Vinnumarkaður Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Innlent 24.3.2021 00:02 Vond saga Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Skoðun 23.3.2021 19:50 Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir. Innlent 23.3.2021 19:45 Uppsagnir og lokanir hjá Kaffitári Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 23.3.2021 15:07 Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Innlent 22.3.2021 18:26 Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi. Innlent 22.3.2021 15:48 Hættum útvistun þegar í stað Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Skoðun 19.3.2021 15:01 Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Innlent 18.3.2021 12:41 Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatt Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Skoðun 17.3.2021 09:01 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. Atvinnulíf 17.3.2021 07:01 Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Innlent 16.3.2021 19:20 Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Skoðun 16.3.2021 11:30 Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Innlent 16.3.2021 11:30 Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Skoðun 16.3.2021 09:01 Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Erlent 15.3.2021 14:55 Stjórnvöld hafi reynt að blekkja félagið til að endurvekja SALEK Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ríkisstjórnina hafa reynt að blekkja félagið til að endurvekja SALEK-samkomulagið í formi Grænbókar. Hún kallar eftir skýringum frá stjórnvöldum. Innlent 14.3.2021 12:16 Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Innlent 13.3.2021 19:00 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. Innlent 13.3.2021 11:59 Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. Innlent 13.3.2021 11:21 Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. Innlent 12.3.2021 20:08 Barátta í 105 ár og enn skal barist Í dag eru 105 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og vil ég nota tækifærið og óska launafólki til hamingju með samstöðuna og árangurinn í rúma öld. Lífsgæðin eru allt önnur en þau voru en verkefnin eru enn þau sömu; að tryggja fólki mannsæmandi laun, gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum, lífsgæði í formi hvíldar og frítíma og tryggingar ef eitthvað út af ber. Skoðun 12.3.2021 14:30 Ragnar Þór endurkjörinn sem formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR. Hann hlaut 63 prósent atkvæða. Innlent 12.3.2021 14:06 „Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:12 Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. Innlent 11.3.2021 17:44 Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Atvinnulíf 11.3.2021 07:00 Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. Viðskipti innlent 11.3.2021 06:54 Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. Innlent 10.3.2021 20:25 Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. Innlent 10.3.2021 15:31 Launahækkun og þriggja milljóna króna eingreiðsla til Bjarna Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er með tæplega 2,9 milljónir á mánuði í laun eftir fimmtán prósent launahækkun sem tók gildi um mánaðamótin. Viðskipti innlent 10.3.2021 08:46 Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. Innlent 8.3.2021 15:00 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 99 ›
Máttu segja upp starfsmanni fyrir að baktala samstarfsmenn í einkaskilaboðum Borgarleikhúsinu var heimilt að segja upp starfsmanni sem vann sér til sakar að baktala samstarfsmenn við móður sína í einkaskilaboðum. Annar starfsmaður sá samskiptin á tölvu starfsmannsins, sem hafði verið skilin eftir opin, og greindi öðrum frá. Innlent 24.3.2021 00:02
Vond saga Í kjölfar þess að krónan hrundi og bankarnir féllu fyrir meir en tólf árum var gripið til umfangsmestu gjaldeyrishafta í manna minnum. Þetta var skammtíma neyðarráðstöfun, sem aðeins átti að gilda í nokkra mánuði. Heita má að einhugur hafi ríkt um þau ráð. Nær allir töldu þó að við yrðum að losna við höftin sem fyrst því til lengri tíma hindruðu þau sókn atvinnulífsins og héldu niðri lífskjörum. Eigi að síður tók fullan áratug að vinda ofan af þessum neyðaraðgerðum. Skoðun 23.3.2021 19:50
Logi segir ríkisstjórnina skauta fram hjá atvinnuleysinu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skauta framhjá atvinnuleysinu í fjármálaáætlun sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Atvinnuleysið væri aðal úrlausnarefnið eftir kórónuveirufaraldurinn og hefði áhrif flestar þjóðhagsstærðir. Innlent 23.3.2021 19:45
Uppsagnir og lokanir hjá Kaffitári Kaffitár hefur lokað kaffihúsi sínu í Bankastræti tímabundið og endanlega hætt rekstri í Þjóðminjasafninu. Þetta staðfestir Marta Rut Pálsdóttir, rekstrarstjóri kaffihúsa hjá Kaffitári, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 23.3.2021 15:07
Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Innlent 22.3.2021 18:26
Jóhann Gunnar tekur við af Þórunni í tvo mánuði Þórunn Sveinbjarnardóttir, fráfarandi formaður Bandalags háskólamanna (BHM), hefur gert samkomulag við stjórn BHM um starfslok sín en tilkynnt var í febrúar að hún myndi ekki bjóða sig fram á næsta aðalfundi. Innlent 22.3.2021 15:48
Hættum útvistun þegar í stað Um þessar mundir stendur yfir hringferð ASÍ um landið þar sem stjórnir aðildarfélaganna eru heimsóttar. Ég vil byrja á að þakka góðar móttökur, skemmtileg og krefjandi samtöl og brýningu til heildarsamtaka vinnandi fólks. Skoðun 19.3.2021 15:01
Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Innlent 18.3.2021 12:41
Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatt Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Skoðun 17.3.2021 09:01
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. Atvinnulíf 17.3.2021 07:01
Krafði ríkisstjórnina um kröftugri aðgerðir fyrir atvinnulausa Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir stjórnvöld þurfa að hreyfa sig hraðar og koma þeim sem hefðu verið atvinnulausir lengi til mun meiri aðstoðar en hingað til. Félagsmálaráðherra segir allar aðgerðir stjórnvalda miða við þetta og sú nýjasta sé sú viðamesta til sköpunar starfa. Innlent 16.3.2021 19:20
Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Skoðun 16.3.2021 11:30
Laun minna menntaðra hækkað meira en menntaðra Munur á launum þeirra sem einungis eru með grunnmenntun annars vegar og þeirra sem eru annað hvort með starfs- eða framhaldsmenntun eða háskólamenntun hins vegar minnkaði á tíu ára tímabili frá árinu 2009. Aldur ólíkra stétta ræður þó mestu um laun fólks. Innlent 16.3.2021 11:30
Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Skoðun 16.3.2021 09:01
Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Erlent 15.3.2021 14:55
Stjórnvöld hafi reynt að blekkja félagið til að endurvekja SALEK Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ríkisstjórnina hafa reynt að blekkja félagið til að endurvekja SALEK-samkomulagið í formi Grænbókar. Hún kallar eftir skýringum frá stjórnvöldum. Innlent 14.3.2021 12:16
Fresta uppsögnum 150 starfsmanna um mánuð Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð hafa ákveðið að fresta uppsögnum 150 starfsmanna hjúkrunarheimila um mánuð. Þau krefjast þess að velferðarnefnd Alþingis leysi úr þeirri óvissu sem nú ríki. Innlent 13.3.2021 19:00
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. Innlent 13.3.2021 11:59
Mál Þóru gegn Óperunni fær áfrýjunarleyfi hjá Landsrétti Landsréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni söngkonunnar Þóru Einarsdóttur í máli hennar á hendur Íslensku óperunni vegna meintra vangoldinna launa. Óperan var sýknuð í héraði en málið fær nú að fara fyrir Landsrétt. Innlent 13.3.2021 11:21
Skapa sjö þúsund ný störf með fimm milljarða innspýtingu Stjórnvöld hyggjast verja allt að fimm milljörðum til að skapa sjö þúsund ný tímabundin störf hér á landi. Félagsmálaráðherra segir mikilvægt að koma fólki í vinnu og virkja atvinnulíf til að skapa ný tækifæri. Innlent 12.3.2021 20:08
Barátta í 105 ár og enn skal barist Í dag eru 105 ár síðan Alþýðusamband Íslands var stofnað og vil ég nota tækifærið og óska launafólki til hamingju með samstöðuna og árangurinn í rúma öld. Lífsgæðin eru allt önnur en þau voru en verkefnin eru enn þau sömu; að tryggja fólki mannsæmandi laun, gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum, lífsgæði í formi hvíldar og frítíma og tryggingar ef eitthvað út af ber. Skoðun 12.3.2021 14:30
Ragnar Þór endurkjörinn sem formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson hefur verið endurkjörinn sem formaður VR. Hann hlaut 63 prósent atkvæða. Innlent 12.3.2021 14:06
„Það er ekki nóg að vera frændi einhvers eða hafa verið með honum í grunnskóla“ „Oftar er meira svigrúm til bæta fjárhagslega svigrúmið þitt með því að auka tekjurnar til skamms og meðallangs tíma. Ég vil ekki gera lítið úr því að þurfa að spara og ég er að gera það sjálfur en það er ekki síður mikilvægt að hugsa um það hvernig maður getur aukið tekjur sínar,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill og ráðningarráðgjafi hjá Góðum samskiptum. Viðskipti innlent 12.3.2021 11:12
Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. Innlent 11.3.2021 17:44
Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. Atvinnulíf 11.3.2021 07:00
Dregur úr atvinnuleysi á milli mánaða Almennt atvinnuleysi í febrúar var 11,4 prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig frá því í janúar þegar það mældist 11,6 prósent. Viðskipti innlent 11.3.2021 06:54
Segja það hafa verið mistök að greiða Rúmenunum Það var yfirsjón hjá Vinnumálastofnun að greiða kröfur starfsmanna í þrotabú Manna í vinnu, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni, og verður málsmeðferð greiðslnanna tekin til endurskoðunar hjá stofnuninni, þar sem hún virðist ekki í samræmi við lög. Innlent 10.3.2021 20:25
Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. Innlent 10.3.2021 15:31
Launahækkun og þriggja milljóna króna eingreiðsla til Bjarna Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er með tæplega 2,9 milljónir á mánuði í laun eftir fimmtán prósent launahækkun sem tók gildi um mánaðamótin. Viðskipti innlent 10.3.2021 08:46
Óvænt uppsögn eftir 26 ára starf reyndist ólögmæt Björn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun til 26 ára, segir skrýtið ef forstjóri stofnunarinnar komist upp með ólögmætar uppsagnir án þess að sæta einhverjum viðurlögum. Ríkislögmaður samdi við Björn og annan starfsmann til lengri tíma um greiðslu bóta upp á milljónir króna vegna uppsagnanna. Innlent 8.3.2021 15:00