Lög og regla Í lopapeysu með grænan hatt Lögreglan í Reykjavík leitar enn manns sem framdi vopnað rán í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica í hádeginu í dag. Maðurinn, sem er lágvaxinn og grannur, var klæddur í rauðleita lopapeysu með röndum á ermum og með grænan hatt. Hann er talinn vera á aldrinum 20 til 30 ára. Innlent 13.10.2005 19:29 Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn manns sem framdi vopnað rán í Lyf og heilsu í Domus Medica upp úr klukkan hálf eitt í dag. Maðurinn, sem var með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi, kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. Innlent 13.10.2005 19:29 Kynferðisbrotadómi áfrýjað Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar máli þar sem Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði mann af kynferðisbroti gegn 10 ára gamalli systurdóttur hans. Innlent 13.10.2005 19:29 Vanbúin á leið inn í Þórsmörk Lögreglan á Hvolsvelli hafði í gær afskipti af þýskri konu með barn sem ætlaði á puttanum inn í Þórsmörk vanbúin til slíkra ferða. Innlent 13.10.2005 19:29 Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 19:29 Versta vikan í viðskiptum Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað. Innlent 13.10.2005 19:29 Dæmdur í níu ára fangelsi Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni. Innlent 13.10.2005 19:29 Þriggja bíla árekstur í Keflavík Laust eftir klukkan fimm, síðdegis í dag, varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Suðurvalla í Keflavík. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki við áreksturinn en bílarnir, tveir jeppar og fólksbíll, voru allir óökufærir á eftir. Innlent 13.10.2005 19:29 Í gæsluvarðhaldi fram í ágúst Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur litháenskum karlmönnum, 55 og 27 ára gömlum, sem reyndu að smygla um fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu 30. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:29 Skora á stjórnvöld Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu. Innlent 13.10.2005 19:29 Hættulegt birgðahald í heimahúsum "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið. Innlent 13.10.2005 19:29 Þrír handteknir fyrir innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun þrjá pilta á aldrinum 14 til 17 ára á bíl á Hringbrautinni eftir að þeir höfðu brotist inn í blómabúð við Hagamel. Vitni að því gátu vísað á piltana. Innlent 13.10.2005 19:28 Máli flugskóla vísað frá Kærumáli Flugmálastjórnar á hendur forsvarsmanna flugskóla í Reykjavík frá í apríl í fyrra var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Lögregla kærði stjórnarmann félagsins fyrir brot gegn loftferðalögum og almennum hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 19:28 Dæmdur fyrir flöskubrot Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að berja annan í höfuðið með flösku fyrir utan Félagsheimili Húsavíkur aðfararnótt sunnudagsins 6. júní í fyrra. Flaskan brotnaði og skarst sá nokkuð sem fyrir högginu varð. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum, fullur og æstur. Innlent 13.10.2005 19:28 Enn sett ofan í við sýslumann Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála. Nú síðast setur Héraðsdómur Reykjaness ofan í við Sýslumann í Keflavík þar sem sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk. Innlent 13.10.2005 19:28 Öryggisgæsla hert í Leifsstöð "Það er ekki hægt að segja að viðbúnaður hér hafi verið aukinn en það var skerpt á allri öryggisgæslu í kjölfar hryðjuverkanna í London," sagði Jóhann R. Benediktsson, Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:28 Veikur af vosbúð við Kárahnjúka "Minn maður liggur fárveikur eftir kulda og vosbúð á Kárahnjúkum," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Ólafs Páls Sigurðssonar, þegar gerð var tilraun til að þingfesta mál á hendur honum fyrir að sprauta grænu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í Reykjavík um miðjan júní. Innlent 13.10.2005 19:28 Afmarkað mál stutt gögnum Góður gangur er sagður í rannsókn fjárdráttarmáls konu sem stýrði sambýli á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Málið þykir sýnu alvarlegra en svipað mál sem kom nýverið upp á sambýli geðfatlaðra, því um stjórnanda er