Fréttir Framkvæmdastjóraskipti hjá Icelandic Group Icelandic Group og Dr. Norbert Engberg framkvæmdastjóri dótturfélaganna Pickenpack H&H og Pickenpack Gelmer SAS, hafa gert með sér samkomulag um að Dr. Engberg láti af störfum. Við starfi hans taka Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Wolfgang Kohls framkvæmdastjóri Pickenpack H&H. Viðskipti innlent 10.11.2006 12:36 Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan. Erlent 10.11.2006 12:14 Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta. Erlent 10.11.2006 11:19 Aðstandendur aldraðra afar ósáttir Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimersjúklinga sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árið 2008/2009. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Á fundi í gær mótmæltu aðstandendur aldraðra ákvörðun heilbrigðisráðherra að veita ekki fjármagn strax til framkvæmdanna, en tilkynnt var síðustu helgi um fjölgun á hjúkrunarrýmum um rúmlega 170. Innlent 10.11.2006 11:05 Páfagaukar í Húsdýragarðinum Innlent 10.11.2006 10:44 Viðbygging vígð við Hlíð á Akureyri Viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð, á Akureyri, var vígð í gær. Innlent 10.11.2006 10:31 Sparisjóðir Keflavíkur og Ólafsvíkur sameinast Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí 2006. Fréttablaðið greindi frá þessu í blaðinu í dag þar sem segir að stefnt sé að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Viðskipti innlent 10.11.2006 10:17 Pabbar læra að flétta hár dætra sinna Vefurinn pabbar.is ásamt hárgreiðslustofunni Salarvegi 2, ætla að bjóða öllum feðrum uppá ókeypis námskeið í að flétta hár á dætrum sínum, á morgun, laugardag. Innlent 10.11.2006 10:05 Mátu alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi Skýrsla nefndar forsætisráðherra um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði hefur nú verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Ennfremur eru þar reifuð þau tækifæri sem slík starfsemi skapar og fjallað um þann ávinning sem kann að hljótast af henni fyrir efnahag og atvinnulíf í landinu. Innlent 10.11.2006 10:17 Hætt að moka vegna snjóflóðahættu Innlent 10.11.2006 09:41 Verðbólga mælist 7,3% Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,04% frá síðasta mánuði og jafngildir það 7,3% verðbólgu á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er í takt við spár greiningardeilda bankanna, sem spáðu því að verðbólga myndi mælast á bilinu 7,2 til 7,4%. Innlent 10.11.2006 09:00 Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum. Erlent 9.11.2006 23:50 Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa. Innlent 9.11.2006 23:26 Methagnaður hjá Disney Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar á kvikmyndir undir merkjum Disney og í Disneygarðana. Viðskipti erlent 9.11.2006 23:01 Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu. Erlent 9.11.2006 22:58 Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982 Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda. Erlent 9.11.2006 22:39 Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt. Erlent 9.11.2006 22:18 Björgunarsveitir í viðbragsstöðu Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina. Innlent 9.11.2006 22:08 Eldur á tjaldsvæði Akraness Klukkan tuttugu mínútur yfir átta í kvöld fékk lögreglan á Akranesi tilkynningu um eld í aðstöðu á tjaldsvæði bæjarins. Logaði glatt þegar slökkvilið bar að garði en um rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 9.11.2006 22:02 Hagnaður Actavis 715 milljónir króna Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis dróst nokkuð saman á þriðja fjórðungi ársins samanborið við síðast ár. Helsta ástæðan er kostnaður vegna yfirtökuferlis í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Hagnaður Actavis nam 8,2 milljónum evra eða tæpar 715 milljónir króna samanborið við 23,3 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna. Viðskipti innlent 9.11.2006 21:33 Fólk beðið að tryggja lausahluti Björgunarsveitin Ársæll, sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, og Lögreglan í Reykjavík vilja koma því á framfæri við fólk að binda niður garðhúsgögn, trampólín og allt annað lauslegt sem gæti tekist á loft í veðrinu sem á að ganga yfir í fyrramálið. Minnt er á fólk þarf að borga fyrir þær skemmdir sem hljótast af eigum þeirra. Innlent 9.11.2006 21:21 Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf? Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag. Erlent 9.11.2006 20:57 Allen viðurkennir ósigur George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 9.11.2006 20:17 Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum. Erlent 9.11.2006 20:05 Vegagerðin varar við grjóthrunni Mikið grjóthrun er í Hvalnes- og Þvottárskriðum og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferð á þessum slóðum að ástæðulausu. Innlent 9.11.2006 19:52 Demókratar nær öruggir um sigur Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak. Erlent 9.11.2006 19:08 Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum hugsanlega bönnuð Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum verða bönnuð nái tillaga þingnefndar um málefnið fram að ganga. Verði tillögurnar samþykktar mun bannið taka gildi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 9.11.2006 18:56 Olmert segir að mistök hafi verið gerð Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að um "tæknileg mistök" hafi verið að ræða þegar stórskotaliðsárás var gerð á bæinn Beit Hanoun á Gazaströndinni sem kostaði átján lífið, þar af tíu börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi árásina á fundi sínum í dag. Erlent 9.11.2006 19:06 Palestínumenn hrópa á hefnd Tugir þúsunda Palestínumanna grétu og hrópuðu á hefnd þegar þeir fylgdu þeim sem létust í árásum Ísraela á Beit Hanoun til grafar í dag. Alls létust 18 óbreyttir borgara í árásinni sem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallaði "tæknileg mistök". Erlent 9.11.2006 18:42 Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Innlent 9.11.2006 18:40 « ‹ 327 328 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Framkvæmdastjóraskipti hjá Icelandic Group Icelandic Group og Dr. Norbert Engberg framkvæmdastjóri dótturfélaganna Pickenpack H&H og Pickenpack Gelmer SAS, hafa gert með sér samkomulag um að Dr. Engberg láti af störfum. Við starfi hans taka Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri Icelandic Europe og Wolfgang Kohls framkvæmdastjóri Pickenpack H&H. Viðskipti innlent 10.11.2006 12:36
Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan. Erlent 10.11.2006 12:14
Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta. Erlent 10.11.2006 11:19
Aðstandendur aldraðra afar ósáttir Mikil gremja ríkir meðal aðstandenda aldraðra og alzheimersjúklinga sem eru afar ósáttir við að fjármagn til fjölgunar á rýmum hjúkrunarheimila fyrir aldraða verði ekki veitt fyrr en árið 2008/2009. Ráðherra segir tímann eðlilegan og biðlista hafa styst. Á fundi í gær mótmæltu aðstandendur aldraðra ákvörðun heilbrigðisráðherra að veita ekki fjármagn strax til framkvæmdanna, en tilkynnt var síðustu helgi um fjölgun á hjúkrunarrýmum um rúmlega 170. Innlent 10.11.2006 11:05
Viðbygging vígð við Hlíð á Akureyri Viðbygging við hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð, á Akureyri, var vígð í gær. Innlent 10.11.2006 10:31
Sparisjóðir Keflavíkur og Ólafsvíkur sameinast Stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna sem miðast reikningslega við 1. júlí 2006. Fréttablaðið greindi frá þessu í blaðinu í dag þar sem segir að stefnt sé að fullum samruna sjóðanna fyrir áramót eftir samþykki fundar stofnfjáreigenda. Viðskipti innlent 10.11.2006 10:17
Pabbar læra að flétta hár dætra sinna Vefurinn pabbar.is ásamt hárgreiðslustofunni Salarvegi 2, ætla að bjóða öllum feðrum uppá ókeypis námskeið í að flétta hár á dætrum sínum, á morgun, laugardag. Innlent 10.11.2006 10:05
Mátu alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi Skýrsla nefndar forsætisráðherra um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði hefur nú verið birt á heimasíðu ráðuneytisins. Ennfremur eru þar reifuð þau tækifæri sem slík starfsemi skapar og fjallað um þann ávinning sem kann að hljótast af henni fyrir efnahag og atvinnulíf í landinu. Innlent 10.11.2006 10:17
Verðbólga mælist 7,3% Vísitala neysluverðs hefur lækkað um 0,04% frá síðasta mánuði og jafngildir það 7,3% verðbólgu á ársgrundvelli, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta er í takt við spár greiningardeilda bankanna, sem spáðu því að verðbólga myndi mælast á bilinu 7,2 til 7,4%. Innlent 10.11.2006 09:00
Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum. Erlent 9.11.2006 23:50
Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa. Innlent 9.11.2006 23:26
Methagnaður hjá Disney Bandaríski afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna og hefur hann aldrei verið meiri. Hagnaðurinn er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar á kvikmyndir undir merkjum Disney og í Disneygarðana. Viðskipti erlent 9.11.2006 23:01
Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu. Erlent 9.11.2006 22:58
Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982 Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda. Erlent 9.11.2006 22:39
Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt. Erlent 9.11.2006 22:18
Björgunarsveitir í viðbragsstöðu Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina. Innlent 9.11.2006 22:08
Eldur á tjaldsvæði Akraness Klukkan tuttugu mínútur yfir átta í kvöld fékk lögreglan á Akranesi tilkynningu um eld í aðstöðu á tjaldsvæði bæjarins. Logaði glatt þegar slökkvilið bar að garði en um rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. Innlent 9.11.2006 22:02
Hagnaður Actavis 715 milljónir króna Hagnaður lyfjafyrirtækisins Actavis dróst nokkuð saman á þriðja fjórðungi ársins samanborið við síðast ár. Helsta ástæðan er kostnaður vegna yfirtökuferlis í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva. Hagnaður Actavis nam 8,2 milljónum evra eða tæpar 715 milljónir króna samanborið við 23,3 milljónir evra, jafnvirði 2 milljarða króna. Viðskipti innlent 9.11.2006 21:33
Fólk beðið að tryggja lausahluti Björgunarsveitin Ársæll, sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, og Lögreglan í Reykjavík vilja koma því á framfæri við fólk að binda niður garðhúsgögn, trampólín og allt annað lauslegt sem gæti tekist á loft í veðrinu sem á að ganga yfir í fyrramálið. Minnt er á fólk þarf að borga fyrir þær skemmdir sem hljótast af eigum þeirra. Innlent 9.11.2006 21:21
Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf? Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag. Erlent 9.11.2006 20:57
Allen viðurkennir ósigur George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn. Erlent 9.11.2006 20:17
Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum. Erlent 9.11.2006 20:05
Vegagerðin varar við grjóthrunni Mikið grjóthrun er í Hvalnes- og Þvottárskriðum og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferð á þessum slóðum að ástæðulausu. Innlent 9.11.2006 19:52
Demókratar nær öruggir um sigur Allt bendir til að demókratar hafi náð meirihluta í báðum deildum í bandarísku þingkosningunum, í fyrsta sinn í tólf ár. George Bush forseti hefur rétt út sáttahönd til leiðtoga þeirra og kveðst nú opinn fyrir öllum hugmyndum um hernaðinn í Írak. Erlent 9.11.2006 19:08
Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum hugsanlega bönnuð Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum verða bönnuð nái tillaga þingnefndar um málefnið fram að ganga. Verði tillögurnar samþykktar mun bannið taka gildi fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 9.11.2006 18:56
Olmert segir að mistök hafi verið gerð Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að um "tæknileg mistök" hafi verið að ræða þegar stórskotaliðsárás var gerð á bæinn Beit Hanoun á Gazaströndinni sem kostaði átján lífið, þar af tíu börn. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi árásina á fundi sínum í dag. Erlent 9.11.2006 19:06
Palestínumenn hrópa á hefnd Tugir þúsunda Palestínumanna grétu og hrópuðu á hefnd þegar þeir fylgdu þeim sem létust í árásum Ísraela á Beit Hanoun til grafar í dag. Alls létust 18 óbreyttir borgara í árásinni sem Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kallaði "tæknileg mistök". Erlent 9.11.2006 18:42
Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Innlent 9.11.2006 18:40