Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum 13. nóvember 2005 09:00 Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sjá meira
Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti