Lög og regla

Fréttamynd

Handteknir vegna húsbrotsins

Lögreglan í Reykjavík hefur nú haft hendur í hári hluta þess hóps sem grunaður eru um að hafa misþyrmt ungum manni í íbúð í Logalandi í Fossvogi í Reykjavík í nótt. Talið er að árásarmennirnir hafi verið sjö til átta talsins en þeir voru vopnaðir haglabyssu og bareflum.

Innlent
Fréttamynd

Stóð á slysagildru

Byggingafyrirtæki var gert að greiða fyrrum starfsmanni sínum tæpar þrjár milljónir króna í bætur samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn slasaðist er hann fell niður þrjár hæðir eða 5,4 metra þar sem hann var við málningarvinnu í nýbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Útafakstur á Hellisheiði

Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um útafakstur á Hellisheiði um níuleytið í gærmorgun. Ökumaður var einn í bílnum og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

Réðust inn með haglabyssu

Hópur manna, vopnaður haglabyssu, réðst inn í íbúð í Fossvogi í Reykjavík um tvöleytið í nótt, skaut af byssunni og misþyrmdi húsráðanda. Árásarmennirnir hleyptu að minnsta kosti tveimur skotum af byssunni í gegnum hurð. Ungt par var í íbúðinni og er pilturinn handleggsbrotinn og með skurð á höfði eftir árásina. Stúlkan er hins vegar óslösuð.

Innlent
Fréttamynd

Sjö menn handteknir í nótt

Lögreglan í Reykjavík handtók fimm menn sem voru saman í bíl í gærkvöldi og flutti þá á lögreglustöðina til yfirheyrslu eftir að fíkniefni og tól til neyslu þeirra fundust í bílnum. Tveir aðrir voru handteknir eftir að hafa slegist við lögreglumenn.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir brot gegn 5 ára stúlku

Tuttugu og eins árs karlmaður var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimm ára stúlku. Telpan greindi frá því að maðurinn, sem er kærasti eldri systur hennar, hafi oftar en einu sinni nuddað og kysst kynfæri sín.

Innlent
Fréttamynd

Handteknir með vopn og þýfi

Lögreglan í Reykjavík handtók í gærkvöldi tvo menn þar sem þeir voru að bera vopn, tölvur og fleira góss úr bíl sínum inn í hús í Austurborginni. Vopnin voru riffill og haglabyssa og reyndust þau, ásamt öðrum hlutum, vera úr innbroti í íbúðarhús í Grafarvogi í fyrrakvöld.

Innlent
Fréttamynd

Enn frá vinnu vegna reykeitrunar

Tveir lögreglumenn eru enn frá vinnu vegna reykeitrunar sem þeir fengu á vettvangi brunans í Hringrás við Sundahöfn 22. nóvember. Þeir voru báðir á vakt þegar eldurinn kviknaði, héldu þegar á vettvang og voru þar lengi við stjórn aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

28 árekstrar í borginni

Tuttugu og átta árekstrar voru tilkynntir til lögreglunnar í Reykjavík í gær og urðu þeir lang flestir eftir að það fór að snjóa síðdegis. Engin slasaðist þó alvarlega en eignatjón var mikið.

Innlent
Fréttamynd

Ríkinu gert að bæta hreindýrakjöt

Íslenska ríkið er bótaskylt, samkvæmt dómi Hæstaréttar, vegna hreindýrakjöts sem hvarf úr vörslu lögreglunnar en áður hafði lögreglan lagt hald á kjötið.

Innlent
Fréttamynd

Sluppu við að greiða skattinn

Sex erfingjar sem fengu samanlagt um 65 milljónir króna í arf þurfa engan erfðafjárskatt að greiða. Ástæðan eru mistök sem gerð voru við lagasetningu. Sýslumaðurinn í Reykjavík rukkaði erfingjana um tæpar sex milljónir króna í erfðafjárskatt en Hæstiréttur dæmdi í gær að engin heimild hefði verið fyrir skattlagningunni.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast kæra meintan fjárdrátt

Stjórn Leigjendasamtakanna hyggst kæra fyrrverandi formann samtakanna, til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra vegna meints fjárdráttar og skjalafals.

Innlent
Fréttamynd

Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán

Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Fær bætur vegna uppsagnar

Hæstiréttur dæmdi Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli til að greiða fyrrum starfsmanni bætur vegna fyrirvaralausrar uppsagnar.

Innlent
Fréttamynd

30 milljónir lagðar í svikamylluna

Fjársvikamálið stórfellda sem upp er komið í Noregi teygir anga sína til Íslands. Á annað hundrað Íslendinga létu gabbast af loforðum um skjótfenginn gróða og lögðu fé í svikamylluna, samtals um þrjátíu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir líkamsárásir

Hæstiréttur staðfesti átta mánaða fangelsisdóm Héraðsdóm Austurlands yfir manni fyrir þrjár líkamsárásir. Árásirnar framdi maðurinn á hálfs árs tímabili frá desember árið 2002 til maí árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Sló mann með bjórflösku

Hæstiréttur staðfesti þrjátíu daga fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórflösku. Sá sem varð fyrir árásinni missti framtönn.

Innlent
Fréttamynd

Lést af slysförum

Maðurinn sem lést þegar ekið var á hann á Eyrarvegi á Selfossi að morgni sunnudagsins 28.nóvember síðastliðinn hét Sveinbjörn Júlíusson, fæddur 22.desember árið 1963. Sveinbjörn var til heimilis að Reykjamörk 15 í Hveragerði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Innlent
Fréttamynd

Osti stolið af mjólkurbíl

Einkanúmerinu „Ostur“ var stolið af mjólkurbíl á Dalvík í gærkvöldi og er það mönnum hulin ráðgáta hvað þjófurinn ætlast fyrir með númerið. Þetta kemur lögreglunni þó ekki spánskt fyrir sjónir því af og til er tilkynnt um stuld á einkanúmerum.

Innlent
Fréttamynd

Stal jakka og debetkorti

Maður á fimmtugsaldri var í vikunni í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að stela jakka og debetkorti síðasta sumar.

Innlent
Fréttamynd

Engin vitni að brottnáminu

Ekki hefur enn borist ábending frá neinum sem telur sig hafa orðið vitni að því þegar níu ára stúlku var rænt í Kópavogi fyrir rúmri viku síðan. Þær ábendingar sem lögreglunni hafa borist beinast allar að mönnum sem falla undir lýsingu stúlkunnar á mannræningjanum.

Innlent
Fréttamynd

Hasssending stíluð á föðurinn

Ungur maður er ákærður fyrir að flytja inn fimmtán kíló af hassi með föður sínum og tveimur jafnöldrum sínum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið í dekkjasendingu sem hann sótti á vöruhótel Eimskips. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hafnar vitnavernd

Maður, sem ákærður er fyrir að ráðast á mann vopnaður öxi á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í byrjun september, þarf ekki að víkja úr réttarsal á meðan vitni koma fyrir réttinn. Kemur þetta fram í dómi Hæstaréttar sem sneri ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að vitni fengju vitnavernd.

Innlent
Fréttamynd

Krefst nokkurra ára fangelsis

Ríkissaksóknari taldi fjögurra til fimm ára fangelsi hæfilegan dóm þegar refsiákvæði voru reifuð í gær í máli gegn manni sem hefur játað innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. Ekki var þörf á vitnaleiðslum fyrir dómi þar sem játning í málinu lá fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Gengu í skrokk á barnaníðingi

Einhver hataðasti maður seinni ára á Íslandi, Steingrímur Njálsson, mætti í gær í Héraðsdóm Reykjavíkur. Þar bar Steingrímur vitni í máli þar sem hann sjálfur situr í sæti fórnarlambs.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargar vísbendingar borist

Lögreglan í Kópavogi hefur ekki enn haft hendur í hári unga mannsins sem nam stúlku úr Kópavogi með sér upp á Mosfellsheiði fyrir helgi og skildi hana þar eftir í myrkri og slyddu. Fjölmargar vísbendingar hafa borist og er lögreglan að vinna úr þeim. Hún hefur nú þegar rætt við á þriðja tug manna vegna málsins og á enn eftir að ræða við marga.

Innlent
Fréttamynd

Stílaði hasssendingu á föður sinn

Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fyrrverandi forstjóri SÍF sýknaður

Gunnar Örn Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri SÍF, var í dag sýknaður af öllum ákærum um brot í starfi sem endurskoðandi Tryggingarsjóðs lækna á síðasta áratug. 

Innlent