Fréttir Bílainnflutningur dregst hratt saman Bílainnflutningur hefur dregist hratt saman síðustu vikurnar og voru innan við þúsund nýir fólksbílar skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er langt innan við meðaltal síðustu missera. Innlent 9.11.2006 12:02 Embættisafglöp ráðamanna Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust. Innlent 9.11.2006 12:20 Fórnarlömb árása Ísraels borin til grafar Tugþúsundir Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum árásar Ísraela í Beit Hanoun í fyrrinótt til grafar í morgun. Átján manns létust í árásinni, þar á meðal fjölmargar konur og börn. Yfir höfðum syrgjenda sveimuðu ómannaðar ísraelskar eftirlitsflugvélar. Erlent 9.11.2006 12:19 Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Bankastjórn Englandsbanka ákvað að hækka stýrivexti um 25 punkta að loknu fundi Peningamálanefndar í dag. Stýrivextirnir standa nú í 5 prósentum. Greiningaraðilar bjuggust flestir við hækkuninni. Viðskipti erlent 9.11.2006 12:09 Umræðan ekki „kosningabrella“ hjá Frjálslyndum Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir niðurstöður í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna ekki koma á óvart. Hann segir Frjálslynda hafa fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Þá segir hann ekki um „kosningabrellu“ að ræða, frjálslyndir hafi einfaldlega talað máli stórs hluta þjóðarinnar í málefnum innflytjenda. Í könnunninni mælist Frjálslyndi flokkurinn með ellefu prósenta fylgi og er það mesta fylgi sem hann hefur fengið til þessa. Innlent 9.11.2006 12:06 Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Erlent 9.11.2006 11:57 Líðan fólks sem bjargað var úr eldsvoða óbreytt Líðan mannsins og konunnar sem bjargað var úr eldsvoða í Ferjubakka í Reykjavík í fyrradag er óbreytt. Þeim er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan, sem ofbeldismaður stakk með hnífi og kveikti í heimili hennar á Húsavík, er á batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæslu í fyrradag og er nú á almennri deild. Innlent 9.11.2006 11:52 Hagnaður Lenovo minnkar um helming Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo skilaði 43,09 milljóna dala hagnaði á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í septemberlok. Þetta svarar til 2,9 milljarða króna sem er 53 prósentum minna en fyrir ári. Samdrátturinn er að mest kominn til vegna kaupa Lenovo á tölvuframleiðsluhluta IBM í fyrra. Viðskipti erlent 9.11.2006 11:48 Um 500 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Tæplega 500 manns hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins. Fimmtán sækjast eftir sæti á lista flokksins, þar á meðal allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Innlent 9.11.2006 11:24 Líkur á hærri stýrivöxtum í Bretlandi Seðlabanki Englands ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi í dag. Greiningaraðilar telja flestir að bankinn hækki vexti um 25 punkta og fari þeir úr 4,75 prósentum í 5 prósent til að slá á hækkandi verðbólgu í landinu. Viðskipti erlent 9.11.2006 11:16 Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga. Innlent 9.11.2006 11:12 Eitt barn og einn hundur Fyrst ákváðu kínversk stjórnvöld að hjón mættu aðeins eiga eitt barn, og nú hefur verið ákveðið að hver fjölskylda megi aðeins eiga einn hund. Erlent 9.11.2006 11:01 Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Innlent 9.11.2006 10:49 Tap Napster minnkar milli ára Nettónlistarveitan Napster, skilaði 9 milljóna dala taprekstri á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 614 milljóna króna taprekstrar á tímabilinu sem þó er nokkuð minna en á sama tíma fyrir ári. Eigendur Napster leitast við að sameinast öðru fyrirtæki eða selja það. Viðskipti erlent 9.11.2006 10:30 Barnalúgur á sjúkrahúsi Japanskt sjúkrahús ætlar að útbúa barnalúgu, þar sem mæður geta stungið inn börnum sem þær vilja ekki eða geta ekki annast. Börnunum verður svo komið í fóstur. Erlent 9.11.2006 10:28 Kalkofnsvegur opnaður á ný eftir þrengingar Kalkofnsvegur var í morgun opnaður á ný eftir þrengingar síðustu daga og er nú tvær akreinar í hvora átt. Hann var á dögunum þrengdur þegar á milli Lækjargötu og Faxagötu þegar nýtt frárennslisrör var lagt samhliða Kalkofnsvegi að Hverfisgötu. Innlent 9.11.2006 10:16 Búist við töluverðu hvassviðri í kvöld og nótt Seint í kvöld og síðan í nótt má búast við talsvert hvössu veðri á landinu. Eru horfur á að vindhraðinn verði á bilinu 18-25 m/s þegar hvassast er með talsvert hærri vindhraða í hviðum eða allt að 40 m/s. Hvassast verður sunnan til í nótt en á morgun hvessir einnig vestan og norðvestan til á landinu samhliða því að vindur snýr sér til vesturs og norðvesturs. Innlent 9.11.2006 10:06 Danske Bank gerir risakaup í Finnlandi Danski bankinn Danske Bank hefur keypt finnska bankann Sampo Bank fyrir 30,1 milljarða danskra króna eða rúmlega 352 milljarða íslenskra króna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Peter Straarup, forstjóra Danske Bank, kaupin í samræmi við stefnu bankans um starfsemi í Norður-Evrópu. Viðskipti erlent 9.11.2006 10:02 Segir rétt hjá Rumsfeld að segja af sér Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Damerkur, segir það rétta ákvörðun hjá Donald Rumsfeld að segja af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í kjölfar slæmrar útreiðar Repúblikanaflokksins í þingkosningum í Bandaríkjunum í fyrradag. Erlent 9.11.2006 09:58 Forsætisráðherra Noregs knúsar aðeins konur Forsætisráðherra Noregs knúsar bara konur. Þetta kom fram í afmæli menntamálaráðherra landsins, á dögunum. Erlent 9.11.2006 09:54 Aukið tap hjá DeCode DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 23,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1,6 milljörðum króna, á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljónir dala tap eða tæplega 778 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Tap móðurfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 62,2 milljónum dala eða 4,2 milljörðum króna sem er 1,4 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam tapið 2,8 milljörðum. Viðskipti innlent 9.11.2006 09:43 Spilling í Írak kostar landið milljarða á ári Spilling innan íröksku ríkisstjórnarinnar kostar landið milljarða dollara ári og hluti fjárins rennur til andófsmanna í landinu. Þetta segir Stuart Bowen, bandarískur erindreki sem hefur eftirlit með uppbyggingu í landinu. Erlent 9.11.2006 09:33 Íhuga kosti við að vinna saman Sameinuðu þjóðirnar íhuga að blanda saman sveitum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði og sveitum Afríkusambandsins. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði í Súdan hafa mætt mikilli andstöðu. Sveitir Afríkusambandsins hafa takmarkað fjármagn og eru illa útbúnar. Sameinaðar sveitir gætu nýtt styrkleika beggja og náð þannig betri árangri. Erlent 8.11.2006 23:39 Ungir fjölmenntu á kjörstaði Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem mætti á kjörstaði í gær hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Í kringum 24% kosningabærra Bandaríkjamanna undir þrítugu kaus í þingkosningunum í gær. Talið er að þróun mála í Írak hafi ýtt á hópinn að kjósa og tryggja Demókrötum meirihluta á þingi. Erlent 8.11.2006 23:01 Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. Erlent 8.11.2006 22:24 Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér. Erlent 8.11.2006 22:00 Vatíkanið fordæmir Gleðigöngu samkynhneigðra Vatíkanið hefur fordæmt Gleðigöngu samkynhneigðra sem halda á í Jerúsalem í Ísrael á föstudaginn kemur. Vatíkanið telur gönguna særandi í garð trúaðra og hvetur yfirvöld í Ísrael til að koma í veg fyrir gönguna. Erlent 8.11.2006 21:20 Guðjón vill ekki hitta sendiherra Ísraels Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels. Þingflokkur Frjálslynda flokksins sendi í dag sendiráði í Ísraels í Noregi tilkynningu um þetta. Ástæðan eru aðgerðir Ísraelshers á Gaza. Þeir Guðjón Arnar og Miryam Shomart ætluðu að funda í Reykjavík 15. nóvember næstkomandi. Innlent 8.11.2006 20:39 Viðurkenndi að stefnan í málefnum Íraks virki ekki nógu vel George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt fyrr í dag að stefna Bandaríkjamanna í málefnum Íraks væri ekki að virka nógu vel og ekki nógu hratt. Erlent 8.11.2006 20:12 Demókratar hafa tryggt sér Montana Demókrataflokkurinn hefur tryggt sér öldunadeildarþingsæti í Montana en ekki er talin þörf á endurtalningu þar eins og líklegt var talið fyrr í dag. Þar með hafa Demókratar bætt við sig fimm öldungadeildarþingsætum og vantar aðeins eitt þingsæti til að ná völdum í Öldungadeildinni. Erlent 8.11.2006 19:35 « ‹ 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Bílainnflutningur dregst hratt saman Bílainnflutningur hefur dregist hratt saman síðustu vikurnar og voru innan við þúsund nýir fólksbílar skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er langt innan við meðaltal síðustu missera. Innlent 9.11.2006 12:02
Embættisafglöp ráðamanna Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust. Innlent 9.11.2006 12:20
Fórnarlömb árása Ísraels borin til grafar Tugþúsundir Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum árásar Ísraela í Beit Hanoun í fyrrinótt til grafar í morgun. Átján manns létust í árásinni, þar á meðal fjölmargar konur og börn. Yfir höfðum syrgjenda sveimuðu ómannaðar ísraelskar eftirlitsflugvélar. Erlent 9.11.2006 12:19
Stýrivextir hækkaðir í Bretlandi Bankastjórn Englandsbanka ákvað að hækka stýrivexti um 25 punkta að loknu fundi Peningamálanefndar í dag. Stýrivextirnir standa nú í 5 prósentum. Greiningaraðilar bjuggust flestir við hækkuninni. Viðskipti erlent 9.11.2006 12:09
Umræðan ekki „kosningabrella“ hjá Frjálslyndum Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir niðurstöður í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna ekki koma á óvart. Hann segir Frjálslynda hafa fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Þá segir hann ekki um „kosningabrellu“ að ræða, frjálslyndir hafi einfaldlega talað máli stórs hluta þjóðarinnar í málefnum innflytjenda. Í könnunninni mælist Frjálslyndi flokkurinn með ellefu prósenta fylgi og er það mesta fylgi sem hann hefur fengið til þessa. Innlent 9.11.2006 12:06
Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. Erlent 9.11.2006 11:57
Líðan fólks sem bjargað var úr eldsvoða óbreytt Líðan mannsins og konunnar sem bjargað var úr eldsvoða í Ferjubakka í Reykjavík í fyrradag er óbreytt. Þeim er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan, sem ofbeldismaður stakk með hnífi og kveikti í heimili hennar á Húsavík, er á batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæslu í fyrradag og er nú á almennri deild. Innlent 9.11.2006 11:52
Hagnaður Lenovo minnkar um helming Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo skilaði 43,09 milljóna dala hagnaði á fyrri helmingi rekstrarársins, sem lauk í septemberlok. Þetta svarar til 2,9 milljarða króna sem er 53 prósentum minna en fyrir ári. Samdrátturinn er að mest kominn til vegna kaupa Lenovo á tölvuframleiðsluhluta IBM í fyrra. Viðskipti erlent 9.11.2006 11:48
Um 500 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Tæplega 500 manns hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins. Fimmtán sækjast eftir sæti á lista flokksins, þar á meðal allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Innlent 9.11.2006 11:24
Líkur á hærri stýrivöxtum í Bretlandi Seðlabanki Englands ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi í dag. Greiningaraðilar telja flestir að bankinn hækki vexti um 25 punkta og fari þeir úr 4,75 prósentum í 5 prósent til að slá á hækkandi verðbólgu í landinu. Viðskipti erlent 9.11.2006 11:16
Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga. Innlent 9.11.2006 11:12
Eitt barn og einn hundur Fyrst ákváðu kínversk stjórnvöld að hjón mættu aðeins eiga eitt barn, og nú hefur verið ákveðið að hver fjölskylda megi aðeins eiga einn hund. Erlent 9.11.2006 11:01
Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela Íslensk stjórnvöld fordæma árásir Ísraela á íbúðabyggð í Beit Hanoun í fyrrinótt, en þar féllu 18 óbreyttir borgarar, margir hverjir konur og börn auk þess sem tugir særðust. Þetta kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, starfandi utanríkisráðherra, á Alþingi í morgun. Innlent 9.11.2006 10:49
Tap Napster minnkar milli ára Nettónlistarveitan Napster, skilaði 9 milljóna dala taprekstri á þriðja ársfjórðungi. Þetta svarar til 614 milljóna króna taprekstrar á tímabilinu sem þó er nokkuð minna en á sama tíma fyrir ári. Eigendur Napster leitast við að sameinast öðru fyrirtæki eða selja það. Viðskipti erlent 9.11.2006 10:30
Barnalúgur á sjúkrahúsi Japanskt sjúkrahús ætlar að útbúa barnalúgu, þar sem mæður geta stungið inn börnum sem þær vilja ekki eða geta ekki annast. Börnunum verður svo komið í fóstur. Erlent 9.11.2006 10:28
Kalkofnsvegur opnaður á ný eftir þrengingar Kalkofnsvegur var í morgun opnaður á ný eftir þrengingar síðustu daga og er nú tvær akreinar í hvora átt. Hann var á dögunum þrengdur þegar á milli Lækjargötu og Faxagötu þegar nýtt frárennslisrör var lagt samhliða Kalkofnsvegi að Hverfisgötu. Innlent 9.11.2006 10:16
Búist við töluverðu hvassviðri í kvöld og nótt Seint í kvöld og síðan í nótt má búast við talsvert hvössu veðri á landinu. Eru horfur á að vindhraðinn verði á bilinu 18-25 m/s þegar hvassast er með talsvert hærri vindhraða í hviðum eða allt að 40 m/s. Hvassast verður sunnan til í nótt en á morgun hvessir einnig vestan og norðvestan til á landinu samhliða því að vindur snýr sér til vesturs og norðvesturs. Innlent 9.11.2006 10:06
Danske Bank gerir risakaup í Finnlandi Danski bankinn Danske Bank hefur keypt finnska bankann Sampo Bank fyrir 30,1 milljarða danskra króna eða rúmlega 352 milljarða íslenskra króna. Danska dagblaðið Berlingske Tidende hefur eftir Peter Straarup, forstjóra Danske Bank, kaupin í samræmi við stefnu bankans um starfsemi í Norður-Evrópu. Viðskipti erlent 9.11.2006 10:02
Segir rétt hjá Rumsfeld að segja af sér Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Damerkur, segir það rétta ákvörðun hjá Donald Rumsfeld að segja af sér sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í kjölfar slæmrar útreiðar Repúblikanaflokksins í þingkosningum í Bandaríkjunum í fyrradag. Erlent 9.11.2006 09:58
Forsætisráðherra Noregs knúsar aðeins konur Forsætisráðherra Noregs knúsar bara konur. Þetta kom fram í afmæli menntamálaráðherra landsins, á dögunum. Erlent 9.11.2006 09:54
Aukið tap hjá DeCode DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tapaði 23,6 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1,6 milljörðum króna, á þriðja fjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljónir dala tap eða tæplega 778 milljónir króna, á sama tíma í fyrra. Tap móðurfélagsins á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 62,2 milljónum dala eða 4,2 milljörðum króna sem er 1,4 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra en þá nam tapið 2,8 milljörðum. Viðskipti innlent 9.11.2006 09:43
Spilling í Írak kostar landið milljarða á ári Spilling innan íröksku ríkisstjórnarinnar kostar landið milljarða dollara ári og hluti fjárins rennur til andófsmanna í landinu. Þetta segir Stuart Bowen, bandarískur erindreki sem hefur eftirlit með uppbyggingu í landinu. Erlent 9.11.2006 09:33
Íhuga kosti við að vinna saman Sameinuðu þjóðirnar íhuga að blanda saman sveitum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði og sveitum Afríkusambandsins. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði í Súdan hafa mætt mikilli andstöðu. Sveitir Afríkusambandsins hafa takmarkað fjármagn og eru illa útbúnar. Sameinaðar sveitir gætu nýtt styrkleika beggja og náð þannig betri árangri. Erlent 8.11.2006 23:39
Ungir fjölmenntu á kjörstaði Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem mætti á kjörstaði í gær hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Í kringum 24% kosningabærra Bandaríkjamanna undir þrítugu kaus í þingkosningunum í gær. Talið er að þróun mála í Írak hafi ýtt á hópinn að kjósa og tryggja Demókrötum meirihluta á þingi. Erlent 8.11.2006 23:01
Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. Erlent 8.11.2006 22:24
Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér. Erlent 8.11.2006 22:00
Vatíkanið fordæmir Gleðigöngu samkynhneigðra Vatíkanið hefur fordæmt Gleðigöngu samkynhneigðra sem halda á í Jerúsalem í Ísrael á föstudaginn kemur. Vatíkanið telur gönguna særandi í garð trúaðra og hvetur yfirvöld í Ísrael til að koma í veg fyrir gönguna. Erlent 8.11.2006 21:20
Guðjón vill ekki hitta sendiherra Ísraels Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels. Þingflokkur Frjálslynda flokksins sendi í dag sendiráði í Ísraels í Noregi tilkynningu um þetta. Ástæðan eru aðgerðir Ísraelshers á Gaza. Þeir Guðjón Arnar og Miryam Shomart ætluðu að funda í Reykjavík 15. nóvember næstkomandi. Innlent 8.11.2006 20:39
Viðurkenndi að stefnan í málefnum Íraks virki ekki nógu vel George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í ræðu sem hann hélt fyrr í dag að stefna Bandaríkjamanna í málefnum Íraks væri ekki að virka nógu vel og ekki nógu hratt. Erlent 8.11.2006 20:12
Demókratar hafa tryggt sér Montana Demókrataflokkurinn hefur tryggt sér öldunadeildarþingsæti í Montana en ekki er talin þörf á endurtalningu þar eins og líklegt var talið fyrr í dag. Þar með hafa Demókratar bætt við sig fimm öldungadeildarþingsætum og vantar aðeins eitt þingsæti til að ná völdum í Öldungadeildinni. Erlent 8.11.2006 19:35
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent