttamynd

Vörðust ásökunum um samráðið

Fulltrúar fjögurra olíufélaga vörðust ásökunum um ólögmætt samráð á fundi með áfrýjunarnefnd samkeppnismála í dag. Fulltrúar Samkeppnisstofnunar skýrðu sitt mál einnig. Búast má við niðurstöðu nefndarinnar í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir innflutning á hassi

Þrítugur karlmaður var dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa flutt með sér til landsins rúmlega 190 grömm af hassi. Maðurinn hafði áður hlotið fangelsisdóma, meðal ananrs fyrir rán, tékkasvik, umferðarlagabrot, nytjastuld og meiriháttar eignaspjöll.

Innlent
Fréttamynd

Bíll á varnargarði

Hálfþrítugur maður slasaðist alvarlega þegar hann missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á sjóvarnargarði við Faxagötu í Reykjavík skömmu fyrir klukkan átta í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gerð sérstök refsing

Tveimur mönnum um tvítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær ekki gerð sérstök refsing fyrir að hafa stolið bensíni á bíl í tvígang.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakar iðnréttindin

Sýslumannsembættið á Seyðisfirði rannsakar nú iðnréttindi nokkurra erlendra starfsmanna Impregilo á Kárahnjúkum, m.a. rafiðnaðarmanna og smiða.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlur fylgdu flugvél að landinu

Flugvél Flugmálastjórnar og þyrlur Landhelgisgæslunnar og Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli flugu til móts við eins hreyfils flugvél vestur af landinu í gær. Flugmaður vélarinnar, sem var einn um borð, sendi út neyðarkall klukkan tíu mínútur í níu í gærkvöld þegar hann var staddur um 105 sjómílur vestur af Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Saug fé upp úr stöðumælum

Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt mann sem var með að minnsta kosti kíló af skiptimynt sem hann hafði sogið upp úr stöðumælum með sérútbúinni ryksugu. Það var vaktmaður í bandaríska sendiráðinu sem sá til mannsins og lét lögreglu vita sem gómaði hann þar í grennd.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir hassinnflutning

Þrítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í sjö mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmum 190 grömmum af hassi sem hann flutti til landsins í febrúar í fyrra. Fimm mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir til þriggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir fíkniefnabrot

Fertugum manni var, í Héraðsdómi Reykjaness í gær, gert að greiða 35 þúsund krónur í sekt fyrir fíkniefnabrot og þjófnað. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur átta daga fangelsi hennar í stað.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu ótrúlega í bílveltu

Fimm manna fjölskylda virðist hafa sloppið þegar jeppi sem hún var í valt. Atvikið varð á Vesturlandsvegi sunnan við afleggjarann á Bröttubrekku um kvöldmatarleytið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vill banna starfsemina

Ómar Stefánsson, framsóknarmaður í bæjarráði Kópavogs, er mótfallinn því að klórgasverksmiðja fái starfsleyfi í Kópavogi. Hann vill að umhverfisráðherra beiti sér fyrir því að banna klórgasverksmiðjur í byggð.

Innlent
Fréttamynd

Hryggbrotnaði í vélsleðaslysi

Vélsleðamaður hryggbrotnaði þegar hann kastaðist af vélsleða sínum austan við Sauðafell á Mosfellsheiði á tólfta tímanum í gærmorgun. Maðurinn hafði ekið sleðanum ofan í dæld í landslaginu og kastaðist við það af sleðanum.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á barn í Breiðholti

Ekið var á barn á gangbraut á gatnamótunum við Stekkjarbakka og Þarabakka í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í gær. Barnið hlaut höfuðhögg við ákeyrsluna og var flutt á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og komst barnið fljótt til meðvitundar en það er enn á sjúkrahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoðí á Hverfisgötu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að brennandi húsi við Hverfisgötu 61 klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Efri hæð hússins var alelda þegar slökkviliðið bar að, en húsið reyndist mannlaust þegar að var gáð.

Innlent
Fréttamynd

Eþíópíumenn áfram í haldi

Gæsluvarðhald yfir þremur Eþíópíumönnum var framlengt um viku í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Einn þeirra er sænskur ríkisborgari en hinir voru með sænsk vegabréf sem eru í eigu annarra þegar þeirm komu til landsins rétt fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Lægsta hassverð í fjögur ár

Verð á hassi hérlendis hefur ekki verið lægra síðan SÁÁ hóf að kanna verð meðal sjúlkinga á Vogi í janúar 2000. Þetta kemur fram í nýjust könnun samtakanna. Grammið af hassi kostar nú 1.340 krónur á götunni en kostaði tæpar þrjú þúsund krónur í upphafi árs.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu vel í veltum

Ökumaður og farþegi sluppu ótrúlega vel þegar bíll þeirra valt nokkrum sinnum út af þjóðveginum ofan við Stykkishólm undir kvöld í gær. Farþeginn slapp alveg en ökumaður meiddist lítillega og var fluttur á sjúkrahúsið í Stykkishólmi til aðhlynningar. Bíllinn er talinn gjörónýtur. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum í hálku.

Innlent
Fréttamynd

Ekki verður aðhafst frekar

Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að ekki verði frekar aðhafst vegna aðgerðarleysis lögreglumanns þegar kynferðisbrot var framið á sautján ára pilti. Bogi segir embættið alltaf líta á rannsóknir og komi með ábendingar ef eitthvað má betur fara.

Innlent