Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar. 30.10.2021 07:57
Ók á yfir 160 kílómetra hraða á flótta frá lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu virðist hafa staðið í ströngu við umferðareftirlit í gærkvöldi og í nótt. Fjölmargir ökumenn voru stöðvaðir, ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. 30.10.2021 07:27
Skalf og kastaði upp í aftöku í Oklahoma Hinn sextíu ára gamli John Marion Grant var tekinn af lífi í Oklahoma í Bandaríkjunum fyrr í dag. Grant hlaut dauðadóminn fyrir að hafa stungið starfsmann mötuneytis í fangelsi árið 1998. Áður hafði hann verið dæmdur í 130 ára fangelsi fyrir rán. 28.10.2021 23:39
Fær ekki að ávísa lyfinu Ivermectin við Covid-19 Læknir krafðist þess fyrr á árinu að honum yrði veitt heimild til að ávísa lyfinu Ivermectin sem meðferð gegn Covid-19. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti ákvarðanir Lyfjastofnunar nýlega, sem gáfu lækninum ekki undanþáguheimild til að ávísa lyfinu. 28.10.2021 22:03
Smit á bráðamóttöku sjúkrahússins á Selfossi Einstaklingur greindist með Covid-19 á sjúkrahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Sjúklingurinn lá á bráðamóttöku vegna annarra veikinda en er einkennalaus eins og stendur. 28.10.2021 20:13
Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28.10.2021 19:07
Mágur þingmanns til rannsóknar í tengslum við innherjasvik Mágur öldungadeildarþingmanns Bandaríkjanna Richard Burr er nú til rannsóknar vegna mögulegra tengsla við innherjasvik. Mágur Burr, Gerald Fauth, seldi hlutabréf á bilinu 97 upp í allt að 280 þúsund dollara í kjölfar símtals við þingmanninn. 28.10.2021 18:36
Rafmagn komið aftur á Rafmagnslaust er nú við Hlíðarenda, í Skerjafirði og miðbæ Reykjavíkur. Rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar en unnið er að viðgerð. 28.10.2021 17:15
Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. 27.10.2021 23:29
Togari dreginn til hafnar vegna elds í vélarrými Eldur kom upp í vélarrými ísfiskstogarans Vestmannaey síðdegis í dag. Togarinn var á leið til löndunar í Neskaupstað með fullfermi. Enginn áhafnarmeðlimur slasaðist. 27.10.2021 23:01