Noregur

Lögreglu tókst að stöðva tékkneskan Breivik í tæka tíð
Lögregluyfirvöld í Tékklandi hafa ákært mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárásir í landinu svipaðar þeim sem Anders Behring Breivik skipulagði í Osló og Útey 22. júlí í fyrra.

Lögreglustjórinn í Osló segir af sér
Øystein Mæland, lögreglustjóri í Osló, sagði af sér í kvöld í kjölfar skýrslu um hryðjuverkaárásir Anders Behring Breivik á Osló og Útey þann 22. júlí í fyrra. Lögreglan var gagnrýnd harðlega í skýrslunni meðal annars fyrir að nýta sér ekki þá tækni sem var til staðar til að koma í veg fyrir voðaverk Breivik sem og þann tíma sem það tók að komast út í Útey.

Maðurinn sem sá um yfirheyrslur yfir Breivik verið kallaður til
Leitin að hinni sextán ára gömlu Sigrid Scjetne sem hvarf sporlaust í Noregi síðustu viku hefur engan árangur borið. Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað lögreglu við leitina en einn helsti sérfræðingur landsins á sviði réttarsálfræði og yfirheyrslna hefur verið kallaður til.

Norskt dagblað vill Stoltenberg burt
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ætti að segja af sér embætti vegna sannleiksskýrslunnar um hryðjuverkin í Noregi í fyrra, að mati leiðarahöfundar norska blaðsins Verdens Gang.

Útilokar ekki afsögn vegna sannleiksskýrslunnar
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segist miður sín yfir því að björgunaraðgerðir hafi tekið of langan tíma þann 22. júlí í fyrra og að Anders Behring Breivik skyldi ekki hafa verið handtekinn fyrr en raunin varð. Þetta sagði hann á blaðamannafundi eftir að sannleiksskýrsla um atburðina var birt í dag. Hann lofar því að styrkja björgunarlið.

Hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin
Það hefði mátt koma í veg fyrir hryðjuverkin í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var stjórnvöldum þar í landi í dag. Eins og kunnugt er varð fjöldamorðinginn Breivik 77 manns að bana. Skýrslan var birt á Netinu klukkan eitt að norskum tíma eða ellefu að íslenskum tíma. Helsta niðurstaðan er sú að með því að beita öryggisráðstöfunum sem norsk yfirvöld höfðu þegar tileinkað sér hefði verið hægt að koma í veg fyrir hryðjuverkin.

Upplýsingum um Breivik haldið leyndum í 60 ár
Stærstur hluti þeirra upplýsinga sem norsk yfirvöld hafa um fjöldamorðingjann Anders Behring Breivik og ástæðurnar að baki morðunum í Ósló og í Útey í fyrra munu ekki birtast almenningi fyrr en eftir sextíu ár. Þetta kemur fram á vef Jyllands Posten í dag. Ný skýrsla um atburðina verður kynnt yfirvöldum í dag og verður haldinn blaðamannafundur í framhaldi af því. Skýrslan lak í fjölmiðla á föstudag, en þar kemur meðal annars fram hörð gagnrýni á viðbrögð lögreglunnar þennan örlagaríka dag.

Norska lögreglan gagnrýnd fyrir viðbrögð við fjöldamorðunum
Norska lögreglan er harðlega gagnrýnd í svokallaðri 22. júlí skýrslu, sem fjallar um viðbrögð við fjöldamorðunum í Osló og Útey í fyrra. Þá varð Anders Behring Breivik 77 manns að bana. Skýrslunni var lekið í fjölmiðla og birtu þeir helstu atriði hennar í morgun.

Pabbi Breiviks skrifar bók um hann
Pabbi Anders Behring Breivik ætlar að skrifa bók um son sinn. Pabbinn heitir Jens Breivik er 76 ára gamall og býr í Frakklandi. Breivik myrti, sem kunnugt er, 76 í Osló og Útey í Noregi þann 22. júlí í fyrra. Hann hefur staðfest við útvarpsstöðina P4 í Noregi að hann hyggist skrifa bók um soninn. "Já, það passar, en ég vil ekki tjá mig neitt um það," segir hann í samtali við P4. P4 hefur verið í sambandi við stærstu bókaforlög í Noregi, en enginn af þeim hefur fengið handrit frá pabba Breiviks. Forlögin eru þó mjög áhugasöm um að ræða við hann.

Eiginlega ómögulegt að fjarlægja ræðu Breivik af netinu
Þar sem að upptaka af ræðu Breivik er á annað borð komin á netið verður mjög erfitt ef ekki ómögulegt að fjarlægja hana aftur segir ritstjóri norsku sjónvarpsstöðvarinnar NRK.

Breivik fluttur í annað fangelsi
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var fluttur úr Ila fangelsinu í Skien fangelsið í gær. Þetta staðfesti Geir Lippestad, verjandi Breiviks, í samtali við norska ríkisútvarpið. Lippestad segir að hann hafi verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld bæði fyrir og eftir flutningana og hafi fengið þær fréttir að flutningarnir hafi gengið vel.

Versta fjöldamorð norðurlanda á okkar tímum
Fjöldamorðin í stjórnarráðshverfinu í Ósló og Útey eru þau versta á norðurlöndum á okkar tímum. Ljóst er að voðaverkin eru afrakstur margra ára undirbúnings Anders Behring Breivik. Afleiðinga þeirra verður þó fundið um ókominn ár.

"Þetta var erfitt en líka ofboðslega gott"
Norðmenn minntust þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem viðstödd var minningarathöfn í Útey í dag segir daginn hafa verið óraunverulegan.

Þeir sem fórust í Osló mega ekki gleymast
Þakklæti var Eskil Pedersen, formanni AUF, ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins, ofarlega í huga þegar hann ávarpaði Norðmenn við minningarguðþjónustu í Osló í morgun.

Fólk lítur björtum augum til framtíðar
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242. Formaður ungra jafnaðarmanna sem verður viðstödd minningarathöfn í Útey í dag segir fólk líta björtum augum til framtíðarinnar og vilja halda hugsjónum þeirra sem voru drepnir á lofti.

Norsk gildi sigruðu Breivik
Norðmenn minnast þess í dag að eitt ár er liðið frá voðaverkunum í Útey og Osló þar sem fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik drap 77 manns og særði 242.

Undirbúa sig fyrir að minnast látinna vina
Ungliðar í norska verkamannaflokknum undirbúa sig nú undir að minnast þess að á sunnudag er liðið eitt ár frá því að Anders Behring Breivik myrti 77 manns í Útey og í Osló. Eins og fram kom á Vísi fyrir fáeinum dögum verður Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, viðstödd minningarathöfn í Útey. Guðrún flaug til Noregs í morgun.

Verður erfitt að minnast voðaverkanna í Útey
Næsta sunnudag verður ár liðið frá voðaverkunum í Útey, þegar 77 manns létust í árásum fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik á stjórnarráðsbyggingar í Osló og sumarbúðir ungliða Verkamannaflokksins í Útey. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ætla að minnast atburðanna í Minningarlundinum í Vatnsmýri á sunnudagskvöld klukkan hálfníu. Þar verða flutt ávörp og tónlist. Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, mun verða viðstödd minningarathöfn í Útey.

Rándýrt ef Breivik verður talinn ósakhæfur
Ef Anders Behring Breivik verður úrskurðaður ósakhæfur mun það kosta norska ríkið stórfé að vista hann á sérhannaðri einkaréttargeðdeild.

Krafðist sýknu við lok réttarhaldanna
Tíu vikna réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik lauk fyrir rétti í Ósló í gær. Breivik hélt lokaávarpið í réttarhöldunum þar sem hann krafðist þess að vera látinn laus og hélt því fram að sagan myndi hreinsa hann af áburði. Fjölmargir áhorfendur í salnum yfirgáfu hann áður en Breivik hóf að tala.

Breivik varar við því að skoðanabræður sínir geri árásir
Fjöldi fólks sem viðstaddur var réttarhöldin yfir Anders Behring Brevik, norska fjöldamorðingjanum, yfirgaf dómhúsið þegar Breivik var gefinn kostur á að tjá sig um réttarhöldin undir lok þeirra í dag. Salurinn hafði áður verið fullur af áhorfendum.

Lokadagur réttarhaldanna yfir Breivik
Lokadagur réttarhaldanna yfir norska fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik fer fram í dag með því að verjendur flytja mál sitt og Breivik sjálfur gefur lokayfirlýsingu. Verjendur Anders Behring Breivik færa í málflutningi sínum rök fyrir því að hann sé heill á geði og eigi því að vera dæmdur í fangelsi. Í gær færðu sækjendur hins vegar rök fyrir því að hann eigi að vera dæmdur vanheill og eigi þar með að vistast á réttargeðdeild. Breivik hefur sjálfur viðurkennt að hafa orðið 77 manns að bana og sært meira en 240 þann 22. júlí í fyrra.


Lokamálflutningur að hefjast í máli Breivik
Réttarhöldunum yfir Anders Breivik fer nú senn að ljúka. Ríkissaksóknarar Svein Holden og Inga Bejer Engh munu í dag hefja loka málflutning í máli Anders Breivik og færa rök fyrir sekt hans.

Breivik fær fjölda ástarbréfa
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur fengið ástarbréf og stuðningsyfirlýsingar í fangelsið þar sem hann dvelur. Hann hefur sýnt sálfræðingi sínum nokkur þeirra.

Íslenskur geðlæknir bar vitni í Breivik-málinu
Íslenskur geðlæknir hafði yfirumsjón með því að meta Anders Behring Breivik. Læknirinn, sem heitir María Sigurjónsdóttir, bar vitni fyrir réttinum í morgun. Þar sagði hún, samkvæmt frásögn norska blaðsins VG, að teymi geðheilbrigðisstarfsfólks sem sá um að vakta Breivik allan sólarhringinn í þrjár vikur í febrúar síðastliðnum hafi fundist sem Breivik væri að reyna að sannfæra þau um hugmyndafræði sína.

Vildi ekkert ræða tölvuleikina
Anders Behring Breivik neitaði að svara í dómsal í Ósló í gær, þegar til stóð að spyrja hann um tölvuleikinn World of Warcraft, sem hann spilaði í gríð og erg meðan hann var að undirbúa fjöldamorðin síðastliðið sumar.

Dómari í Breivik málinu spilaði kapal í réttarsal
Dómari í Breivik málinu sást í dag leggja kapal í tölvunni sinni meðan á vitnaleiðslum stóð. Á mynd sem birtist í norskum fjölmiðlum sést Ernst Henning Eielsen, einn af fimm dómurum í málinu, leika sér í tölvukapalnum solitaire. "Fólk hefur mismunandi leiðir til að halda sér einbeittu," sagði talskona réttarins í fjölmiðlum í dag, en myndin hefur vakið töluverða athygli. "Dómararnir fylgjast gaumgæfilega með öllu því sem fram kemur fyrir réttinum."

Varði átta milljónum í ódæðin
NoregurFjöldamorðinginn Anders Behring Breivik eyddi alls um 390 þúsund norskum krónum, sem nemur rúmum 8,3 milljónum íslenskra króna, í skipulag og framkvæmd ódæðanna í fyrrasumar. Þetta kom fram við réttarhöldin í gær.

Breivik sagður hafa tekið inn lyfjakokteil
Talið er að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi tekið inn blöndu af örvandi lyfjum stuttu áður en hann framdi ódæðisverk sín í júlí á síðasta ári.