Erlendar Woods í stuði Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var heldur betur í stuði í gær á meistaramótinu í holukeppni sem fram fer í San Diego í Kaliforníu. Woods burstaði Stephen Ames með sögulegum mun þegar hann vann fyrstu níu holurnar og tryggði sér að lokum sigur eftir að jafnt varð á þeirri tíundu. Sport 23.2.2006 14:21 Útlitið dökkt hjá Sissoko Mohamed Sissoko, leikmaður Liverpool sem fékk spark í augað í leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið, gæti þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Læknar sem hafa hann til meðhöndlunar segja að öruggt sé að sjón hans á hægra auga sé sködduð, en geta ekki metið skaðann fyrr en eftir 2-3 daga. Sport 23.2.2006 13:11 Enn meiðist Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, því hann er meiddur á læri og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Dyer var nýstiginn upp úr öðrum meiðslum sem hann hafði barist við í hálft ár, en eftir aðeins einn leik er hann nú kominn á meiðslalistann á ný. Sport 23.2.2006 12:39 Við erum langt í frá hættir Alex McLeish segir að sínir menn séu langt frá því að hafa sagt sitt síðasta orð í Meistaradeildinni eftir að hafa tvisvar komið til baka eftir að hafa lent undir í viðureign sinni gegn Villareal í gær og náð jafntefli 2-2 á heimavelli sínum. Sport 23.2.2006 04:00 Við getum komist áfram Thomas Schaaf, þjálfari Werder Bremen hefur fulla trú á að hans menn geti slegið sterkt lið Juventus út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeir sýna sömu baráttugleði og þeir gerðu á heimavelli sínum í gær, þegar þeir skoruðu 2 mörk á lokamínútum leiksins og sneru vonlausri stöðu sér í hag. Sport 23.2.2006 03:38 Mark Chelsea hjálpaði okkur Frank Rijkaard var skiljanlega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Chelsea á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í gær og sagði að markið sem Chelsea skoraði hefði hjálpað liði sínu á undarlegan hátt. Sport 23.2.2006 02:14 Ólafur með 3 mörk í sigri Landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk þegar lið hans Ciudad Real bar sigurorð af Alcobendas í spænsku úrvalsdeildinni í gær, 31-28. Ciudad er eftir sem áður í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Portland San Antonio. Sport 23.2.2006 02:01 Róbert skoraði 7 fyrir Gummersbach Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru atkvæðamiklir fyrir lið sitt Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið skellti Dusseldorf 32-22. Róbert skoraði 7 mörk og Guðjón gerði 5. Sport 23.2.2006 01:51 Marion skoraði 44 stig fyrir Phoenix Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix setti persónulegt met í nótt þegar hann skoraði 44 stig í sigri liðsins á Boston 103-94. Marion var í miklu stuði í leiknum og auk þess að skora 44 stig, hitti hann úr 15 af 22 skotum sínum utan af velli, nýtti öll 10 vítaskot sín, hirti 15 fráköst, stal 4 boltum og varði 3 skot. Sport 23.2.2006 11:27 Óhress með Messi Jose Mourinho var ekki par hrifinn af rauða spjaldinu sem leikmaður hans Asier del Horno fékk að líta í leiknum við Barcelona í Meistaradeildinni í gær og þótti Lionel Messi sýna full leikræna tilburði þegar atvikið átti sér stað. Sport 23.2.2006 02:06 Steve Francis til New York Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni lokast aðfararnótt föstudagsins og eins og búast mátti við hefur lið New York Knicks nú riðið á vaðið og fengið til sín enn eina skyttuna. Þetta er bakvörðurinn Steve Francis sem liðið fékk frá Orlando Magic og lét í staðinn þá Trevor Ariza og Penny Hardaway. Sport 23.2.2006 02:26 Newcastle og Charlton skildu jöfn Newcastle og Charlton skildu jöfn 0-0 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Bæði lið fengu fjölda færa til að skora, en allt kom fyrir ekki. Newcastle tókst því ekki að vinna fyrsta deildarleik sinn undir stjórn Glenn Roader. Sport 22.2.2006 21:58 Barcelona í vænlegri stöðu Spænsku meistararnir í Barcelona eru komnir í draumastöðu í einvígi sínu við Chelsea eftir 2-1 sigur í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Það var Samuel Eto´o sem tryggði spænska liðinu sigurinn með marki á 80. mínútu, eftir að Thiago Motta og John Terry höfðu báðir skorað sjálfsmörk. Sport 22.2.2006 21:40 Markalaust hjá Newcastle og Charlton Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en það er leikur Newcastle og Charlton á St. James´ Park og er staðan í hálfleik markalaus. Hermann Hreiðarsson er að vanda í vörninni hjá Charlton í kvöld. Sport 22.2.2006 20:48 Jafnt hjá Chelsea og Barcelona í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu. Staðan er 0-0 í leik Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge, en leikurinn hefur verið mjög fjörugur. Leikmenn Chelsea eru þó orðnir manni færri, því Asier del Horno var vikið af leikvelli á 37. mínútu eftir ljótt brot á Lionel Messi. Sport 22.2.2006 20:32 Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. Sport 22.2.2006 18:49 Portsmouth sleppur við ákæru Úrvalsdeildarlið Portsmouth sleppur við refsingu vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma, en þetta var kunngert í dag. Talið var að forráðamenn Portsmouth hefðu rætt ólöglega við Redknapp á meðan hann stýrði Southampton en knattspyrnusambandið hefur látið málið niður falla. Sport 22.2.2006 18:36 Khan stefnir á titil á næsta ári Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London. Sport 22.2.2006 17:53 Barcelona hefur enn áhuga á Henry Forráðamenn Barcelona neita því ekki að ef framherjinn Thierry Henry skrifar ekki undir samning við Arsenal fljótlega, muni félagið reyna að klófesta hann enda sé hann alltaf ofarlega á óskalistanum. Sport 22.2.2006 17:06 Fínt að vera vanmetinn Alex McLeish, stjóri Glasgow Rangers, segist fagna því að mótherjar liðsins í Meistaradeildinni skuli vera sigurvissir fyrir leikinn í kvöld, en liðsmenn spænska liðsins Villareal fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þeir fengju skosku meistarana sem mótherja í 16-liða úrslitunum. Sport 22.2.2006 16:21 Sissoko alvarlega meiddur Meiðsli Mohamed Sissoko hjá Liverpool, sem fékk spark í andlitið í leiknum gegn Benfica í gær eru nokkuð alvarleg eins og óttast var, en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann er með skaddaða augnhimnu. Ekki er enn vitað hvort hann nær sér að fullu, eða hvenær hann getur þá snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. Sport 22.2.2006 16:15 Mourinho yrði sáttur við markalaust jafntefli Jose Mourinho segir að hann yrði sáttur ef lið hans Chelsea gerði markalaust jafntefli við Barcelona á Stamford Bridge í kvöld, en bætir við að hann sjái ekki að Barcelona standi betur að vígi þó liðið spili seinni leikinn á heimavelli sínum. Sport 22.2.2006 15:05 Logi skoraði 3 í sigri Lemgo Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir lið sitt Lemgo í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið lagði Hamburg naumlega 29-28. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar. Sport 22.2.2006 14:56 Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London. Sport 22.2.2006 14:37 Carter skoraði 45 stig Vince Carter skoraði 45 stig, þar af 14 síðustu stig New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee í NBA körfuboltanum í nótt 89-85. Jason Kidd var einnig frábær í liði New Jersey og náði enn einni þrennunni með 12 stigum, 13 stoðsendingum og 12 fráköstum, en þetta var í 71. sæti sem Kidd nær þrennu á ferlinum. Sport 22.2.2006 14:11 Vissi að við mundum tapa David Beckham var alls ekki sáttur við leik sinna manna í Real Madrid á heimavelli gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær, en Real tapaði leiknum 1-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum á Englandi. "Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum, vissi ég að við mundum tapa," sagði Beckham. "Við börðumst ekki nógu vel og hefðum getað tapað stærra." Sport 22.2.2006 14:44 Miður sín vegna augnameiðsla Sissoko Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins. Sport 22.2.2006 13:39 Henry er stórkostlegur Ferran Soriano, varaforstjóri Barcelona, segir að Thierry Henry sé stórkostlegur leikmaður sem öll félög myndu vilja hafa í sínum röðum. Þar sé Barcelona engin undantekning. Sport 22.2.2006 13:35 Arsenal lagði Real Madrid Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica. Sport 21.2.2006 21:43 Utah - Boston í beinni Deildarkeppnin í NBA hefst aftur í nótt eftir hlé vegna stjörnuleiksins og verður leikur Utah Jazz og Boston Celtics í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Sport 21.2.2006 21:28 « ‹ 206 207 208 209 210 211 212 213 214 … 264 ›
Woods í stuði Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var heldur betur í stuði í gær á meistaramótinu í holukeppni sem fram fer í San Diego í Kaliforníu. Woods burstaði Stephen Ames með sögulegum mun þegar hann vann fyrstu níu holurnar og tryggði sér að lokum sigur eftir að jafnt varð á þeirri tíundu. Sport 23.2.2006 14:21
Útlitið dökkt hjá Sissoko Mohamed Sissoko, leikmaður Liverpool sem fékk spark í augað í leiknum gegn Benfica í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið, gæti þurft að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla sinna. Læknar sem hafa hann til meðhöndlunar segja að öruggt sé að sjón hans á hægra auga sé sködduð, en geta ekki metið skaðann fyrr en eftir 2-3 daga. Sport 23.2.2006 13:11
Enn meiðist Dyer Miðjumaðurinn Kieron Dyer hjá Newcastle á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, því hann er meiddur á læri og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Dyer var nýstiginn upp úr öðrum meiðslum sem hann hafði barist við í hálft ár, en eftir aðeins einn leik er hann nú kominn á meiðslalistann á ný. Sport 23.2.2006 12:39
Við erum langt í frá hættir Alex McLeish segir að sínir menn séu langt frá því að hafa sagt sitt síðasta orð í Meistaradeildinni eftir að hafa tvisvar komið til baka eftir að hafa lent undir í viðureign sinni gegn Villareal í gær og náð jafntefli 2-2 á heimavelli sínum. Sport 23.2.2006 04:00
Við getum komist áfram Thomas Schaaf, þjálfari Werder Bremen hefur fulla trú á að hans menn geti slegið sterkt lið Juventus út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar er þeir sýna sömu baráttugleði og þeir gerðu á heimavelli sínum í gær, þegar þeir skoruðu 2 mörk á lokamínútum leiksins og sneru vonlausri stöðu sér í hag. Sport 23.2.2006 03:38
Mark Chelsea hjálpaði okkur Frank Rijkaard var skiljanlega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Chelsea á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í gær og sagði að markið sem Chelsea skoraði hefði hjálpað liði sínu á undarlegan hátt. Sport 23.2.2006 02:14
Ólafur með 3 mörk í sigri Landsliðsmaðurinn Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk þegar lið hans Ciudad Real bar sigurorð af Alcobendas í spænsku úrvalsdeildinni í gær, 31-28. Ciudad er eftir sem áður í þriðja sæti deildarinnar á eftir Barcelona og Portland San Antonio. Sport 23.2.2006 02:01
Róbert skoraði 7 fyrir Gummersbach Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru atkvæðamiklir fyrir lið sitt Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið skellti Dusseldorf 32-22. Róbert skoraði 7 mörk og Guðjón gerði 5. Sport 23.2.2006 01:51
Marion skoraði 44 stig fyrir Phoenix Framherjinn Shawn Marion hjá Phoenix setti persónulegt met í nótt þegar hann skoraði 44 stig í sigri liðsins á Boston 103-94. Marion var í miklu stuði í leiknum og auk þess að skora 44 stig, hitti hann úr 15 af 22 skotum sínum utan af velli, nýtti öll 10 vítaskot sín, hirti 15 fráköst, stal 4 boltum og varði 3 skot. Sport 23.2.2006 11:27
Óhress með Messi Jose Mourinho var ekki par hrifinn af rauða spjaldinu sem leikmaður hans Asier del Horno fékk að líta í leiknum við Barcelona í Meistaradeildinni í gær og þótti Lionel Messi sýna full leikræna tilburði þegar atvikið átti sér stað. Sport 23.2.2006 02:06
Steve Francis til New York Félagaskiptaglugginn í NBA deildinni lokast aðfararnótt föstudagsins og eins og búast mátti við hefur lið New York Knicks nú riðið á vaðið og fengið til sín enn eina skyttuna. Þetta er bakvörðurinn Steve Francis sem liðið fékk frá Orlando Magic og lét í staðinn þá Trevor Ariza og Penny Hardaway. Sport 23.2.2006 02:26
Newcastle og Charlton skildu jöfn Newcastle og Charlton skildu jöfn 0-0 í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Bæði lið fengu fjölda færa til að skora, en allt kom fyrir ekki. Newcastle tókst því ekki að vinna fyrsta deildarleik sinn undir stjórn Glenn Roader. Sport 22.2.2006 21:58
Barcelona í vænlegri stöðu Spænsku meistararnir í Barcelona eru komnir í draumastöðu í einvígi sínu við Chelsea eftir 2-1 sigur í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Það var Samuel Eto´o sem tryggði spænska liðinu sigurinn með marki á 80. mínútu, eftir að Thiago Motta og John Terry höfðu báðir skorað sjálfsmörk. Sport 22.2.2006 21:40
Markalaust hjá Newcastle og Charlton Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld, en það er leikur Newcastle og Charlton á St. James´ Park og er staðan í hálfleik markalaus. Hermann Hreiðarsson er að vanda í vörninni hjá Charlton í kvöld. Sport 22.2.2006 20:48
Jafnt hjá Chelsea og Barcelona í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum í Meistaradeild Evrópu. Staðan er 0-0 í leik Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge, en leikurinn hefur verið mjög fjörugur. Leikmenn Chelsea eru þó orðnir manni færri, því Asier del Horno var vikið af leikvelli á 37. mínútu eftir ljótt brot á Lionel Messi. Sport 22.2.2006 20:32
Eiður Smári í byrjunarliði Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea sem tekur á móti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 19:30. Sport 22.2.2006 18:49
Portsmouth sleppur við ákæru Úrvalsdeildarlið Portsmouth sleppur við refsingu vegna ráðningar Harry Redknapp frá Southampton á sínum tíma, en þetta var kunngert í dag. Talið var að forráðamenn Portsmouth hefðu rætt ólöglega við Redknapp á meðan hann stýrði Southampton en knattspyrnusambandið hefur látið málið niður falla. Sport 22.2.2006 18:36
Khan stefnir á titil á næsta ári Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London. Sport 22.2.2006 17:53
Barcelona hefur enn áhuga á Henry Forráðamenn Barcelona neita því ekki að ef framherjinn Thierry Henry skrifar ekki undir samning við Arsenal fljótlega, muni félagið reyna að klófesta hann enda sé hann alltaf ofarlega á óskalistanum. Sport 22.2.2006 17:06
Fínt að vera vanmetinn Alex McLeish, stjóri Glasgow Rangers, segist fagna því að mótherjar liðsins í Meistaradeildinni skuli vera sigurvissir fyrir leikinn í kvöld, en liðsmenn spænska liðsins Villareal fögnuðu ákaft þegar ljóst varð að þeir fengju skosku meistarana sem mótherja í 16-liða úrslitunum. Sport 22.2.2006 16:21
Sissoko alvarlega meiddur Meiðsli Mohamed Sissoko hjá Liverpool, sem fékk spark í andlitið í leiknum gegn Benfica í gær eru nokkuð alvarleg eins og óttast var, en eftir læknisskoðun í dag kom í ljós að hann er með skaddaða augnhimnu. Ekki er enn vitað hvort hann nær sér að fullu, eða hvenær hann getur þá snúið aftur á knattspyrnuvöllinn. Sport 22.2.2006 16:15
Mourinho yrði sáttur við markalaust jafntefli Jose Mourinho segir að hann yrði sáttur ef lið hans Chelsea gerði markalaust jafntefli við Barcelona á Stamford Bridge í kvöld, en bætir við að hann sjái ekki að Barcelona standi betur að vígi þó liðið spili seinni leikinn á heimavelli sínum. Sport 22.2.2006 15:05
Logi skoraði 3 í sigri Lemgo Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir lið sitt Lemgo í Þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið lagði Hamburg naumlega 29-28. Ásgeir Örn Hallgrímsson komst ekki á blað hjá Lemgo, en liðið er nú í fimmta sæti deildarinnar. Sport 22.2.2006 14:56
Mikið sálfræðistríð á Stamford Bridge Leikmenn Barcelona voru í dag reknir af æfingu sinni í Stamford Bridge, þar sem þeir mæta Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld, en leikmennirnir höfðu farið fram á að æfa lengur en þann klukkutíma sem þeim var fenginn til að æfa við þau lélegu vallarskilyrði sem þar eru nú eftir miklar rigningar í London. Sport 22.2.2006 14:37
Carter skoraði 45 stig Vince Carter skoraði 45 stig, þar af 14 síðustu stig New Jersey Nets í sigri liðsins á Milwaukee í NBA körfuboltanum í nótt 89-85. Jason Kidd var einnig frábær í liði New Jersey og náði enn einni þrennunni með 12 stigum, 13 stoðsendingum og 12 fráköstum, en þetta var í 71. sæti sem Kidd nær þrennu á ferlinum. Sport 22.2.2006 14:11
Vissi að við mundum tapa David Beckham var alls ekki sáttur við leik sinna manna í Real Madrid á heimavelli gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gær, en Real tapaði leiknum 1-0 og á erfitt verkefni fyrir höndum á Englandi. "Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum, vissi ég að við mundum tapa," sagði Beckham. "Við börðumst ekki nógu vel og hefðum getað tapað stærra." Sport 22.2.2006 14:44
Miður sín vegna augnameiðsla Sissoko Mohamed Sissoko er ennþá á spítala í Lisbon eftir að hafa fengið spark í augað í leik Liverpool og Benfica í Meistaradeildinni í gær. Beto, leikmaðurinn sem sparkaði í Sissoko, er miður sín vegna atvikisins. Sport 22.2.2006 13:39
Henry er stórkostlegur Ferran Soriano, varaforstjóri Barcelona, segir að Thierry Henry sé stórkostlegur leikmaður sem öll félög myndu vilja hafa í sínum röðum. Þar sé Barcelona engin undantekning. Sport 22.2.2006 13:35
Arsenal lagði Real Madrid Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal gerði sér lítið fyrir og skellti Real Madrid á útivelli 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði sigurmark enska liðsins með glæsilegu einstaklingsframtaki í upphafi síðari hálfleiks. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Benfica. Sport 21.2.2006 21:43
Utah - Boston í beinni Deildarkeppnin í NBA hefst aftur í nótt eftir hlé vegna stjörnuleiksins og verður leikur Utah Jazz og Boston Celtics í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 2 eftir miðnætti í nótt. Sport 21.2.2006 21:28