Innlent

Guðjón vill ekki hitta sendiherra Ísraels

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson. MYND/Stefán

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur aflýst fyrirhugðum fundi með Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels. Þingflokkur Frjálslynda flokksins sendi í dag sendiráði í Ísraels í Noregi tilkynningu um þetta. Ástæðan eru aðgerðir Ísraelshers á Gaza. Þeir Guðjón Arnar og Miryam Shomart ætluðu að funda í Reykjavík 15. nóvember næstkomandi.

Flokkurinn vill með þessu fordæma aðgerðir Ísraelshers gegn óbreyttum borgurum í Palestínu. Þingmennirnir telja árás Ísraelshers á Beit Hanoun á Gaza strönd í morgun, þar sem óbreyttir borgarar létu lífið, hryllilega. Þingflokkur Frjálslynda flokksins krefst þess að ríkisstjórn Íslands mótmæli harðlega, og með formlegum hætti, stefnu Ísraels gegn þeim sem búa í Palestínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×