Trúmál

Fréttamynd

Umdeildur kardínáli: Trump er villimaður kristinna manna

Donald Trump er villimaður en hann er „okkar villimaður,“ segir kardinálinn George Pell í bókinni Prison Journal, sem fjallar meðal annars um þá 404 daga sem honum var haldið í einangrun eftir að hann var fundinn sekur um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Erlent
Fréttamynd

Hvernig eru jól á spítala?

Við sem sinnum sálgæslu, sjúkrahúsprestar- og djákni á Landspítala, fáum iðulega þær spurningar í tengslum við jól og aðventu hvort hægt sé að halda jól á spítala og hvernig slík jól séu. Eins deilir fólk vangaveltum sínum um það hvort jólin geti yfirhöfuð komið til þeirra sem dvelja á sjúkrahúsi um hátíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Ágúst og Einar neituðu sök og krefjast frávísunar

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem stýra trúfélaginu Zuism neituðu sök í máli héraðssaksóknara gegn þeim við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ágúst Arnar og Einar sæta ákæru fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna meint „ástarjíhad“ á Indlandi

Fjórar ríkisstjórnir á Indlandi hafa heitið því að samþykkja ný lög til þess að gera fólki af ólíkum trúarbrögðum erfiðara að gifta sig. Aðgerðirnar eru sagðar byggjast á stoðlausri samsæriskenningu um að karlar af íslamstrú reyni nú meðvitað að giftast konum af hindúatrú til þess að snúa þeim til íslams.

Erlent
Fréttamynd

Sál­gæsla hinna verald­legu Norður­landa

Mig langar að byrja á því að þakka séra Skúla S. Ólafssyni fyrir svar sitt við grein minni frá 22. nóvember. Fyrst langar mig að nefna að þegar ég tala um hlekki þjóðkirkju í upprunalegu greininni minni þá er verið að tala um að fólk sé í hlekkjum vanans og sé þess vegna skráð í Þjóðkirkjuna af gömlum vana.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðkirkjan og norræna módelið

Sveinn Atli Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt talar um þjóðkirkjuna í pistli á Vísi. Hann segir Íslendinga vera í „hlekkjum“ hennar og bendir á að Siðmennt sé möguleiki fyrir fólk „til að losna úr viðjum kirkjunnar og til nútímalegri valkosts“.

Skoðun
Fréttamynd

Verald­leg þjóð í hlekkjum þjóð­kirkju

Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York

Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum.

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk

Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana.

Erlent
Fréttamynd

Zúistum fækkaði um fimmtung

Félögum í Zuism, umdeildu trúfélagi, hefur fækkað um tæplega fimmtung frá því í byrjun desember og er það hlutfallslega mesta fækkun í nokkru trú- eða lífsskoðunarfélagi á tímabilinu. Rúmlega þúsund manns gengu úr þjóðkirkjunni á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

3,8 milljarðar króna til Þjóðkirkjunnar

Framlög til þjóðkirkjunnar árið 2021 nema 3,85 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaðir vegna eyði­leggingar Babri-moskunnar í Ayodhya

Dómstóll í Indlandi hefur sýknað leiðtoga úr röðum stjórnarflokksins BJP af ákæru um að hafa átt þátt í eyðileggingu Babri-moskunnar í bænum Ayodhya árið 1992. Um tvö þúsund manns dóu í átökum í kjölfar eyðileggingarinnar.

Erlent