Utanríkismál

Fréttamynd

Rit­höfundur ráðinn til varnar­mála­skrif­stofunnar

Halldór Armand rithöfundur hefur hafið störf hjá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Ekki er þó um jafndrastísk vistaskipti að ræða og mætti halda, en Halldór er menntaður í alþjóðalögum og hefur lengi haft áhuga á utanríkismálum.

Innlent
Fréttamynd

Átta utan­ríkis­ráðherrar for­dæma her­námið á Gasa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal utanríkisráðherra átta landa sem hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu þar sem ákvörðun ísraelskra stjórnvalda að útvíkka hernaðaraðgerðir sínar og hernám á Gasa er fordæmd. Kallað er eftir lausn allra gísla og að Hamas láti af stjórn Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Þungar á­hyggjur af „sí­versnandi stöðu Ís­lands“

Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu.

Innlent
Fréttamynd

Svar­grein: Ís­land á víst að í­huga aðild að ESB

Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði nýverið grein í Morgunblaðið þar sem hann sagði að „Ísland ætti ekki að íhuga aðild að ESB“. Það er sérkennileg nálgun, ekki síst í ljósi þess að flestar samanburðarþjóðir Íslands í Evrópu hafa talið hag sínum borgið innan þess samstarfs.

Skoðun
Fréttamynd

Fundur hafinn í utan­ríkis­mála­nefnd

Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Boðar fund um tolla Trumps og ESB

Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla Guð­laugs Þórs frá 2018: „Aðildar­við­ræðunum var ekki form­lega slitið“

Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls.

Innlent
Fréttamynd

Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin

Utanríkisráðherra Íslands segir ljóst að alþjóðasamfélagið þurfi að taka stærri skref eigi að koma á tveggja ríkja lausn Ísraels og Palestínu. Hún fundaði með Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og lagði áherslu á alþjóðalög og mannréttindi séu virt auk þess sem mannúðaraðstoð berist tafarlaust til Gasa.

Innlent
Fréttamynd

Setja þurfi meiri þunga í hags­muna­gæslu gagn­vart ESB

Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Vilja að ríkis­stjórnin leggi allt kapp í að af­stýra tollunum

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir þungum áhyggjum af áformum Evrópusambandsins um að leggja toll á kísiljárn frá Íslandi en eini kísiljárnframleiðandi Íslands er í sveitarfélaginu.  Sveitarstjórnin skorar á íslensk stjórnvöld að leggja allt kapp í að afstýra fyrirhuguðum áformum og ná samkomulagi við ESB.

Innlent
Fréttamynd

Segir af­komu hundraða ógnað með beinum hætti

Bæjarráð Akraness vill að ríkisstjórnin geri allt sem hún getur til að stöðva „óskiljanlega“ tolla sem Evrópusambandið hyggst leggja á ál frá Íslandi. Ráðið krefst fundar með ráðherrum og segir atvinnu og afkomu hundruða vera ógnað.

Innlent
Fréttamynd

„Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðar­fram­leiðslu“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, segir að áform ESB um nýja tolla gagnvart Íslandi og Noregi muni hafa gríðarleg áhrif á þarlendan iðnað. Þá hafi ekki verið minnst einu orði á fyrirætlanir Evrópusambandins á fundi utanríkismálanefndar í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

ESB leggur til tolla á Ís­land: „Þetta er bara til­laga sem er á borðinu“

Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn, meðal annars frá Íslandi og öðrum EES-ríkjum eins og Noregi. Skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um þetta af hálfu Evrópusambandsins, og segir að í kjölfar tillögunnar fari formlegt samtal EES-ríkjanna í hönd við Evrópusambandið varðandi verndartollana.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­sagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálf­krafa við að ganga inn í Evrópu­sam­bandið“

Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í at­vinnu­vega­nefnd

Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst.

Innlent