Erlent

Fréttamynd

Kaupa ekki skýringar herforingja

Talið er að tugir eða jafnvel um hundrað manns hafi verið felldir í mótmælum í Mjanmar síðustu daga. Japönsk yfirvöld ætla að senda fulltrúa til landsins til að rannsaka morð á japönskum fréttaljósmyndara í mótmælunum.

Erlent
Fréttamynd

Vó aðeins 300 grömm

Foreldrar þýsku telpunnar Kimberly eru himinlifandi með það að geta loksins tekið barn sitt með sér heim af sjúkrahúsinu. Kimberly fæddist fyrir hálfu ári - þá 15 vikum fyrir tímann. Hún vó þá aðeins 300 grömm, rétt rúma 1 mörk.

Erlent
Fréttamynd

Musharraf má bjóða sig fram

Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í morgun að Pervez Musharraf, forseta landsins, væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættisins þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Andstæðingar forsetans kærðu framboð hans á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum.

Erlent
Fréttamynd

Herforingjastjórninni refsað

Bandaríkjaforseti boðar refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Myanmar vegna mannréttindabrota. Fjölmenn mótmæli voru í stærstu borg landsins - áttunda daginn í röð - þar sem lýðræðis var krafist.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um öryggi sitt vegna nauðgunarsenu

Tólf ára afganskur aðalleikari í kvikmyndinni Flugdrekahlauparinn vill að nauðgunaratriði verði klippt úr myndinni. Hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar vegna þess. Þau verið jafnvel útskúfuð.

Erlent
Fréttamynd

Ekki einkamál stórveldanna

Meirihluti jarðarbúa telur hlýnun jarðar af mannavöldum og nauðsynlegt að ríki heims grípi til aðgerða strax. Utanríkisráðherra Íslands segir að lausn verði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna - stórveldi megi ekki vera einráð í þeim efnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, lét gera umfangsmikla könnun um viðhorf jarðarbúa til umhverfismála. Alls tóku 22 þúsund manns í 21 landi þátt í henni. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telja um 65% aðspurðra að grípa verði strax til stórtækra aðgerða til að bregðast við loftlagsbreytingum. Þá telja um 80% að breytingarnar séu fyrst og fremst af mannanna völdum. Flestir kenna iðnaði og samgöngum um aukna mengun í heiminum. Að mati þeirra sem stóðu að könnuninni benda niðurstöður hennar til mikillar afstöðubreytingar meðal fólks í heiminum gagnvart náttúruvernd. Yfir 70% aðspurðra telja nauðsynlegt að ríki heims geri með sér samkomulag um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Ennfremur vilja flestir að samkomulagið nái einnig til ríkja þriðja heimsins sem fái í staðinn fjárhagsaðstoð frá auðugri ríkjum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði í gær til fundar um loftslagsmál. Hann sóttu fulltrúar hundrað og fimmtíu ríkja - þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sem ávarpaði fundinn. Hún lagði áherslu á að lausn yrði að finna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stór og voldug ríki heims mættu ekki ein forgansraða í þeim efnum. Málið snerti alla heimsbyggðina.

Erlent
Fréttamynd

Óeirðalögreglumenn gegn munkum

Svo virðist sem herforingjastjórnin í Myanmar, áður Búrma, ætli að mæta mótmælum Búddamunka af hörku. Reuters fréttastofan hefur eftir sjónarvottum að vopnaðir óeirðalögreglumenn hefðu verið fluttir til Yangon - stærstu borgar landsins - í morgun. Þar hafa munkarnir mótmælt dag hvern frá því í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Bíllaust í Brussel

Brusselbúar voru duglegir að skilja bíla sína eftir heima í gær. Evrópskri samgönguviku lauk þar í borg með bíllausum degi - ólíkt því sem var í Reykjavík.

Erlent
Fréttamynd

Fordæmislaus fundur SÞ um hnattræna hlýnun

Fordæmislaus leiðtogafundur um hnattræna hlýnun var haldinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. 150 ríki áttu fulltrúa á fundinum - þar á meðal Ísland. Bandaríkjaforseti mætti ekki.

Erlent
Fréttamynd

Tími kjarnorkusprengjunnar liðinn

Íransforseti segir tíma kjarnorkusprengjunnar liðinn. Íranar stefni ekki að smíði slíkra vopna - þau þjóni engum tilgangi. Ef svo væri hefðu Sovétríkin aldreið liðast í sundur og Bandaríkjamönnum gengið betur í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Evran dýr í dollurum

Gengi evru sló enn eitt metið gagnvart bandaríkjadal í dag en gjáin á milli þeirra hefur aldrei verið meiri. Helstu skýringarnar felast í styrkingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum og veikingu bandaríkjadals í kjölfar stýrivaxtalækkunar í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Airbus: Sterkt gengi evru til vandræða

Stjórnendur evrópsku flugvélasmiðjunnar Airbus óttast að sterkt gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum nú um stundir geti valdið því að fyrirtækið neyðist til að grípa til frekari uppsagna til að hagræða í rekstrinum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Northern Rock hafnaði milljarðaláni

Stjórnendum breska fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock bauðst að fá lán upp á hálfan milljarð punda, jafnvirði 63,5 milljarða íslenskra króna, frá bandaríska fjárfestingabankanum JPMorgan seint í júlí. Þeir tóku því ekki. Breskir fjölmiðlar segja að hefðu stjórnendurnir gert það hefði bankinn ekki staðið frammi fyrir sama vanda og hann gerir í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dalurinn á ný í sögulegu lágmarki gagnvart evru

Gengi evru fór enn í methæðir gagnvart bandaríkjadal í dag en munurinn á gengi myntanna hefur aldrei verið lægra. Gengi dals hefur lækkað nokkuð síðustu daga, ekki síst eftir að seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag. Dalurinn kostaði jafn mikið og kanadískur dalur í gær en slíkt hefur ekki gerst í rúm þrjátíu ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Deutsche Bank í krísu vegna óróleikans

Þýski bankinn Deutsche Bank hefur tilkynnt að hann muni þurfa að færa verðmæti fjármögnunarsamninga niður um allt að 625 milljónir evra, jafnvirði tæpra 56 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi vegna mistaka sem bankinn gerði á uppgangstímum á fjármálamörkuðum sem lauk með lánsfjárkreppu í síðustu mánuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Spáir stýrivaxtalækkun snemma á næsta ári

Styrking evru gagnvart bandaríkjadal veldur því að evrópski seðlabankinn verði að breyta um stefnu og lækka stýrivexti. Þetta segir sérfræðingurinn Austin Hughes, hjá írska bankanum IIB. Gengi evru hefur haldið verið jafn sterk gagnvart bandaríkjadal og nú um stundir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samdrátturinn gæti haldið áfram

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Afkoma Goldman Sachs umfram spár

Hagnaður bandaríska bankans Goldman Sachs nam 2,85 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 180 milljarða íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi. Þetta er 79 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra og sá þriðji besti í 138 ára sögu bankans. Ólíkt flestum bönkum spáði Goldman Sachs samdrætti á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og stóð því ekki berskjaldur gagnvart þrengingunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Svartbirnir komust ekki í hengirúm

Tveir ungir svartbirnir áttu í erfiðleikum með að koma sér vel fyrir í hengirúmi í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Aðfarirnar voru festar á filmu.

Erlent
Fréttamynd

SÞ rannsaki morðið á Ghanem

Forsætisráðherra Líbanons hefur óskað eftir því að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki morði á líbanska þingmanninum Antoin Ghanem í gær. Hann týndi lífi í öflugri sprengjuárás ásamt sex öðrum.

Erlent
Fréttamynd

Breski seðlabankinn gagnrýndur fyrir sein viðbrögð

Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir breskri þingnefnd í dag, að lög í Bretlandi og innan Evrópusambandsins, hafi komið í veg fyrir að bankinn hefði getað beitt sér fyrir því að koma bönkum og fjármálafyrirtækjum á borð við Norther Rock til bjargar strax þegar óróleika varð vart á fjármálamörkuðum í sumar. Gengi bréfa í Nothern Rock, sem er með stærstu fasteignalánafyrirtækjum í Bretlandi, hefur fallið um heil 82 prósent síðan í lok febrúar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bandaríkjadalur aldrei lægri gagnvart evru

Gengi bandaríkjadals fór í sögulegt lágmark gagnvart evru í dag í kjölfar 50 punkta lækkunar á stýrivöxtum í Bandaríkjunum á þriðjudag. Þá hefur gengi evru styrkst eftir að evrópski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir hækki á evrusvæðinu á næstu mánuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nasdaq kaupir OMX-samstæðuna

Nasdaq hefur gert samkomulag við kauphöllina í Dubaí sem felur í sér að Nasdaq kaupir samnorrænu OMX-kauphallarsamstæðuna. Kauphöllin í Dubaí mun eiga fimmtung í sameinuðum kauphöllum auk þess að fá 28 prósenta hlut Nasdaq í bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE). Lokað var fyrir viðskipti með bréf í OMX í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Næstráðandi Rauðu Kmerana handtekinn

Næstráðandi Rauðu Kmeranna í Kambódíu var handtekinn í dag. Eftir er að ákveða hvort hann verði kærður fyrir þjóðarmorð. Sérstakur dómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakar nú fjöldamorð Kmeranna á valdatíma þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Gasa-ströndin óvinasvæði

Ísraelar hafa skilgreint Gasa-ströndina sem óvinasvæði vegna síendurtekinna eldflaugaárása Hamas-liða á Ísrael þaðan. Hamas-liðar segja þetta stríðsyfirlýsingu. Ákvörðun Ísraela gæti leitt til þess að þeir lokuðu fyrir vatni, eldsneyti og rafmagn til svæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Adnan og Sana eru skilin

Adnan og Sana Klaric eru skilin. Þau búa í bænum Zenica í Bosníu. Adnan er 32. ára og Sana 27. Adnan ákvað að skilja við Sönu eftir að hann komst að því að hún hafði verið að daðra við karlmann á netinu. Sana ákvað að skilja við Adnan eftir að hún komst að því að hann hafði verið að daðra við konu á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Ferðir sendifulltrúa takmarkaðar

Bandarískum sendifulltrúum í Írak er nú bannað að ferðast utan Græna svæðisins svokallaða í Bagdad. Þetta var ákveðið eftir að írösk yfirvöld bönnuðu starfsemi verktakafyrirtækisins Blackwater í landinu. Fyrirtækið hefur annast gæslu sendifulltrúa.

Erlent
Fréttamynd

Spútnik fimmtíu ára

Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað.

Erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Japan

Bankastjórn japanska seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Fjármálasérfræðingar gerðu flestir hverjir ráð fyrir þessari niðurstöðu vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta er sjöundi mánuðurinn í röð sem seðlabankinn heldur vöxtunum óbreyttum eftir að hafa hækkað þá einungis tvisvar frá árinu 2000.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitölur taka stökkið á Evrópumörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur hafa hækkað á fjármálamörkuðum í dag eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í gær meira en vongóðust fjármálasérfræðingar þorðu að vona. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um heil 3,67 prósent við lokun markaðar í Tókýó í morgun. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa í dag hækkað um og yfir tvö prósent í dag.

Viðskipti erlent