Viðskipti Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. Viðskipti erlent 5.12.2007 09:26 Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6% Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,5 og hefur því lækkað um 5,98 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum. Viðskipti innlent 3.12.2007 10:12 Hlutafjárútboði Marel lokið Lokuðu útboði Marel Food Systems á nýjum hlutum lauk á föstudag en nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár Marel. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hlutafénu og afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut. Viðskipti innlent 3.12.2007 10:01 Tölvuleikjarisar sameinast Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum. Viðskipti erlent 3.12.2007 09:41 Glæta í Bandaríkjunum Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun. Viðskipti erlent 2.12.2007 16:39 SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum. Viðskipti erlent 1.12.2007 16:31 SPRON og Exista ruku upp Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu. Viðskipti innlent 30.11.2007 16:32 Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti. Viðskipti erlent 30.11.2007 13:52 Exista og Föroya Bank hækka um 3% Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent. Viðskipti innlent 30.11.2007 10:12 FL Group rauk upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent. Viðskipti innlent 29.11.2007 16:32 Forstjóri E-Trade hættur Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna. Viðskipti erlent 29.11.2007 11:48 Eldur veldur hækkun olíuverðs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 29.11.2007 10:30 Atlantic Airways einkavætt Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 28.11.2007 15:08 Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:54 Marel hækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni. Viðskipti innlent 28.11.2007 10:22 Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:03 Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. Viðskipti erlent 27.11.2007 21:33 Fall hjá FL Group Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki. Viðskipti innlent 27.11.2007 17:39 Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 27.11.2007 15:32 Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent. Viðskipti innlent 26.11.2007 16:36 Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Viðskipti erlent 26.11.2007 16:26 Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. Viðskipti erlent 23.11.2007 18:48 Miklar sveiflur í Kauphöllinni Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent. Viðskipti innlent 23.11.2007 16:32 Exista leiðir hækkun í dag Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 23.11.2007 10:24 Atorka eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki Atorka hefur eignast um tíu prósenta hlut í Asia Environment Holdings (AENV), sem framleiðir vatnshreinsilausnir í Kína. Kaupverð nemur 1,1 milljarði króna en þau hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í Síngapúr. Viðskipti innlent 23.11.2007 09:21 Veikur dollar skaðar Airbus Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 22:36 Exista féll í Kauphöllinni Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma. Viðskipti innlent 22.11.2007 16:39 Danir kjósa um evruna Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 15:52 Evrópskir markaðir á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Viðskipti erlent 22.11.2007 14:19 Krónan á opnu alþjóðahafi „Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum. Viðskipti innlent 22.11.2007 12:09 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 223 ›
Seðlabanki Kanada lækkar stýrivexti Kanadíski seðlabankinn ákvað í gær að lækka stýrivexti um 25 punkta í 4,25 prósent vegna óvissuástands í efnahagslífinu. Þetta er fyrsta stýrivaxtalækkun bankans í fjögur og hálft ár. Viðskipti erlent 5.12.2007 09:26
Gengi FL Group hefur fallið um tæp 6% Gengi hlutabréfa í FL Group stendur nú í 19,5 og hefur því lækkað um 5,98 prósent í morgun. Lægst fór það hins vegar í 19,3 krónur í síðustu viku. Verðmæti félagsins er nú 183,9 milljarðar, var í morgun 194.1 milljarðar og hefur því rýrnað um 10,2 milljarða frá því í morgun. Gengi fjárfestingafyrirtækja og banka hefur lækkað í dag að SPRON, Glitni og Eik banka undanskildum. Viðskipti innlent 3.12.2007 10:12
Hlutafjárútboði Marel lokið Lokuðu útboði Marel Food Systems á nýjum hlutum lauk á föstudag en nýir hlutir svara til tæplega átta prósenta heildarhlutafjár Marel. Lífeyrissjóðir tryggðu sér tvo þriðju hluta af nýja hlutafénu og afgangurinn féll öðrum fjárfestum í skaut. Viðskipti innlent 3.12.2007 10:01
Tölvuleikjarisar sameinast Hugbúnaðarfyrirtækin Activision og Blizzard, sem framleiða nokkra af þekktustu tölvu- og netleikjum heims, hafa ákveðið að sameinast undir einu þaki og nýju sameinuðu nafni, Activision Blizzard. Breska ríkisútvarpið segir samrunann geta hrist upp leikjatölvubransanum. Viðskipti erlent 3.12.2007 09:41
Glæta í Bandaríkjunum Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun. Viðskipti erlent 2.12.2007 16:39
SAS í vanda út af kínverskum flugfreyjum Kínverskar flugfreyjur sem SAS flugfélagið réði til starfa í þeim flugvélum sínum sem fljúga milli Danmerkur og Kína geta kostað félagið tugi milljóna króna í sektum. Viðskipti erlent 1.12.2007 16:31
SPRON og Exista ruku upp Gengi bréfa í SPRON hækkaði um rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag og fór í 11,44 krónur á hlut eftir að hafa staðið nærri 10 krónum fyrr í vikunni, sem er lægsta gengi félagsins síðan það var skráð á markað í október. Gengið er engu að síður rúmum fimmtíu prósentum undir upphafsgengi sínu. Viðskipti innlent 30.11.2007 16:32
Olíuverðið undir 90 dölum á tunnu Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 90 dali á tunnu í dag eftir að viðgerð heppnaðist á olíuleiðslu frá Kanada til Bandaríkjanna. Þá spilar inn í að OPEC, samtök olíuútflutningsríkja, er talin ætla að auka olíuframleiðslu umtalsvert í næstu viku auk þess sem reiknað er með því að hátt olíuverð muni draga mjög úr eftirspurn, ekki síst eftir eldsneyti. Viðskipti erlent 30.11.2007 13:52
Exista og Föroya Bank hækka um 3% Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað nokkuð við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og fór Úrvalsvísitalan yfir 7.000 stigin á ný . Bréf í Föroya banka og Existu hafa hækkað mest, eða um þrjú prósent. SPRON, Icelandair, Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing fylgja á eftir en gengi þeirra hefur hækkað á bilinu 1,5 til 2,5 prósent. Viðskipti innlent 30.11.2007 10:12
FL Group rauk upp í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um tæp fjögur prósent í Kauphöllinni í dag í kjölfar talsverðrar lækkunar upp á síðkastið. Gengi flestra fyrirtækja hækkaði. Á sama tíma lækkaði gengi allra færeysku félaganna auk þess sem gengi 365 og Marels lækkaði í dag. Mest var lækkunin á gengi Föroya banka sem fór niður um 2,91 prósent. Viðskipti innlent 29.11.2007 16:32
Forstjóri E-Trade hættur Mitchell H. Caplan, forstjóri fjármála- og verðbréfafyrirtækisins E-Trade, sagði upp störfum í dag og tekur uppsögnin þegar gildi. Fyrirtækið hefur átt í gríðarlegum vanda en það þurfti líkt og fleiri bandarískar fjármálastofnanir að afskrifa 197 milljónir dala, jafnvirði rúmra 12 milljarða króna, vegna bókfærðs taps á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið tryggði sér 2,4 milljarða dala fjármögnun í dag til að bæta eiginfjárstöðuna. Viðskipti erlent 29.11.2007 11:48
Eldur veldur hækkun olíuverðs Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um 1,65 prósent á fjármálamarkaði í dag eftir að eldur kviknaði í olíuleiðslu frá Kanada til Minnesota í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að skrúfað var fyrir olíuflutning um hana. Um fjórðungur af olíuinnflutningi Bandaríkjanna kemur um leiðsluna en reiknað er með að óhappið setji skarð í olíubirgðir Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 29.11.2007 10:30
Atlantic Airways einkavætt Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 28.11.2007 15:08
Hráolíuverð lækkar Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:54
Marel hækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni. Viðskipti innlent 28.11.2007 10:22
Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði. Viðskipti erlent 28.11.2007 10:03
Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum. Viðskipti erlent 27.11.2007 21:33
Fall hjá FL Group Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki. Viðskipti innlent 27.11.2007 17:39
Dregur úr væntingum vestanhafs Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum. Viðskipti erlent 27.11.2007 15:32
Færeyingar efstir og neðstir í Kauphöllinni Gengi fjármálafyrirtækja var að mestu uppávið í Kauphöll Íslands í dag eftir næsta viðvarandi skell í síðustu viku. Gengi bréfa í hinum færeyska Föroya banka hækkaði mest, eða um 4,5 prósent. Á eftir fylgdu Icelandair og Eimskipafélagið. Á eftir þeim fylgdu bankar og fjármálafyrirtæki en gengi þeirra hækkað um tæp eitt til rúmra 2,4 prósenta. Gengi Eik banka lækkaði hins vegar mest í dag, eða um rúm 1,8 prósent. Viðskipti innlent 26.11.2007 16:36
Viðsnúningur á erlendum mörkuðum Snarpur viðsnúningur varð á gengi helstu hlutabréfavísitalna á Vesturlöndum skömmu eftir hádegi í dag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs greindi frá því að líkur væru á að HSBC, einn af stærsti bönkum heims, gæti neyðst til þess að afskrifa tólf milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 760 milljarða íslenskra króna, útlán. Viðskipti erlent 26.11.2007 16:26
Minni hagvöxtur í Bretlandi Hagvöxtur í Bretlandi nam 0,7 prósentum á þriðja ársfjórðungi og mælist 3,2 prósent á ársgrundvelli. Það er 0,1 prósentustigi undir væntingum markaðsaðila Bloomberg. Viðskipti erlent 23.11.2007 18:48
Miklar sveiflur í Kauphöllinni Talsverðar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni í dag, ekki síst á fjármálafyrirtækjum og bönkum. Gengi hins færeyska Eikarbanka hækkaði um 3,8 prósent á meðan gengi 365 féll um 4,67 prósent. Viðskipti innlent 23.11.2007 16:32
Exista leiðir hækkun í dag Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Kauphöllinni í dag. Exista leiðir hækkunina en gengi bréfa fyrirtækisins hækkaði um 2,9 prósent. Bréfin féllu hins vegar um 5,8 prósent í gær. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 25,28 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar á þessu ári. Viðskipti innlent 23.11.2007 10:24
Atorka eignast tíu prósent í kínversku fyrirtæki Atorka hefur eignast um tíu prósenta hlut í Asia Environment Holdings (AENV), sem framleiðir vatnshreinsilausnir í Kína. Kaupverð nemur 1,1 milljarði króna en þau hafa staðið yfir undanfarnar vikur. Fyrirtækið er skráð í kauphöllina í Síngapúr. Viðskipti innlent 23.11.2007 09:21
Veikur dollar skaðar Airbus Óttast er að nokkuð viðstöðulaus veiking bandaríkjadals gagnvart helstu myntum, ekki síst evru og japanska jeninu, geti sett skarð í afkomutölur evrópska flugvélaframleiðandans Airbus. Þetta sagði Tom Enders, forstjóri félagsins, starfsmönnum fyrirtækisins á fundi í Hamborg í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 22:36
Exista féll í Kauphöllinni Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma. Viðskipti innlent 22.11.2007 16:39
Danir kjósa um evruna Danir munu kjósa á næstunni um það hvort þeir ætli að kasta dönsku krónunni fyrir róða og taka upp evru, gjaldmiðil evrusvæðisins. Þetta sagði Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, á fundi fulltrúa ríkisstjórnarflokkanna í dag. Viðskipti erlent 22.11.2007 15:52
Evrópskir markaðir á uppleið Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag eftir lækkun upp á síðkastið. Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum eru hins vegar lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðarinnar. Gengi dalsins dalaði frekar í dag gagnvart evru en fjárfestar telja líkur á að bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti frekar fyrir árslok og koma þannig í veg fyrir að þrengingar á fasteignalánamarkaði setji frekara skarð í þarlent efnahagslíf. Viðskipti erlent 22.11.2007 14:19
Krónan á opnu alþjóðahafi „Við erum úti á alþjóðlegum ólgusjó,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, um flökt á gengi íslensku krónunnar síðastliðna tvo daga en hún veiktist um rúm 1,25 prósent í gær. Flökt hefur verið á öðrum hávaxtamyntum. Viðskipti innlent 22.11.2007 12:09
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti