Íþróttir Úr leik þrátt fyrir sigur "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. Sport 13.11.2005 20:36 Aftur frestun vegna leka Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins. Sport 13.11.2005 20:36 Arsenal vildi mig ekki Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram. Sport 13.11.2005 20:36 Njarðvík með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti. Sport 13.11.2005 22:09 Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu. Sport 13.11.2005 20:00 Haukar úr leik í Evrópu Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið. Sport 13.11.2005 18:52 Valsmenn úr leik Valsmenn er úr leik í EHF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag. Sport 13.11.2005 18:16 Slakið á væntingunum! Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum. Sport 13.11.2005 18:07 Leik Þórs og KR frestað vegna leka Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Sport 13.11.2005 17:34 Birgir Leifur 3 höggum frá því að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 98.-106. sæti og er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk á San Roque vellinum á Spáni nú undir kvöldið. Birgir lauk keppni um hádegisbil á samtals 12 yfir pari en aðeins munaði þó þremur höggum frá því að hann kæmist áfram. Sport 13.11.2005 17:14 Molde sigraði Moss Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar. Sport 13.11.2005 17:25 Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Sport 13.11.2005 15:38 Leitar að varamanni fyrir Ívar Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading sem Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika með hyggst leita að varaskífu fyrir Ívar nú á meðan hlé stendur yfir í deildum vegna landsleikja. Á stuðningsmannasíðu Reading segir að Coppell hafi augastað á Sam Sodje hjá Brentford sem á að vera til staðar ef Ívar eða félagi hans í miðverðinum, Ibrahima Sonko, skyldu meiðast. Sport 12.11.2005 15:32 Ísland mætir Hollandi í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006. Sport 12.11.2005 14:17 Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07 KR-FH í 1. umferð Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR. Sport 12.11.2005 15:04 Svíar og S-Kórea skildu jöfn Svíar náðu jafntefli gegn Suður Kóreu, 2-2 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kóreu í morgun. Svíar léku án fyrirliðans Olaf Melberg og sóknartríósins Henrik Larsson, Freddie Ljundberg og Zlatan Ibrahimovich. Sport 12.11.2005 14:43 Búningsherbergi Man Utd hlerað Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Sport 12.11.2005 14:05 Fjölmiðlamenn ráku þjálfara Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun. Sport 12.11.2005 13:15 Dregið í töfluraðir í dag Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag. Sport 12.11.2005 12:48 Alfreð tekur við 2007 Velimir Kljaic hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2007 en hann hefur verið að standa sig vel með liðið í vetur. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Sport 11.11.2005 22:44 Stefnir á endurkomu í næstu viku Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United stefnir á að snúa aftur til keppni með liðinu í æfingaleik gegn utandeildarliðinu Burton Albion í næstu viku. Hinn þrítugi Neville hefur verið frá keppni vegna kviðslits síðan í ágúst. Leikurinn verður sérstakur viðhafnarleikur í tilefni af opnun nýs leikvangs hjá Albion liðinu. Sport 11.11.2005 18:08 Tveir leikir á dagskrá í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15. Sport 11.11.2005 17:17 Þjóðverjar toppa á réttum tíma Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum. Sport 11.11.2005 17:08 Lampard bestur í október Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum. Sport 11.11.2005 17:52 Jewell aftur kjörinn stjóri mánaðarins Paul Jewell, stjóri nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins annan mánuðinn í röð. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem sami stjóri fær þennan heiður tvisvar í röð. Sport 11.11.2005 17:47 Solberg enn í fyrsta sætinu Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae. Sport 11.11.2005 16:55 Lék á þremur yfir pari í dag Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. Sport 11.11.2005 16:28 Byrjunarliðið liggur nokkuð ljóst fyrir Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur gefið sterkar vísbendingar um það hvernig hann mun stilla byrjunarliði sínu upp í æfingaleiknum við Argentínu í Genf á morgun. Sport 11.11.2005 16:13 Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07 « ‹ 317 318 319 320 321 322 323 324 325 … 334 ›
Úr leik þrátt fyrir sigur "Ég er stoltur af strákunum og nú kom baráttan sem býr í þessu liði bærlega í ljós," sagði Óskar Bjarni Óskarson þjálfari Vals við Fréttablaðið eftir 24-22 sigur Valsmanna á Skövde í Laugardalshöllinni í gær en Svíarnir unnu samtals með fimm mörkum. Mikil stemmning var í Höllinni en bæði Valsmenn og Svíar fjölmenntu á pallana og skemmtu sér konunglega. Sport 13.11.2005 20:36
Aftur frestun vegna leka Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins. Sport 13.11.2005 20:36
Arsenal vildi mig ekki Patrick Vieira, leikmaður Juventus á Ítalíu, er harðorður í garð síns gamla félags Arsenal í nýútkominni ævisögu sinni en hann segir að liðið hafi ekki viljað hafa sig áfram. Sport 13.11.2005 20:36
Njarðvík með fullt hús stiga Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti. Sport 13.11.2005 22:09
Arsenal hafði ekki nógu mikinn áhuga Patrick Vieira miðjumaður Juventus á Ítalíu segir í nýútkominni ævisögu sinni að áhugaleysi Arsenal á að hafa sig áfram, hafi verið þess valdandi að hann yfirgaf félagið í sumar. Vieira segir að það hafi verið orð varastjórnarformanns Arsenal, David Dean, sem hröktu hann til Ítalíu. Sport 13.11.2005 20:00
Haukar úr leik í Evrópu Haukar eru úr leik í Evrópukeppninni í handbolta í ár. Þeim mistókst að ná þriðja sæti síns riðils þegar þeir töpuðu fyrir ítalska liðinu Torggler Meran, 31-27 í Ítalíu í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 17-12 fyrir ítalska liðið. Sport 13.11.2005 18:52
Valsmenn úr leik Valsmenn er úr leik í EHF-keppni karla í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á sænska liðið Skövde í Laugardalshöll í dag, 24-22. Þetta var síðari leikur liðanna en Svíarnir unnu fyrri leikinn ytra um síðustu helgi 35-28. Baldvin Þorsteinsson og Mohamed Loutoufi voru markahæstir Valsmanna í dag með 5 mörk hvor. Pálmar Pétursson markvörður Vals varði 19 skot í leiknum í dag. Sport 13.11.2005 18:16
Slakið á væntingunum! Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins í fótbolta er jarðbundinn þrátt fyrir glæstan 2-3 sigur Englendinga á Argentínu í vináttulandsleik í gær. Hann sendir Bretum skýr skilaboð í dag en þar í landi á almenningur til að líta frekar stórt á landsliðið sitt á stundum. Sport 13.11.2005 18:07
Leik Þórs og KR frestað vegna leka Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15. Sport 13.11.2005 17:34
Birgir Leifur 3 höggum frá því að komast áfram Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 98.-106. sæti og er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi sem lauk á San Roque vellinum á Spáni nú undir kvöldið. Birgir lauk keppni um hádegisbil á samtals 12 yfir pari en aðeins munaði þó þremur höggum frá því að hann kæmist áfram. Sport 13.11.2005 17:14
Molde sigraði Moss Molde sigraði Moss 3-2 á útivelli í fyrri leik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Síðari leikur liðanna fer fram á heimavelli Molde um næstu helgi. Molde varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar sem lauk fyrir hálfum mánuði og Moss í 3. sæti 1. deildar. Sport 13.11.2005 17:25
Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Sport 13.11.2005 15:38
Leitar að varamanni fyrir Ívar Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading sem Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson leika með hyggst leita að varaskífu fyrir Ívar nú á meðan hlé stendur yfir í deildum vegna landsleikja. Á stuðningsmannasíðu Reading segir að Coppell hafi augastað á Sam Sodje hjá Brentford sem á að vera til staðar ef Ívar eða félagi hans í miðverðinum, Ibrahima Sonko, skyldu meiðast. Sport 12.11.2005 15:32
Ísland mætir Hollandi í apríl Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun leika vináttulandsleik gegn Hollendingum ytra 12. apríl næstkomandi. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir leiki í undankeppni HM kvenna í maí og júní 2006. Sport 12.11.2005 14:17
Eiður og Duff á klakanum Vísir.is hefur óstaðfestar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen og Damien Duff, leikmenn Chelsea, séu nú staddir í Reykjavík. Ekki er vitað hvort fleiri leikmenn Chelsea séu staddir á landinu með Eiði en þeir félagar munu samkvæmt okkar heimildum hafa í hyggju að vera viðstaddir Galafrumsýningu í kvöld á nýju Eli Roth og Quentin Tarantino kvikmyndinni Hostel, sem Íslendingurinn Eyþór Guðjónsson leikur aðalhlutverkið í. Sport 12.11.2005 16:07
KR-FH í 1. umferð Íslandsmeistarar FH heimsækja KR í Frostaskjól í 1. umferð Landsbankadeildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð landsleilda 2006 nú í dag. Í 1. umferð Landsbankadeildar kvenna hefja Blikastúlkur titilvörn sína með því að leika við KR. Sport 12.11.2005 15:04
Svíar og S-Kórea skildu jöfn Svíar náðu jafntefli gegn Suður Kóreu, 2-2 í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Kóreu í morgun. Svíar léku án fyrirliðans Olaf Melberg og sóknartríósins Henrik Larsson, Freddie Ljundberg og Zlatan Ibrahimovich. Sport 12.11.2005 14:43
Búningsherbergi Man Utd hlerað Komið hefur í ljós að hlerunartæki var komið fyrir í búningsherbergi Manchester United á heimavelli liðsins, Old Trafford fyrir leik liðsins gegn Chelsea um síðustu helgi. Félagið hefur hafið innanhússrannsókn á því hvernig hlerunartækinu var komið fyrir og munu kalla til lögreglu ef þörf krefur. Sport 12.11.2005 14:05
Fjölmiðlamenn ráku þjálfara Ólafur Jóhannesson þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu karla segir að ýmsir blaðamenn hafi óbeint með skrifum sínum rekið knattspyrnuþjálfara úr störfum sínum í Landsbankadeildinni í sumar. Þetta sagði Ólafur í ræðu á formannafundi allra aðildarfélaga KSÍ sem fram fór á Hótel Nordica í morgun. Sport 12.11.2005 13:15
Dregið í töfluraðir í dag Í dag kl. 13 verður dregið í töfluröð fyrir landsdeildir 2006 í fótbolta en þá skýrist hvaða félög mætast í einstökum umferðum viðkomandi móts. Drátturinn er fyrir Landsbankadeild karla, Landsbankadeild kvenna, 1. deild karla og 2. deild karla og fer hann fram á Hótel Nordica. Niðurstöður dráttarins ættu að liggja fyrir um miðjan daginn í dag. Sport 12.11.2005 12:48
Alfreð tekur við 2007 Velimir Kljaic hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið Gummersbach til ársins 2007 en hann hefur verið að standa sig vel með liðið í vetur. Með liðinu leika íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson. Sport 11.11.2005 22:44
Stefnir á endurkomu í næstu viku Varnarmaðurinn Gary Neville hjá Manchester United stefnir á að snúa aftur til keppni með liðinu í æfingaleik gegn utandeildarliðinu Burton Albion í næstu viku. Hinn þrítugi Neville hefur verið frá keppni vegna kviðslits síðan í ágúst. Leikurinn verður sérstakur viðhafnarleikur í tilefni af opnun nýs leikvangs hjá Albion liðinu. Sport 11.11.2005 18:08
Tveir leikir á dagskrá í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir tekur á móti Selfossi í Árbænum og í Kaplakrika taka FHingar á móti ÍR. Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15. Sport 11.11.2005 17:17
Þjóðverjar toppa á réttum tíma Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, segir að liðið muni toppa á réttum tíma og hefur engar áhyggjur af því liðið hafi ekki unnið stórþjóð í síðustu fimmtán landsleikjum. Sport 11.11.2005 17:08
Lampard bestur í október Miðjumaðurinn Frank Lampard hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hann skoraði sex mörk í fjórum leikjum Chelsea í október, þar sem Chelsea náði í níu stig af tólf mögulegum. Sport 11.11.2005 17:52
Jewell aftur kjörinn stjóri mánaðarins Paul Jewell, stjóri nýliða Wigan í ensku úrvalsdeildinni, var í dag kjörinn knattspyrnustjóri mánaðarins annan mánuðinn í röð. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur og hálft ár sem sami stjóri fær þennan heiður tvisvar í röð. Sport 11.11.2005 17:47
Solberg enn í fyrsta sætinu Norski rallkappinn Petter Solberg á Subaru heldur enn forystu í Ástralíurallinu eftir annan dag keppninnar, sem klárast um helgina. Gamla kempan Colin McRae er kominn í þriðja sætið, eftir að Marcus Grönholm féll úr leik eftir að hafa ekið útaf eins og heimsmeistarinn Sebastien Loeb. Solberg hefur 46 sekúndu forskot á McRae. Sport 11.11.2005 16:55
Lék á þremur yfir pari í dag Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi á þremur höggum yfir pari í dag og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina. Birgir er í 84.-97. sæti á mótinu sem fer fram á Spáni, en aðeins þrjátíu fyrstu kylfingarnir komast á Evrópumótaröðina á næsta ári. Sport 11.11.2005 16:28
Byrjunarliðið liggur nokkuð ljóst fyrir Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, hefur gefið sterkar vísbendingar um það hvernig hann mun stilla byrjunarliði sínu upp í æfingaleiknum við Argentínu í Genf á morgun. Sport 11.11.2005 16:13
Einbeitir sér að því að spila á Spáni Framherjinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid segist upp með sér yfir áhuga Arsenal á að fá sig í sínar raðir, en tekur fram að það eina sem hann sé að hugsa um í augnablikinu sé að spila með félagsliði sínu og landsliði. Sport 11.11.2005 16:07
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent