Lög og regla Skilorðsbundinn dómur vegna fíkniefnabrota Ungur karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í eins mánaðar fangelsi, sem skilorðsbundið er til þriggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn þegar lögregla fann á honum nokkur grömm af marijúana eftir að hafa stöðvað bíl hans. Við leit heima hjá manninum fundust um 80 grömm af hassi, hátt 40 grömm af marijúana auk kannabisfræja. Innlent 13.12.2005 16:31 Í fangelsi fyrir umferðarlagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í mánaðarfangelsi og til sviptingar ökuréttinda ævilangt fyrir tvö umferðalagabrot á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir of hraðan akstur annars vegar og ölvunarakstur hins vegar en hann hefur áður komist í kast við lögin og verið dæmdur fyrir bæði þjófnaði og umferðarlagabrot. Innlent 13.12.2005 16:14 Úrskurður óbyggðanefndar ekki felldur úr gildi Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Suðurlands af kröfum Prestsetrasjóðs um að úrskurður óbyggðanefndar vegna þjóðlenda í Hrunamannahreppi yrði felldur úr gildi að hluta til. Innlent 13.12.2005 15:35 Maður með hníf handtekinn í miðbænum í dag Lögreglan í Reykjavík handtók í dag mann á sextugsaldri í miðborginni sem gengið hafði á milli verslana með stóran hníf. Að sögn lögreglu ógnaði hann þó engum en setti hnífinn, sem var með um 15 sentímetra blaði, milli tanna sér. Innlent 13.12.2005 15:20 Dæmdir til að greiða sekt vegna ummæla um Ástþór Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri DV, og Mikael Torfason, ritstjóri DV, voru sýknaðir af miskabótakröfu Ástþórs Magnússonar vegna skrifa í DV en nokkur ummæli sem féllu um Ástþór dæmd ómerk. Innlent 13.12.2005 15:04 Fundu kannabisplöntur við húsleit Lögreglumenn frá Selfossi fundu í morgun á annað hundrað kannabisplöntur og talsvert af Marijuana við húsleit í uppsveitum Árnessýslu. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og eru lögreglumenn enn á vettvangi. Maðurinn mun áður hafa gerst bortlegur við lög. Innlent 13.12.2005 09:01 Ekið á barn Ökumenn virðast ekki hafa gætt nægilega vel að sér í umferðinni í dag því óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru góðar. Sex umferðaróhöpp og eitt umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu milli klukkan þrjú og sex. Ekið var á ellefu ára barn á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar en meiðsl þess voru lítilsháttar. Innlent 12.12.2005 18:03 Játar á sig heimabankarán Tæplega þrítugur karlmaður hefur gengist við því í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og lögregla hefur ekki haft upp á þeim. Innlent 12.12.2005 17:13 Leggja út fé fyrir fíkniefnaleitarhund KEA og Sparisjóður Norðlendinga ætla að leggja til tvær milljónir króna svo hægt sé að kaupa fíkniefnaleitarhund sem lögreglumenn á Norðurlandi geta notað við fíkniefnaleit á fjölmennum stöðum á borð við skemmtistaði og útisamkomur. Innlent 12.12.2005 15:44 Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert. Innlent 9.12.2005 14:49 Snákar og byssur fundust í Kópavogi Tveir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi var meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Snákarnir eru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutningi þessháttar dýra bæði vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, ef þeim er smyglað. Innlent 9.12.2005 12:06 Bíll skorðaðist þversum á Blöndubrú Það var lán í óláni þegar ungur maður missti stjórn á bíl sínum á leið yfir brúna yfir Blöndu í Blöndudal í gærkvöldi að bíllinn skorðaðist þversum á brúnni á milli handriðanna í stað þess að fara út af öðru hvoru megin. Innlent 9.12.2005 08:05 Lögregla fann snáka í Kópavogi Tveir stórir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi voru meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Hún naut meðal annars aðstoðar sérsveitarmanna frá Ríkislögreglustjóra við aðgerðina. Innlent 9.12.2005 07:25 Dæmdur fyrir amfetamínframleiðslu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kópavogi og fyrir fleiri brot, meðal annars fyrir að hóta fólki öllu illu og að ráðast á lækni fyrr á árinu. Innlent 9.12.2005 07:19 Heimabankaþjófur aðeins milliliður Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Innlent 7.12.2005 12:09 Lögregla leitar enn manns sem beraði sig Lögreglan í Reykjavík leitar enn að manni sem beraði sig framan nokkrar stúlkur við Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Stúlkurnar hlupu dauðskelkaðar heim og hringdu á lögreglu en maðurinn forðaði sér og hefur ekki fundist þrátt fyrir leit og eftirgrennslan. Innlent 7.12.2005 07:24 Í gæsluvarðhald vegna innbrota í heimabanka 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gærluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning. Að sögn Fréttablaðsins var maðurinn handtekinn í fyrrakvöld og snýst rannsóknin um að minnsta kosti fjóra þjófnaði með þessum hætti, allt upp í hálfa aðra milljón í einu tilvikanna. Innlent 7.12.2005 07:15 Skemmdu jólaskreytingu við Akureyrarkirkju Tveir unglingsstrákar, 15 og 16 ára, réðust á jólaskreytingu á tröppunum fyrir framan Akureyrarkirkju um þrjúleytið í nótt og brutu þar og skemmdu allt sem hönd á festi. Lögreglu var tilkynnt um athæfið og kom á vettvang, en piltarnir reyndu þá að komast undan. Innlent 7.12.2005 07:17 Enn óljóst hvað olli brunanum á Ísafirði Ekki liggur enn fyrir hvað olli eldsvoða í íbúðarhúsi við Aðalstræti á Ísafirði í fyradag, þar sem einn íbúi hússins fórst. Lögreglumenn frá Ísafirði ásamt tæknimönnum frá lögreglunni í Reykjavík unnu að rannsókn málsins fram á kvöld í gærkvöldi, en niðurstaða liggur ekki fyrir. Innlent 7.12.2005 07:07 Enn á gjörgæsludeild eftir bruna Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru fikta við eldfiman vökva í Grafarvogi fyrir rúmum tveimur vikum er enn á gjörgæslu, að sögn vakthafandi læknis. Ástand drengsins er stöðugt en óljóst er hvenær hann verður fluttur á almenna deild þar sem félagi hans dvelur nú, en hann brenndist ekki eins illa. Innlent 6.12.2005 09:30 Óvenjumikið um ótryggða og óskoðaða bíla Óvenju mikið erum ótryggða og óskoðaða bíla í umferðinni um þessar mundir og hefur Umferðarstofa sent lögregluembættum þrjátíu og þrjár þéttskrifaðar blaðsíður með númerum þessara bíla. Innlent 6.12.2005 07:18 Lögreglumenn úr Reykjavík til að aðstoða við rannsókn á bruna Tveir sérfræðingar úr tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru væntanlegir til Ísafjarðar fyrir hádegi til að aðstoða lögregluna þar við að rannsaka eldsupptök í tvíbýlishúsi við Aðalstræti í gær þar sem karlmaður á sextugsaldri fórst. Innlent 6.12.2005 07:08 Kominn til meðvitundar eftir árás á Laugavegi Maðurinn, sem ráðist var á á Laugaveginum aðfararnótt laugardags, komst til meðvitundar á gjörgæsludeild Landsspítalans í gær og er á hægum batavegi .Árásarmaðurinn játaði verknað sinn við yfirheyrslur í gær og var sleppt að því loknu, en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 6.12.2005 07:07 Enn á gjörgæslu eftir harðan árekstur Farþegi í fólksbíl, sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, er enn á gjörgæsludeild og verður líklega í allan dag, að sögn vakthafandi læknis á deildinni. Ástand hans er stöðugt og hann er ekki talinn í lífshættu. Innlent 5.12.2005 10:33 Réðust gegn lögreglu eftir öluvunarakstur Ölvaður ökumaður, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt í átaki sínu gegn ölvunarakstri nú á aðventunni, brást hinn versti við og sýndi lögreglumönnum mótþróa. Þeir náðu að yfirbuga hann en þá réðst sambýliskona hans á lögreglumennina, til að reyna að frelsa bóndann, sem lauk með því að hún var líka handtekin og gista þau fangageymslur. Innlent 5.12.2005 08:00 Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna fíkniefna Héraðsdómur úrskurðaði í gærkvöldi mann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald eftir að lögregla handtók hann í fyrrinótt þegar eitt kíló af marijúana og talsvert af reiðufé fundust á heimili hans. Þar með eru þrír menn