Lög og regla

Fréttamynd

Flóttamenn, fíkniefni og kjöt

Frá áramótum hefur Tollgæslan á Seyðisfirði neitað 18 útlendingum um landvistarleyfi, ýmist samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar og lögreglustjóra, eða að skilríki hafa reynst vera fölsuð.

Innlent
Fréttamynd

Stal tölvum, peningum og farsímum

Töluverðum verðmætum var stolið í þremur innbrotum í vesturbæ Kópavogs sem lögreglu barst tilkynning um á mánudagsmorgun. Brotist var inn á tvö heimili og eina bifreið og telur lögregla að sami einstaklingur hafi verið þar á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Réðust átta á Friðrik Þór

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri, varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Ölstofu Kormáks og Skjaldar á föstudagskvöld. Friðrik segir átta manna hóp af misyndismönnum hafa komið á staðinn og barið sig.

Innlent
Fréttamynd

Klórgas til umræðu

Leyfisveiting vegna klórgasframleiðslu til fyrirtækisins Mjallar-Friggjar hefur ekki enn verið tekin fyrir til afgreiðslu í bæjarstjórn Kópavogs. Málið kom þó til umræðu á síðasta fundi.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um að níðast á hryssum

Selfosslögreglan handtók í nótt mann á fertugsaldri í grennd við hesthúsahverfið í Þorlákshöfn, grunaðan um að hafa verið með kynferðislega tilburði við hryssur. Heimamenn hafa haft hann grunaðan um slíkt og vísuðu lögreglu á hann í nótt. Hann gat enga skýringu gefið lögreglu á ferðum sínum við hesthúsin og því var hann tekinn fastur.

Innlent
Fréttamynd

Stolið úr bílum

Lögreglu bárust tilkynningar um innbrot í fimm bíla í Austurborg Reykjavíkur á mánudag. Fyrsta tilkynningin barst klukkan sjö um morguninn og svo tíndust hinar inn fram eftir degi. Í öllum tilvikum var stolið hljómtækjum og geisladiskum.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um misbeitingu

Maður var handtekinn í Þorlákshöfn grunaður um innbrot í hesthús og um að hafa níðst kynferðislega á skepnunum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi tilkynntu hesthúsaeigendur um innbrotið og lýstu grunsemdum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Rúðubrjótur ófundinn

Lögreglan á Húsavík leitar nú logandi ljósi að skemmdarvargi sem á síðustu dögum hefur lagt í vana sinn að brjóta rúður í verslunum og fyrirtækjum í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu frá aurskriðum

Nokkrir flúðu inn í svokallaða vegskála vegna aurskriða í Óshlíð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur upp úr klukkan hálf átta í gærkvöld. Rigning og hvassviðri var á Ísafirði í allan gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Stökk í sjóinn

Flóttamaður stökk í sjóinn af Norrænu við Hjaltlandseyjar þegar ferjan var á leið til Noregs. Maðurinn komst ekki í land á Íslandi þar sem hann var með falsað vegabréf en hann fór um boð í skipið í Bergen í Noregi.

Innlent
Fréttamynd

Farga og fela ólöglegt efni

Aðgerðir lögreglu gegn tólf stjórnendum og stórum þátttakendum í hundrað manna hópi fólks sem skipst hefur á skemmtiefni á netinu, hafa valdið hræðslu innan hópsins. Margir hafa eytt efni út af tölvunum eða afritað það á diska og falið á öruggum stað.

Innlent
Fréttamynd

Tvennt slasaðist

Hjón voru flutt á sjúkrahús eftir að jeppabifreið þeirra valt í Kelduhverfi á móts við bæinn Mörk, skammt frá Ásbyrgi, í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Leita að stolnum bíl

Lögreglan í Keflavík leitar að dökkgráum Renault megane, með skráningarnúmerið AX-865, sem stolið var frá Vatnsnesvegi í Reykjanesbæ um klukkan hálf tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hálfsárs fangelsi

Maður sem sló annan með bjórglasi í höfuðið á skemmtistaðnum Stapa í Keflavík í sumar, þannig að glasið brotnaði og af hlutust alvarlegir áverkar, var í gær dæmdur í sex mánaða fangelsi. Þar af voru þrír mánuðir skilorðsbundnir.

Innlent
Fréttamynd

Yfirheyrður í gær

Ekki liggur fyrir játning manns sem lögreglan á Höfn í Hornafirði yfirheyrði í gær vegna innbrots og skemmdarverka í safnahúsi Austur-Skaftfellinga um síðustu helgi. Yfirheyrslum yfir manninum lauk síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Valt niður grýtta urð

Tvennt er alvarlega slasað eftir bílveltu niður bratta og stórgrýtta skriðu á Axarvegi á leið niður í Berufjörð um klukkan átta á fimmtudagskvöld. Fernt var í bílnum sem stöðvaðist um 40 metra frá veginum. Símasambandslaust er á þessum slóðum og gekk því fólkið slasað nokkra stund áður en bíl bar að.

Innlent
Fréttamynd

Hefur snúið við blaðinu

Tuttugu og fjögurra ára gamall maður var dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til að smygla innvortis 138,4 grömmum af kókaíni. Maðurinn var gripinn í Leifsstöð 3. október í fyrra og þykir sýnt að efnið hafi að mestu verið ætlað til sölu.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í skóla og íbúð

Tilkynnt var um tvö innbrot í Reykjavík fyrri partinn í gær. Í fyrrinótt hafði verið brotist inn í Breiðholtsskóla með því að spenna upp glugga og þaðan stolið tölvu. Lögreglu var tilkynnt um innbrotið klukkan hálf tíu í gærmorgun. Þá var brotist inn í íbúðarhús í Austurborginni skömmu fyrir klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Með falsað vegabréf

Maður frá Nígeríu sem stöðvaður var í Leifsstöð með fölsuð skilríki á miðvikudag bað um pólitískt hæli á fimmtudag þegar færa átti hann til dómara vegna fölsunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmet í fésektum

Örn Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Brasserie Borgar játaði, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, rúmlega sextíu milljóna króna skattsvik. Á síðasta ári var hann dæmdur í þriggja mánaða skilorðbundið fangelsi fyrir fimmtán milljón króna skattsvik og til greiðslu þrjátíu milljón króna sektar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar enn bílþjófa

Lögreglan á Akureyri leitar enn skemmdarvarga og þjófa sem brutust inn í sextán bíla í bænum í fyrrinótt í leit að peningum í þeim. Þeir brutu rúður í bílunum til að komast inn í þá og rótuðu í öllu lauslegu en stálu engum verðmætum, eins og hjómflutningstækjum.

Innlent
Fréttamynd

Máli Hannesar vísað frá

Máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um lögbann á efnismeðferð Siðanefndar Háskóla Íslands var vísað frá í Hæstarétti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Krefst fjögurra ára fangelsis

Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjum stolið úr togara

Brotis var inn í togarann Sighvat Bjarnason VE í Vestmannaeyahöfn í nótt. Lögreglan í Eyjum fékk tilkynningu um þetta laust fyrir hádegi. Að sögn lögreglu braut þjófurinn upp lyfjakistu skipsins og hafði þaðan á brott pedidín sem er lyf skylt morfíni.

Innlent
Fréttamynd

80% drengja hala ólöglega niður

Um áttatíu prósent drengja í tíunda bekk sækja kvikmyndir og tónlist á Netið með samskonar forriti og nú er til rannsóknar hjá lögreglunni vegna meints höfundarréttarstuldar. Einn höfuðpauranna í því máli ákvað að leysa frá skjóðunni til þess að komast hjá gæsluvarðhaldi.

Innlent
Fréttamynd

Haldið sofandi í öndunarvél

Átján ára piltur slasaðist alvarlega þegar bifreið sem hann ók skall framan á annarri bifreið Biskupstungnabraut um miðjan dag í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan lýsir eftir dreng

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Albert Þór Benediktssyni, 14 ára, sem síðast sást til í Faxafeni sunnudaginn 26. september síðastliðinn klukkan 17:50. Þeir sem hafa orðið hans varir, eða vita hvar hann er nú, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma við 444 1102.

Innlent