Spánn, Tékkland og Sviss í góðum málum 13. nóvember 2005 09:00 Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Spánn, Tékkland og Sviss eru í góðum málum eftir fyrri viðureignir sínar í umspili um laus sæti á HM2006 í knattspyrnu. Spánverjar völtuðu yfir Slóvakíu 5-1 þar sem Liverpool sóknarmaðurinn Luis Garcia skoraði þrennu. Fernando Torres og Fernando Morientes gerðu eitt mark hvor en Szilard Nemeth gerði eina mark gestanna fyrir framan 55.000 áhorfendur á Vicente Calderon leikvanginum í Madrid. Tékkar unnu 0-1 útisigur á Norðmönnum í Osló þar sem Vladimir Smicer skoraði sigurmarkið á 31. mínútu á Ullevaal Stadium fyrir framan 25.000 áhorfendur. Age Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna var ekki sáttur við frammistöðu sinna manna gegn Tékkum. "Mínir menn léku undir getu. Hver einasti leikmaður verður að leika mun betur en þetta á miðvikudaginn. En við höldum í vonina." sagði sá norski. "Við getum ekki annað en verið sáttir. Við erum núna aðeins nær markmiði okkar að komast á HM." sagði hinn 32 ára markaskorari Tékka, Smicer. Þá unnu Svisslendingar 2-0 sigur á Tyrkjum þar sem Philippe Senderos (41.mín) og Valon Behrami (86.mín) skoruðu mörkin. Síðari viðureignir liðanna fara fram á miðvikudag og þá liggur fyrir hvaða þrjár þjóðir bætast í hóp þeirra liða sem leika á HM í Þýskalandi á næsta ári. Mætti ekki á fréttamannafundinn Landsliðsþjálfari Tyrkja, Fatih Terim, mætti ekki á fréttamannafundinn eftir leikinn gegn Sviss en hann heldur því fram að öryggisvörður hafi meinað honum aðgöngu að fundarsalnum. Talsmaður vallarins, Stade de Suisse Wankdorf, þvertók fyrir þær ásakanir. Úrúgvæ vann 1-0 sigur á Áströlum í fyrri viðureign liðanna í gær þar sem Dario Rodriguez skoraði eina mark leiksins. Ástralir sem sigruðu Eyjaálfu riðilinn þurfa að leika umspil við Úrúgvæ sem lenti í 5. sæti í Suður Ameríku riðlinum. Áströlum hefur aldrei tekist að komast á lokakeppni HM. Þá gerðu Trinidad & Tobago og Bahrain, 1-1 jafntefli. Heimsmeistarakeppnin hefst í Munchen þann 9. júní næsta sumar. 32 lið etja kappi í samtals 64 leikjum á 12 leikvöngum víðsvegar um Þýskaland og lýkur keppninni með úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín þann 9. júlí. Dregið verður í riðla 9. desember í Leipzig.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð