Lög og regla Hegningarlagabrotum snarfækkar Hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði frá því í ársbyrjun 2003 þegar lögreglan þar setti sér fyrst stefnu og markmið. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði sem Lögreglan í Hafnarfirði hefur birt. Innlent 20.1.2006 13:18 Upplýstu sex fíkniefnamál Sex fíkniefnamál og vopnalagabrot komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt. Við leit í tveimur húsum og á fólki fannst amfetamín, kókaín, hass og marijúana, en lögregla gefur ekki upp hversu mikið. Þá var lagt hald á rafstuðbyssu, hnífa og kylfur. Innlent 20.1.2006 08:34 Á vélsleðum á götum Grindavíkur Lögreglunni í Keflavík bárust í gærkvöldi kvartanir um það að vélsleðaeigendur í Grindavík væru að þeysa þar um götur og stíga, sem er bannað. Þegar til kom reyndust sleðaför vera víða um bæinn og fimmtán ára unglingur reyndist vera í hópi sleðamanna, réttindalaus og á óskráðum sleða. Innlent 17.1.2006 07:29 Maður sóttur eftir veltu í Bólstaðarhlíðarbrekku Karlmaður, sem var einn í bíl sínum slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver seint í gærkvöldi og valt nokkarar veltur. Björgunarmenn þurftu að klippa flakið utan af manninum og var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún braust norður í éljagangi og afar slæmu skygni og gat loks lent á Blönduósi, þangað sem maðurinn var fluttur. Innlent 17.1.2006 07:04 Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Innlent 13.1.2006 20:55 Landspítalinn skaðabótaskyldur gagnvart konu Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Landspítalinn væri skaðabótaskyldur gagnvart fimmtugri konu vegna læknismeðferðar hjá spítalanum. Innlent 11.1.2006 17:28 Vörubíl ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi Vörubíl var ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi upp við Vatnsskarð á fjórða tímanum. Lögregla og sjúkrabíll eru á vettvangi en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði eru ökumenn vörubílanna ekki alvarlega slasaðir og þykja hafa sloppið mjög vel. Vörubílinn sem ekið var aftan á hinn er mikið skemmdur en ekki er talið að tafir verið á umferð um Krísuvíkurveg af þessum sökum. Innlent 11.1.2006 15:31 Mótmæla því að Vegagerðarmenn fái lögregluvald Landssamband lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga á umferðarlögum þar sem starfsmönnum Vegagerðarinnar er veitt víðtækt lögrelgluvald. Innlent 11.1.2006 12:16 Kærir líklega ekki Sverri Þór Sverrissyni, eða Sveppa eins og hann er betur þekktur, þykir ólíklegt að hann kæri þann sem gaf honum glóðarauga um helgina. Árásarmaðurinn hefur beðið hann afsökunar. Innlent 10.1.2006 21:22 Ók á ljósastaur Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur á Hafnavegi, nálægt aðalhliðinu hjá Varnarliðinu á Miðnesheiði snemma kvölds. Lítil sem engin meiðsl urðu á fólki. Innlent 10.1.2006 21:44 Ók á 132 kílómetra hraða Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjanesbæ í morgun. Sá sem hraðar ók var á 132 kílómetra hraða þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði en hinn á 116 kílómetra hraða, einnig á vegi þar sem má hraðast aka á 90 kílómetra hraða. Innlent 10.1.2006 17:43 Átján umferðaróhöpp í dag Fjórtán umferðaróhöpp og eitt umferðarslys hafa verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík frá því á hádegi í dag og alls átján frá því í morgun. Meiðslin í eina umferðarslysinu voru minniháttar en annars hefur þetta verið meiðslalaust. Innlent 10.1.2006 17:24 Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. Innlent 10.1.2006 15:20 Tveir viðurkenna fíkniefnasölu Lögreglan á Ísafirði hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi sem grunaðir eru um hasssölu. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðasta föstudag sem átti að renna út síðdegis í dag en málið telst nú upplýst. Öðrum manninum var sleppt í gærkvöldi en hinum í morgun. Þeir hafa játað að dreifa kannabisefnum á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 10.1.2006 14:52 Fazmofélagi kýldi Sveppa Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Innlent 9.1.2006 19:09 Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. Innlent 9.1.2006 15:45 Enn lýst eftir árásarmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að því þegar ráðist var á unga stúlku á Sogavegi á föstudagskvöld. Maðurinn var á rauðum, eða dökkrauðum fólksbíl, sem líkist Subarau Impresa, en gæti þó verið stærri bíll. Innlent 9.1.2006 12:44 Níutíu kærðir fyrir smygl Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina. Innlent 9.1.2006 12:26 Féll af bifhjóli og viðbeinsbrotnaði Ökumaður bifhjóls viðbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsl þegar hann féll af hjóli sínu á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri í gærkvöldi. Slysið var með þeim hætti að hann óttaðist að ökumaður bíls, sem kom á móti, ætlaði að beygja þvert fyrir hann. Hann nauð hemlaði því hjólinu en við það féll hann í götuna. Innlent 6.1.2006 07:30 Fjögur fíkniefnamál í Hafnarfirði og Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Hafnarfirði og í Kópavogi í gærkvöldi og í nótt og var lagt hald á hass, anfetamín og kókaín. Fjórir menn voru handteknir í aðgerðunum en sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum. Auk þessa var einn maður handtekinn í Keflavík í nótt með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 6.1.2006 07:26 Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna fíkniefnabrota. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn á Gamlársdag og hefur lagt hald á um 1,5 kíló af hassi auk annarra fíkniefna og peninga. Innlent 5.1.2006 13:56 Beiðni um ógildingu framsals vísað frá dómi Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið. Innlent 5.1.2006 11:39 Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. Innlent 5.1.2006 11:05 Tveir slösuðust í árekstri Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar bílarnir skullu saman í mótum Sæbrautar og Faxagötu um klukkan hálf tvö í nótt. Annar bíllinn stóð kyrr á rauðu ljósi þegar hinum var ekið aftan á hann á talsverðri ferð. Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með kranabílum. Innlent 5.1.2006 07:53 Grunaðir um fjárdrátt Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gærluvarðhald, grunaðir um fjárdrátt af fyrirtækinu Og Vodafone, eftir að upp komst um falsaðar beiðnir í umferð á milli jóla og nýárs. Innlent 5.1.2006 09:32 Rannsóknardeildin réð úrslitum Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi. Innlent 4.1.2006 10:53 Grunar lögbrot í stofnfjárviðskiptum í SPH Fjármálaeftirlitið grunar að lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar og hefur Ríkislögreglustjóri hafið rannsókn á málinu, að sögn Morgunblaðsins. Grunur leikur á að ýmist hafi upplýsingum verið leynt, eða rangar upplýsingar verið gefnar. Innlent 4.1.2006 07:19 Fundu eitt kíló af hassi Rúmlega kíló af hassi fannst við húsleit í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Hassið tilheyrir karlmanni sem var handtekinn á Gamlársdag og úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðan þá hefur verið gerð leit í fjölda húsa í Vestmannaeyjum. Innlent 3.1.2006 09:03 Slapp ómeiddur þegar eldur gaus upp í jeppa Ökumaður, sem var einn á ferð í jeppa sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus upp í bílnum í Eyjafirði í gærkvöldi. Þegar eldurinn kom upp missti ökumaður stjórn á bílnum, sem hafnaði utan vegar, en þar komst maðurinn út. Innlent 3.1.2006 07:01 Jeppi og fólksbíll skullu saman á Kjalarnesi Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi um fimmleytið í gær með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Kona var flutt á slysadeild en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki hafi verið að ræða. Það tók um hálftíma að klippa bílstjóra jeppabifreiðarinnar úr flakinu. Innlent 3.1.2006 06:59 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 120 ›
Hegningarlagabrotum snarfækkar Hegningarlagabrotum hefur fækkað um 55 prósent í Hafnarfirði frá því í ársbyrjun 2003 þegar lögreglan þar setti sér fyrst stefnu og markmið. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði sem Lögreglan í Hafnarfirði hefur birt. Innlent 20.1.2006 13:18
Upplýstu sex fíkniefnamál Sex fíkniefnamál og vopnalagabrot komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Kópavogi og Hafnarfirði í nótt. Við leit í tveimur húsum og á fólki fannst amfetamín, kókaín, hass og marijúana, en lögregla gefur ekki upp hversu mikið. Þá var lagt hald á rafstuðbyssu, hnífa og kylfur. Innlent 20.1.2006 08:34
Á vélsleðum á götum Grindavíkur Lögreglunni í Keflavík bárust í gærkvöldi kvartanir um það að vélsleðaeigendur í Grindavík væru að þeysa þar um götur og stíga, sem er bannað. Þegar til kom reyndust sleðaför vera víða um bæinn og fimmtán ára unglingur reyndist vera í hópi sleðamanna, réttindalaus og á óskráðum sleða. Innlent 17.1.2006 07:29
Maður sóttur eftir veltu í Bólstaðarhlíðarbrekku Karlmaður, sem var einn í bíl sínum slasaðist alvarlega þegar bíllinn valt í Bólstaðahlíðarbrekku ofan við Húnaver seint í gærkvöldi og valt nokkarar veltur. Björgunarmenn þurftu að klippa flakið utan af manninum og var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hún braust norður í éljagangi og afar slæmu skygni og gat loks lent á Blönduósi, þangað sem maðurinn var fluttur. Innlent 17.1.2006 07:04
Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Innlent 13.1.2006 20:55
Landspítalinn skaðabótaskyldur gagnvart konu Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Landspítalinn væri skaðabótaskyldur gagnvart fimmtugri konu vegna læknismeðferðar hjá spítalanum. Innlent 11.1.2006 17:28
Vörubíl ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi Vörubíl var ekið aftan á annan vörubíl á Krísuvíkurvegi upp við Vatnsskarð á fjórða tímanum. Lögregla og sjúkrabíll eru á vettvangi en samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Hafnarfirði eru ökumenn vörubílanna ekki alvarlega slasaðir og þykja hafa sloppið mjög vel. Vörubílinn sem ekið var aftan á hinn er mikið skemmdur en ekki er talið að tafir verið á umferð um Krísuvíkurveg af þessum sökum. Innlent 11.1.2006 15:31
Mótmæla því að Vegagerðarmenn fái lögregluvald Landssamband lögreglumanna mótmælir harðlega fyrirliggjandi frumvarpi til breytinga á umferðarlögum þar sem starfsmönnum Vegagerðarinnar er veitt víðtækt lögrelgluvald. Innlent 11.1.2006 12:16
Kærir líklega ekki Sverri Þór Sverrissyni, eða Sveppa eins og hann er betur þekktur, þykir ólíklegt að hann kæri þann sem gaf honum glóðarauga um helgina. Árásarmaðurinn hefur beðið hann afsökunar. Innlent 10.1.2006 21:22
Ók á ljósastaur Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur á Hafnavegi, nálægt aðalhliðinu hjá Varnarliðinu á Miðnesheiði snemma kvölds. Lítil sem engin meiðsl urðu á fólki. Innlent 10.1.2006 21:44
Ók á 132 kílómetra hraða Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjanesbæ í morgun. Sá sem hraðar ók var á 132 kílómetra hraða þar sem er 90 kílómetra hámarkshraði en hinn á 116 kílómetra hraða, einnig á vegi þar sem má hraðast aka á 90 kílómetra hraða. Innlent 10.1.2006 17:43
Átján umferðaróhöpp í dag Fjórtán umferðaróhöpp og eitt umferðarslys hafa verið tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík frá því á hádegi í dag og alls átján frá því í morgun. Meiðslin í eina umferðarslysinu voru minniháttar en annars hefur þetta verið meiðslalaust. Innlent 10.1.2006 17:24
Ákvörðun um matsmenn frestað Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram. Innlent 10.1.2006 15:20
Tveir viðurkenna fíkniefnasölu Lögreglan á Ísafirði hefur sleppt tveimur mönnum úr haldi sem grunaðir eru um hasssölu. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald síðasta föstudag sem átti að renna út síðdegis í dag en málið telst nú upplýst. Öðrum manninum var sleppt í gærkvöldi en hinum í morgun. Þeir hafa játað að dreifa kannabisefnum á norðanverðum Vestfjörðum. Innlent 10.1.2006 14:52
Fazmofélagi kýldi Sveppa Ofbeldismaður, sem oft hefur verið kærður fyrir líkamlegt ofbeldi, kýldi Sverri Þór Sverrisson úr Strákunum í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Á heimasíðunni tveir.is tekur hann á móti áskorunum eins og Strákarnir á Stöð 2. Þeir sem standa að síðunni eru úr fazmo-genginu svokallaða en á síðunni mæla þeir gegn ofbeldi. Innlent 9.1.2006 19:09
Kröfu verjenda í Baugsmáli hafnað Hæstiréttur hafnaði í dag beiðni verjenda í Baugsmálinu um að þeim átta ákæruliðum sem eftir standa í málinu yrði vísað frá dómi. Verjendur höfðu krafist þess að málinu yrði vísað frá þar sem enginn hæfur saksóknari hefði verið mættur í dómssal þegar það var tekið fyrir á síðasta ári. Innlent 9.1.2006 15:45
Enn lýst eftir árásarmanni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir hugsanlegum vitnum að því þegar ráðist var á unga stúlku á Sogavegi á föstudagskvöld. Maðurinn var á rauðum, eða dökkrauðum fólksbíl, sem líkist Subarau Impresa, en gæti þó verið stærri bíll. Innlent 9.1.2006 12:44
Níutíu kærðir fyrir smygl Um níutíu kæruskýrslur voru gerðar hjá embætti sýslumannsins á Seyðisfirði um helgina, flestar vegna smygltilrauna. Óvenju mikil umferð var um Egilsstaðaflugvöll um helgina. Innlent 9.1.2006 12:26
Féll af bifhjóli og viðbeinsbrotnaði Ökumaður bifhjóls viðbeinsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsl þegar hann féll af hjóli sínu á mótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis á Akureyri í gærkvöldi. Slysið var með þeim hætti að hann óttaðist að ökumaður bíls, sem kom á móti, ætlaði að beygja þvert fyrir hann. Hann nauð hemlaði því hjólinu en við það féll hann í götuna. Innlent 6.1.2006 07:30
Fjögur fíkniefnamál í Hafnarfirði og Kópavogi Fjögur fíkniefnamál komu upp í sameiginlegu átaki lögreglunnar í Hafnarfirði og í Kópavogi í gærkvöldi og í nótt og var lagt hald á hass, anfetamín og kókaín. Fjórir menn voru handteknir í aðgerðunum en sleppt undir morgun að yfirheyrslum loknum. Auk þessa var einn maður handtekinn í Keflavík í nótt með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 6.1.2006 07:26
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni vegna fíkniefnabrota. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn á Gamlársdag og hefur lagt hald á um 1,5 kíló af hassi auk annarra fíkniefna og peninga. Innlent 5.1.2006 13:56
Beiðni um ógildingu framsals vísað frá dómi Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu albansks karlmanns sem grunaður er um manndráp í Grikklandi á jóladag 2004 um að ákvörðun dómsmálaráðherra um að framselja hann til Grikklands yrði hnekkt. Maðurinn kærði framsalið til Héraðsdóms Reykjavíkur sem staðfesti framsalið. Innlent 5.1.2006 11:39
Gæsluvarðhald framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhald yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um að hafa myrt mann í Grikklandi á jóladag 2004. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. janúar eða þar til niðurstaða hefur fengist í máli sem rekið er vegna ákvörðunar stjórnvalda um að framselja hann grískum yfirvöldum. Innlent 5.1.2006 11:05
Tveir slösuðust í árekstri Ökumenn tveggja bíla slösuðust þegar bílarnir skullu saman í mótum Sæbrautar og Faxagötu um klukkan hálf tvö í nótt. Annar bíllinn stóð kyrr á rauðu ljósi þegar hinum var ekið aftan á hann á talsverðri ferð. Bílarnir stórskemmdust og þurfti að fjarlægja þá af vettvangi með kranabílum. Innlent 5.1.2006 07:53
Grunaðir um fjárdrátt Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gærluvarðhald, grunaðir um fjárdrátt af fyrirtækinu Og Vodafone, eftir að upp komst um falsaðar beiðnir í umferð á milli jóla og nýárs. Innlent 5.1.2006 09:32
Rannsóknardeildin réð úrslitum Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi. Innlent 4.1.2006 10:53
Grunar lögbrot í stofnfjárviðskiptum í SPH Fjármálaeftirlitið grunar að lög um fjármálafyrirtæki hafi verið brotin við kaup á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar í fyrrasumar og hefur Ríkislögreglustjóri hafið rannsókn á málinu, að sögn Morgunblaðsins. Grunur leikur á að ýmist hafi upplýsingum verið leynt, eða rangar upplýsingar verið gefnar. Innlent 4.1.2006 07:19
Fundu eitt kíló af hassi Rúmlega kíló af hassi fannst við húsleit í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Hassið tilheyrir karlmanni sem var handtekinn á Gamlársdag og úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðan þá hefur verið gerð leit í fjölda húsa í Vestmannaeyjum. Innlent 3.1.2006 09:03
Slapp ómeiddur þegar eldur gaus upp í jeppa Ökumaður, sem var einn á ferð í jeppa sínum, slapp ómeiddur, þegar eldur gaus upp í bílnum í Eyjafirði í gærkvöldi. Þegar eldurinn kom upp missti ökumaður stjórn á bílnum, sem hafnaði utan vegar, en þar komst maðurinn út. Innlent 3.1.2006 07:01
Jeppi og fólksbíll skullu saman á Kjalarnesi Fólksbíll og jeppi skullu saman á Kjalarnesi um fimmleytið í gær með þeim afleiðingum að jeppinn valt. Kona var flutt á slysadeild en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki hafi verið að ræða. Það tók um hálftíma að klippa bílstjóra jeppabifreiðarinnar úr flakinu. Innlent 3.1.2006 06:59
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent