Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum 13. nóvember 2005 09:00 Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira
Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Sjá meira