Kauphöllin

Fréttamynd

Áhugi erlendra fjárfesta glæðist á ný

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir eftirsóknarvert fyrir erlenda fjárfesta að leggja fé í íslensk verðbréf. Fylgni íslenska markaðarins við hinn alþjóðlega sé lítil. Fossar markaðir stefna á að halda fjárfestadag beggja vegna Atlantshafsins einu sinni á ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyptu í Marel fyrir 1.350 milljónir

Erlendir fjárfestingarsjóðir, sem komu fyrst inn í hluthafahóp Marels í útboði í júní, bættu við sig um 2,3 milljónum hluta að nafnverði í félaginu í síðasta mánuði, eða fyrir um 1.350 milljónir króna miðað við núverandi gengi bréfa Marels.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta

Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupir hlutafé í Alvotech

Fjárfestingafélagið Yas Holding hefur gert samkomulag við Alvotech um kaup á nýju hlutafé og samstarfssamning um þróun, framleiðslu og sölu líftæknilyfja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sáralítið streymir inn á markaðinn

Heildarfjárfesting Íslendinga í erlendum verðbréfum hefur numið 130 milljörðum það sem af er ári en á sama tímabili hafa ­útlendingar aðeins fjárfest fyrir 3 milljarða í íslenskum verðbréfum. Útflæðið setur þrýsting á að viðhalda viðskiptajöfnuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Standa uppi í hárinu á alþjóðlegum risa

Verðbréfamiðstöð Íslands er fullfjármögnuð eftir hlutafjáraukningu. Innviðir er með meirihluta í félaginu að henni lokinni. Ekki tókst að knýja fram gjaldskrárlækkanir og því var ákveðið að stofna aðra verðbréfamiðstöð.

Viðskipti innlent