Tæplega 54 þúsund erlendir ríkisborgarar með skráða búsetu á Íslandi Alls eru 53.973 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi þann 1. október 2021. Fjölgað hefur um rúmlega 2.500 síðan í desember í fyrra. 14.10.2021 17:44
Útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty hannar nýtt kerfi til að sporna gegn svindli Activision, útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty, vinnur að gerð nýs kerfis til að sporna gegn svindlurum í leikjunum Call of Duty: Warzone og Call of Duty: Vanguard. 14.10.2021 07:00
Þurfa ekki að fella aspir eftir nágrannadeilur í Grafarvogi Húseigendur í Grafarvogi þurfa ekki að fella fjórar aspir á lóð sinni að ósk nágranna. Nágranninn vildi aspirnar burt eða í versta falli styttar. 13.10.2021 23:45
Íslendingur í Kongsberg sleginn eftir árás bogamannsins Guðrún Elsa Giljan Kristjánsdóttir, íbúi í Kongsberg í Noregi, segir samfélagið í sjokki eftir að minnst fimm létust og nokkrir særðust í árás bogamanns í bænum í kvöld. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og virðist hafa verið einn að verki. 13.10.2021 22:54
Lögreglan útilokar ekki hryðjuverk Minnst fimm létust og nokkrir eru særðir eftir árás bogamanns í norska bænum Kongsberg í kvöld. Árásarmaðurinn var handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu. Lögreglan útilokar ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 13.10.2021 20:52
Alvarlegt mótorhjólaslys á Suðurgötu í Vesturbænum Umferðarslys varð á Suðurgötu í Vesturbæ á nítjánda tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um mótorhjólaslys að ræða. 13.10.2021 19:29
Minnst fjórir létust í árás bogamanns í Kongsberg Lögreglan í Kongsberg í Noregi tilkynnti fyrr í kvöld að fólk hafi látist í árás bogamanns í Kongsberg síðdegis. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn. 13.10.2021 18:50
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir vegna bogamanns Aðgerðir lögreglu í Kongsberg í Noregi standa nú yfir vegna bogamanns sem sást til í miðbæ Kongsberg. Maðurinn á að hafa skotið á eftir fólki með boga. 13.10.2021 18:24
Endurgera GTA III, San Andreas og Vice City í tölvuleikjaseríunni Grand Theft Auto Rockstar Games, framleiðendur tölvuleikjaseríunnar Grand Theft Auto, hyggjast endurgera (e. remaster) þrjá eldri tölvuleiki í seríunni vinsælu. 9.10.2021 23:46
Harpa og Sinfóníuhljómsveit Íslands greiði sviðsmanni bætur vegna vinnuslyss Landsréttur dæmdi Hörpu og Sinfóníuhljósmveit Íslands til að greiða sviðsmanni skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna vinnuslyss nýverið. 9.10.2021 21:02