að ræða en ekki matráðskonu eins og í því máli. Innlent 13.10.2005 19:28 Jón Trausti í 2 mánaða fangelsi Jón Trausti Lúthersson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur DV síðastliðið haust, tekið Reyni Traustason fréttastjóra hálstaki og hert að með þeim afleiðingum að honum sortnaði fyrir augum, marðist og hruflaðist á hálsi. Innlent 13.10.2005 19:28 Tengjast nígerískum glæpasamtökum? Grunur leikur á að par, sem stal tveimur bílaleigubílum og flutti úr landi, sé tengt nígerískum glæpasamtökum erlendis. Réttarhöld yfir parinu stóðu yfir í allan dag. Innlent 13.10.2005 19:28 Ágrip af sögu Baugsmálsins Ákæra í Baugsmálinu nú gæti orðið til þess að Baugur Group verði að draga sig í hlé í viðræðunum um kaup á bresku verslunarkeðjunni Somerfield. Húsleit í höfuðstöðvum Baugs fyrir nærri þremur árum réði miklu um að ekkert varð af kaupum Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Innlent 13.10.2005 19:28 Hér & Nú ehf. kærir Hér & Nú Hér & Nú ehf. hefur kært tímaritið Hér & Nú til Samkeppnisstofnunar vegna ruglings sem skapast hefur á nafni hins nýja tímarits. Hér & Nú ehf. ákvað að leggja fram kæru þar sem efnistök tímaritsins Hér & Nú og sú slæma umræða í kringum það í fjölmiðlum að undanförnu hefur neikvæð áhrif á rekstur Hér & Nú ehf. Innlent 17.10.2005 23:41 Ósáttur við DV fékk tvo mánuði Jón Trausti Lúthersson var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í október í fyrra ráðist á þáverandi fréttastjóra DV. Jón Trausti ruddist með tveimur félögum sínum inn á ritstjórn blaðsins í Reykjavík og vildi hitta fyrir ritstjóra. Innlent 13.10.2005 19:28 Tvö innbrot í vesturborginni Brotist var inn í bensínstöð og verslun í vesturborginni undir morgun og þaðan stolið einhverjum verðmætum. Þjófurinn, eða þjófarnir, komust undan áður en lögregla kom á vettvang. Í báðum tilvikum voru unnar skemmdir á dyraumbúnaði þegar þjófarnir ruddu sér braut inn í húsnæðið. Innlent 13.10.2005 19:28 Mótmælir niðurstöðu geðrannsóknar Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál 34 ára gamals manns sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúmar 10 vikur, eftir að hafa ráðist á lækni sem meðal annars sinnir rannsókn í sakamálum fyrir lögreglu og í barnsfaðernismálum. Þá er maðurinn kærður fyrir hótanir gegn lækninum og fjölskyldu hans, auk brota á fíkniefnalöggjöf. Innlent 13.10.2005 19:28 Níu mánuðir fyrir ýmis brot Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis eignaspjöll í Reykjanesbæ, fíkniefnabrot og fyrir að hafa ráðist inn á heimili í Reykjavík og valdið húsráðanda þar áverkum. Innlent 13.10.2005 19:28 Hundrað milljóna fjárdráttur Ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, varðar meðal annars tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Frá þessu er greint í breska blaðinu <em>Guardian</em> í dag. Innlent 13.10.2005 19:28 Fundu tæp 200 grömm af hassi Maður á þrítugsaldri hlaut í gær skilorðsbundið mánaðarfangelsi auk 180.000 króna sektar fyrir brot á fíkniefnalöggjöf og umferðarlögum. Hann var að auki sviptur ökuleyfi í þrjú ár og þarf að greiða kostnað upp á 203.501 krónu. Innlent 13.10.2005 19:28 Dæmd fyrir kannabisrækt í haughúsi Þrír karlmenn og ein kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda kannabisrækt í haughúsi á sveitabæ á Suðurlandi. Kunnáttusamlega var staðið að verki og lagði lögregla meðal annars hald á tólf gróðurhúsalampa, hitablásara, flúorlampa, ljósaperur og ýmsan annan búnað til ræktunarinnar, að ónefndum 710 kannabisplöntum. Innlent 13.10.2005 19:28 Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:28 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 120 ›
Í lopapeysu með grænan hatt Lögreglan í Reykjavík leitar enn manns sem framdi vopnað rán í verslun Lyf og heilsu í Domus Medica í hádeginu í dag. Maðurinn, sem er lágvaxinn og grannur, var klæddur í rauðleita lopapeysu með röndum á ermum og með grænan hatt. Hann er talinn vera á aldrinum 20 til 30 ára. Innlent 13.10.2005 19:29
Ræningjans enn leitað Lögreglan leitar enn manns sem framdi vopnað rán í Lyf og heilsu í Domus Medica upp úr klukkan hálf eitt í dag. Maðurinn, sem var með klút fyrir andlitinu og hníf í hendi, kom inn í apótekið og ógnaði starfsfólki. Innlent 13.10.2005 19:29
Kynferðisbrotadómi áfrýjað Ríkissaksóknari hefur áfrýjað til Hæstaréttar máli þar sem Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknaði mann af kynferðisbroti gegn 10 ára gamalli systurdóttur hans. Innlent 13.10.2005 19:29
Vanbúin á leið inn í Þórsmörk Lögreglan á Hvolsvelli hafði í gær afskipti af þýskri konu með barn sem ætlaði á puttanum inn í Þórsmörk vanbúin til slíkra ferða. Innlent 13.10.2005 19:29
Fékk mánuð fyrir að aka á stúlku Tæplega tvítugur piltur var dæmdur í mánaðarfangelsi fyrir að aka niður 15 ára gamla stúlku við Bíldudal um miðjan júlí í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 19:29
Versta vikan í viðskiptum Jón Ásgeir Jóhannesson segir efnislega í Sunday Times í dag að síðasta vika hafi verið ein sú versta í hans viðskiptalífi og hann hyggist ekki standa í stórviðskiptum fyrr en sakleysi hans sé sannað. Innlent 13.10.2005 19:29
Dæmdur í níu ára fangelsi Magnús Einarsson var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að kyrkja Sæunni Pálsdóttur, eiginkonu sína, með þvottasnúru í íbúð þeirra í Kópavogi í byrjun nóvember í fyrra. Gæsluvarðhald frá 1. nóvember kemur til frádráttar refsingunni. Innlent 13.10.2005 19:29
Þriggja bíla árekstur í Keflavík Laust eftir klukkan fimm, síðdegis í dag, varð þriggja bíla árekstur á gatnamótum Aðalgötu og Suðurvalla í Keflavík. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki við áreksturinn en bílarnir, tveir jeppar og fólksbíll, voru allir óökufærir á eftir. Innlent 13.10.2005 19:29
Í gæsluvarðhaldi fram í ágúst Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur litháenskum karlmönnum, 55 og 27 ára gömlum, sem reyndu að smygla um fjórum kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu 30. júní síðastliðinn. Innlent 13.10.2005 19:29
Skora á stjórnvöld Félag íslenskra bifreiðareigenda hefur skorað á íslensk stjórnvöld að lækka álögur sínar á eldsneyti og koma með því móti til móts við almenning í landinu. Innlent 13.10.2005 19:29
Hættulegt birgðahald í heimahúsum "Þetta er ekki einungis stórhættulegt heldur brýtur þetta í bága við lög og er snarbannað," segir Björn Karlsson, brunamálastjóri hjá Brunamálastofnun. Hundruðir ef ekki þúsundir bíleigenda hömstruðu dísilolíu sem mest þeir máttu fyrir síðustu mánaðarmót og notuðu til þess ýmis konar ílát sem nú eru geymd við heimahús víða um landið. Innlent 13.10.2005 19:29
Þrír handteknir fyrir innbrot Lögreglan í Reykjavík handtók undir morgun þrjá pilta á aldrinum 14 til 17 ára á bíl á Hringbrautinni eftir að þeir höfðu brotist inn í blómabúð við Hagamel. Vitni að því gátu vísað á piltana. Innlent 13.10.2005 19:28
Máli flugskóla vísað frá Kærumáli Flugmálastjórnar á hendur forsvarsmanna flugskóla í Reykjavík frá í apríl í fyrra var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun vikunnar. Lögregla kærði stjórnarmann félagsins fyrir brot gegn loftferðalögum og almennum hegningarlögum. Innlent 13.10.2005 19:28
Dæmdur fyrir flöskubrot Maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að berja annan í höfuðið með flösku fyrir utan Félagsheimili Húsavíkur aðfararnótt sunnudagsins 6. júní í fyrra. Flaskan brotnaði og skarst sá nokkuð sem fyrir högginu varð. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum, fullur og æstur. Innlent 13.10.2005 19:28
Enn sett ofan í við sýslumann Enn fá sýslumenn á baukinn frá dómurum fyrir slægleg vinnubrögð við framgang refsimála. Nú síðast setur Héraðsdómur Reykjaness ofan í við Sýslumann í Keflavík þar sem sýslumaður birti síbrotamanni ekki ákæru fyrr en 30 mánuðum eftir að rannsókn lauk. Innlent 13.10.2005 19:28
Öryggisgæsla hert í Leifsstöð "Það er ekki hægt að segja að viðbúnaður hér hafi verið aukinn en það var skerpt á allri öryggisgæslu í kjölfar hryðjuverkanna í London," sagði Jóhann R. Benediktsson, Sýslumaður á Keflavíkurflugvelli. Innlent 13.10.2005 19:28
Veikur af vosbúð við Kárahnjúka "Minn maður liggur fárveikur eftir kulda og vosbúð á Kárahnjúkum," sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Ólafs Páls Sigurðssonar, þegar gerð var tilraun til að þingfesta mál á hendur honum fyrir að sprauta grænu skyri á gesti álráðstefnu á hótel Nordica í Reykjavík um miðjan júní. Innlent 13.10.2005 19:28
Afmarkað mál stutt gögnum Góður gangur er sagður í rannsókn fjárdráttarmáls konu sem stýrði sambýli á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík. Málið þykir sýnu alvarlegra en svipað mál sem kom nýverið upp á sambýli geðfatlaðra, því um stjórnanda er að ræða en ekki matráðskonu eins og í því máli. Innlent 13.10.2005 19:28
Jón Trausti í 2 mánaða fangelsi Jón Trausti Lúthersson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var ákærður fyrir að hafa ráðist inn á ritstjórnarskrifstofur DV síðastliðið haust, tekið Reyni Traustason fréttastjóra hálstaki og hert að með þeim afleiðingum að honum sortnaði fyrir augum, marðist og hruflaðist á hálsi. Innlent 13.10.2005 19:28
Tengjast nígerískum glæpasamtökum? Grunur leikur á að par, sem stal tveimur bílaleigubílum og flutti úr landi, sé tengt nígerískum glæpasamtökum erlendis. Réttarhöld yfir parinu stóðu yfir í allan dag. Innlent 13.10.2005 19:28
Ágrip af sögu Baugsmálsins Ákæra í Baugsmálinu nú gæti orðið til þess að Baugur Group verði að draga sig í hlé í viðræðunum um kaup á bresku verslunarkeðjunni Somerfield. Húsleit í höfuðstöðvum Baugs fyrir nærri þremur árum réði miklu um að ekkert varð af kaupum Baugs á verslunarkeðjunni Arcadia. Innlent 13.10.2005 19:28
Hér & Nú ehf. kærir Hér & Nú Hér & Nú ehf. hefur kært tímaritið Hér & Nú til Samkeppnisstofnunar vegna ruglings sem skapast hefur á nafni hins nýja tímarits. Hér & Nú ehf. ákvað að leggja fram kæru þar sem efnistök tímaritsins Hér & Nú og sú slæma umræða í kringum það í fjölmiðlum að undanförnu hefur neikvæð áhrif á rekstur Hér & Nú ehf. Innlent 17.10.2005 23:41
Ósáttur við DV fékk tvo mánuði Jón Trausti Lúthersson var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í október í fyrra ráðist á þáverandi fréttastjóra DV. Jón Trausti ruddist með tveimur félögum sínum inn á ritstjórn blaðsins í Reykjavík og vildi hitta fyrir ritstjóra. Innlent 13.10.2005 19:28
Tvö innbrot í vesturborginni Brotist var inn í bensínstöð og verslun í vesturborginni undir morgun og þaðan stolið einhverjum verðmætum. Þjófurinn, eða þjófarnir, komust undan áður en lögregla kom á vettvang. Í báðum tilvikum voru unnar skemmdir á dyraumbúnaði þegar þjófarnir ruddu sér braut inn í húsnæðið. Innlent 13.10.2005 19:28
Mótmælir niðurstöðu geðrannsóknar Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær mál 34 ára gamals manns sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í rúmar 10 vikur, eftir að hafa ráðist á lækni sem meðal annars sinnir rannsókn í sakamálum fyrir lögreglu og í barnsfaðernismálum. Þá er maðurinn kærður fyrir hótanir gegn lækninum og fjölskyldu hans, auk brota á fíkniefnalöggjöf. Innlent 13.10.2005 19:28
Níu mánuðir fyrir ýmis brot Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis eignaspjöll í Reykjanesbæ, fíkniefnabrot og fyrir að hafa ráðist inn á heimili í Reykjavík og valdið húsráðanda þar áverkum. Innlent 13.10.2005 19:28
Hundrað milljóna fjárdráttur Ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, varðar meðal annars tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Frá þessu er greint í breska blaðinu <em>Guardian</em> í dag. Innlent 13.10.2005 19:28
Fundu tæp 200 grömm af hassi Maður á þrítugsaldri hlaut í gær skilorðsbundið mánaðarfangelsi auk 180.000 króna sektar fyrir brot á fíkniefnalöggjöf og umferðarlögum. Hann var að auki sviptur ökuleyfi í þrjú ár og þarf að greiða kostnað upp á 203.501 krónu. Innlent 13.10.2005 19:28
Dæmd fyrir kannabisrækt í haughúsi Þrír karlmenn og ein kona hafa verið dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda kannabisrækt í haughúsi á sveitabæ á Suðurlandi. Kunnáttusamlega var staðið að verki og lagði lögregla meðal annars hald á tólf gróðurhúsalampa, hitablásara, flúorlampa, ljósaperur og ýmsan annan búnað til ræktunarinnar, að ónefndum 710 kannabisplöntum. Innlent 13.10.2005 19:28
Jón Á. ákærður fyrir fjárdrátt? Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, er ákærður fyrir tæplega hundrað milljóna króna fjárdrátt í tengslum við tilraun fyrirtækisins til að taka yfir verslanakeðjuna Arcadia fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í breska blaðinu Guardian í dag. Jóhannes faðir hans segir að um svæsnar ofsóknir sé að ræða. Innlent 13.10.2005 19:28