í gæsluvarðhaldi á Akureyri, allir grunaðir um sölu á fíkniefnum og hefur lögregla lagt hald á hálft annað kíló af ýmsum fíkniefnum á aðeins þremur dögum. Innlent 5.12.2005 07:52 Slasaðist alvarlega í árekstri nærri Akranesi Farþegi í fólksbíl, sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, slasaðist alvarlega og lilggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en er þó ekki talinn í lífshættu. Ökumaður bílsins meiddist líka en ekki eins alvarlega, en ökumaður jeppans slapp ómeiddur. Innlent 5.12.2005 07:49 Tilkynning um vopnað rán byggð á misskilningi Svo virðist sem tilkynning til lögreglunnar um vopnað rán í Nettó í Mjóddinni hafi verið á misskilningi byggð. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að starfsmaður verslunarinnar hafði grunað mann um búðarhnupl og hljóp á eftir honum. Í öllum hamagangnum hringdi hann í lögreglu og tilkynnti vopnað rán. Innlent 2.12.2005 17:31 Vopnað rán í Mjóddinni Vopnað rán var framið fyrir stundu í Mjóddinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ránið framið í matvöruverlsuninni Nettó en lögregla er tiltöluleg nýkomin á vettvang. Ekki er ljóst hvort um einn eða fleiri ræningja var að ræða og enginn hefur enn verið handtekinn samkvæmt lögreglu. Innlent 2.12.2005 17:05 Fékk ekki bætur fyrir drátt á kransæðaaðgerð Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af hátt í tíu milljóna króna kröfu manns um bætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna dráttar sem varð á því að hann fengi viðhlítandi meðferð við kransæðasjúkdómi. Innlent 1.12.2005 23:27 « ‹ 18 19 20 21 22 23 24 25 26 … 120 ›
Skilorðsbundinn dómur vegna fíkniefnabrota Ungur karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í eins mánaðar fangelsi, sem skilorðsbundið er til þriggja ára, fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn þegar lögregla fann á honum nokkur grömm af marijúana eftir að hafa stöðvað bíl hans. Við leit heima hjá manninum fundust um 80 grömm af hassi, hátt 40 grömm af marijúana auk kannabisfræja. Innlent 13.12.2005 16:31
Í fangelsi fyrir umferðarlagabrot Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í mánaðarfangelsi og til sviptingar ökuréttinda ævilangt fyrir tvö umferðalagabrot á þessu ári. Maðurinn var ákærður fyrir of hraðan akstur annars vegar og ölvunarakstur hins vegar en hann hefur áður komist í kast við lögin og verið dæmdur fyrir bæði þjófnaði og umferðarlagabrot. Innlent 13.12.2005 16:14
Úrskurður óbyggðanefndar ekki felldur úr gildi Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Suðurlands af kröfum Prestsetrasjóðs um að úrskurður óbyggðanefndar vegna þjóðlenda í Hrunamannahreppi yrði felldur úr gildi að hluta til. Innlent 13.12.2005 15:35
Maður með hníf handtekinn í miðbænum í dag Lögreglan í Reykjavík handtók í dag mann á sextugsaldri í miðborginni sem gengið hafði á milli verslana með stóran hníf. Að sögn lögreglu ógnaði hann þó engum en setti hnífinn, sem var með um 15 sentímetra blaði, milli tanna sér. Innlent 13.12.2005 15:20
Dæmdir til að greiða sekt vegna ummæla um Ástþór Illugi Jökulsson, fyrrverandi ritstjóri DV, og Mikael Torfason, ritstjóri DV, voru sýknaðir af miskabótakröfu Ástþórs Magnússonar vegna skrifa í DV en nokkur ummæli sem féllu um Ástþór dæmd ómerk. Innlent 13.12.2005 15:04
Fundu kannabisplöntur við húsleit Lögreglumenn frá Selfossi fundu í morgun á annað hundrað kannabisplöntur og talsvert af Marijuana við húsleit í uppsveitum Árnessýslu. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og eru lögreglumenn enn á vettvangi. Maðurinn mun áður hafa gerst bortlegur við lög. Innlent 13.12.2005 09:01
Ekið á barn Ökumenn virðast ekki hafa gætt nægilega vel að sér í umferðinni í dag því óvenju mikið hefur verið um umferðaróhöpp þrátt fyrir að aðstæður til aksturs væru góðar. Sex umferðaróhöpp og eitt umferðarslys voru tilkynnt til lögreglu milli klukkan þrjú og sex. Ekið var á ellefu ára barn á gatnamótum Sæbrautar og Dalbrautar en meiðsl þess voru lítilsháttar. Innlent 12.12.2005 18:03
Játar á sig heimabankarán Tæplega þrítugur karlmaður hefur gengist við því í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa stolið um tveimur milljónum króna úr heimabönkum í nokkrum færslum. Hann hefur hins vegar ekki viljað segja hvað hann gerði við peningana og lögregla hefur ekki haft upp á þeim. Innlent 12.12.2005 17:13
Leggja út fé fyrir fíkniefnaleitarhund KEA og Sparisjóður Norðlendinga ætla að leggja til tvær milljónir króna svo hægt sé að kaupa fíkniefnaleitarhund sem lögreglumenn á Norðurlandi geta notað við fíkniefnaleit á fjölmennum stöðum á borð við skemmtistaði og útisamkomur. Innlent 12.12.2005 15:44
Strípuðu fjallabíl og skildu eftir við Rauðavatn Bífrænir þjófar þurftu ekki langan tíma til að strípa jeppa sem þeir þeir stálu í Árbænum á þriðjudag. Flestallt nýtilegt var hreinsað úr honum á rúmum sólarhring að líkindum til þess að nýta í aðra bíla. Eigandi bílsins segir tjónið tölvuert. Innlent 9.12.2005 14:49
Snákar og byssur fundust í Kópavogi Tveir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi var meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Snákarnir eru yfir hálfur metri á lengd hvor, en blátt bann liggur við innflutningi þessháttar dýra bæði vegna þess að bit þeirra geta reynst hættuleg og svo geta þau borið með sér sjúkdóma, enda fara þau ekki í sóttkví, ef þeim er smyglað. Innlent 9.12.2005 12:06
Bíll skorðaðist þversum á Blöndubrú Það var lán í óláni þegar ungur maður missti stjórn á bíl sínum á leið yfir brúna yfir Blöndu í Blöndudal í gærkvöldi að bíllinn skorðaðist þversum á brúnni á milli handriðanna í stað þess að fara út af öðru hvoru megin. Innlent 9.12.2005 08:05
Lögregla fann snáka í Kópavogi Tveir stórir snákar, skammbyssur og töluvert af hassi voru meðal þess sem lögreglan í Kópavogi fann við húsleit í bænum í nótt. Hún naut meðal annars aðstoðar sérsveitarmanna frá Ríkislögreglustjóra við aðgerðina. Innlent 9.12.2005 07:25
Dæmdur fyrir amfetamínframleiðslu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fimmtugsaldri í 14 mánaða fangelsi fyrir að framleiða amfetamín í Kópavogi og fyrir fleiri brot, meðal annars fyrir að hóta fólki öllu illu og að ráðast á lækni fyrr á árinu. Innlent 9.12.2005 07:19
Heimabankaþjófur aðeins milliliður Maður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um þjófnað úr heimabanka. Hann mun þó aðeins vera milligöngumaður. Bankar og sparisjóðir hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart þjófnaði sem þessum. Innlent 7.12.2005 12:09
Lögregla leitar enn manns sem beraði sig Lögreglan í Reykjavík leitar enn að manni sem beraði sig framan nokkrar stúlkur við Grímsbæ við Bústaðaveg í fyrrakvöld. Stúlkurnar hlupu dauðskelkaðar heim og hringdu á lögreglu en maðurinn forðaði sér og hefur ekki fundist þrátt fyrir leit og eftirgrennslan. Innlent 7.12.2005 07:24
Í gæsluvarðhald vegna innbrota í heimabanka 25 ára karlmaður var úrskurðaður í gærluvarðhald í gær vegna gruns um að hafa millifært milljónir króna úr heimabönkum fólks inn á eigin reikning. Að sögn Fréttablaðsins var maðurinn handtekinn í fyrrakvöld og snýst rannsóknin um að minnsta kosti fjóra þjófnaði með þessum hætti, allt upp í hálfa aðra milljón í einu tilvikanna. Innlent 7.12.2005 07:15
Skemmdu jólaskreytingu við Akureyrarkirkju Tveir unglingsstrákar, 15 og 16 ára, réðust á jólaskreytingu á tröppunum fyrir framan Akureyrarkirkju um þrjúleytið í nótt og brutu þar og skemmdu allt sem hönd á festi. Lögreglu var tilkynnt um athæfið og kom á vettvang, en piltarnir reyndu þá að komast undan. Innlent 7.12.2005 07:17
Enn óljóst hvað olli brunanum á Ísafirði Ekki liggur enn fyrir hvað olli eldsvoða í íbúðarhúsi við Aðalstræti á Ísafirði í fyradag, þar sem einn íbúi hússins fórst. Lögreglumenn frá Ísafirði ásamt tæknimönnum frá lögreglunni í Reykjavík unnu að rannsókn málsins fram á kvöld í gærkvöldi, en niðurstaða liggur ekki fyrir. Innlent 7.12.2005 07:07
Enn á gjörgæsludeild eftir bruna Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru fikta við eldfiman vökva í Grafarvogi fyrir rúmum tveimur vikum er enn á gjörgæslu, að sögn vakthafandi læknis. Ástand drengsins er stöðugt en óljóst er hvenær hann verður fluttur á almenna deild þar sem félagi hans dvelur nú, en hann brenndist ekki eins illa. Innlent 6.12.2005 09:30
Óvenjumikið um ótryggða og óskoðaða bíla Óvenju mikið erum ótryggða og óskoðaða bíla í umferðinni um þessar mundir og hefur Umferðarstofa sent lögregluembættum þrjátíu og þrjár þéttskrifaðar blaðsíður með númerum þessara bíla. Innlent 6.12.2005 07:18
Lögreglumenn úr Reykjavík til að aðstoða við rannsókn á bruna Tveir sérfræðingar úr tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru væntanlegir til Ísafjarðar fyrir hádegi til að aðstoða lögregluna þar við að rannsaka eldsupptök í tvíbýlishúsi við Aðalstræti í gær þar sem karlmaður á sextugsaldri fórst. Innlent 6.12.2005 07:08
Kominn til meðvitundar eftir árás á Laugavegi Maðurinn, sem ráðist var á á Laugaveginum aðfararnótt laugardags, komst til meðvitundar á gjörgæsludeild Landsspítalans í gær og er á hægum batavegi .Árásarmaðurinn játaði verknað sinn við yfirheyrslur í gær og var sleppt að því loknu, en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Innlent 6.12.2005 07:07
Enn á gjörgæslu eftir harðan árekstur Farþegi í fólksbíl, sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, er enn á gjörgæsludeild og verður líklega í allan dag, að sögn vakthafandi læknis á deildinni. Ástand hans er stöðugt og hann er ekki talinn í lífshættu. Innlent 5.12.2005 10:33
Réðust gegn lögreglu eftir öluvunarakstur Ölvaður ökumaður, sem lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt í átaki sínu gegn ölvunarakstri nú á aðventunni, brást hinn versti við og sýndi lögreglumönnum mótþróa. Þeir náðu að yfirbuga hann en þá réðst sambýliskona hans á lögreglumennina, til að reyna að frelsa bóndann, sem lauk með því að hún var líka handtekin og gista þau fangageymslur. Innlent 5.12.2005 08:00
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna fíkniefna Héraðsdómur úrskurðaði í gærkvöldi mann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald eftir að lögregla handtók hann í fyrrinótt þegar eitt kíló af marijúana og talsvert af reiðufé fundust á heimili hans. Þar með eru þrír menn í gæsluvarðhaldi á Akureyri, allir grunaðir um sölu á fíkniefnum og hefur lögregla lagt hald á hálft annað kíló af ýmsum fíkniefnum á aðeins þremur dögum. Innlent 5.12.2005 07:52
Slasaðist alvarlega í árekstri nærri Akranesi Farþegi í fólksbíl, sem lenti í hörðum árekstri við jeppa á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í gærkvöldi, slasaðist alvarlega og lilggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landsspítalans, en er þó ekki talinn í lífshættu. Ökumaður bílsins meiddist líka en ekki eins alvarlega, en ökumaður jeppans slapp ómeiddur. Innlent 5.12.2005 07:49
Tilkynning um vopnað rán byggð á misskilningi Svo virðist sem tilkynning til lögreglunnar um vopnað rán í Nettó í Mjóddinni hafi verið á misskilningi byggð. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að starfsmaður verslunarinnar hafði grunað mann um búðarhnupl og hljóp á eftir honum. Í öllum hamagangnum hringdi hann í lögreglu og tilkynnti vopnað rán. Innlent 2.12.2005 17:31
Vopnað rán í Mjóddinni Vopnað rán var framið fyrir stundu í Mjóddinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ránið framið í matvöruverlsuninni Nettó en lögregla er tiltöluleg nýkomin á vettvang. Ekki er ljóst hvort um einn eða fleiri ræningja var að ræða og enginn hefur enn verið handtekinn samkvæmt lögreglu. Innlent 2.12.2005 17:05
Fékk ekki bætur fyrir drátt á kransæðaaðgerð Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af hátt í tíu milljóna króna kröfu manns um bætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna dráttar sem varð á því að hann fengi viðhlítandi meðferð við kransæðasjúkdómi. Innlent 1.12.2005 23:27
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent