Í farbanni vegna gruns um brot gegn barni Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í vikunni þar sem karlmanni var gert að sæta farbanni vegna gruns um brot gegn barni. 11.11.2021 17:40
Uppsögn starfsmanns Menntamálastofnunar dæmd ólögmæt Héraðsdómur dæmdi íslenska ríkið til að greiða starfsmanni Menntamálastofnunar tæpar níu milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn fyrir tveimur árum. Það var Arnór Guðmundsson, forstjóri stofnunarinnar, sem hafði sagt starfsmanninum upp fyrirvaralaust tveimur árum fyrr og þannig gerst brotlegur við stjórnsýslulög. 11.11.2021 08:01
Hraðasti vöxtur verðbólgu í þrjá áratugi Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,2% í Bandaríkjunum á síðustu tólf mánuðum. Þróunin hefur ekki verið svo ör í þrjá áratugi en talið er að ástandið megi rekja til kórónuveirufaraldursins. 10.11.2021 23:58
Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra. 10.11.2021 22:07
Viðburðahaldarar telja að ástandið geti endað með ósköpum Aðstandendur skipulagðra tónleika og viðburða sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld. Með yfirlýsingunni vilja þau vekja athygli á mikilvægi þess að þrengja ekki frekar að viðburðarhaldi á næstu vikum og mánuðum. 10.11.2021 21:12
Um 160 nemendur í sóttkví fram á sunnudag Skólastjórnendur í Álfhólsskóla hafa tekið þá ákvörðun, í samráði við smitrakningarteymi, að setja alla nemendur miðstigs skólans í sóttkví fram á sunnudag. 10.11.2021 20:15
Inga óttast fjarfundajól með rafsteikum ef ekki verði gripið í taumana Inga Sæland, alþingismaður, segir stöðuna sem nú er uppi vegna aukins fjölda Covid-smita með ólíkindum. Hún segir stöðuna ekki einungis óafsakanlega með öllu, heldur árás á samfélagið í heild sinni. 10.11.2021 19:17
Biðja íbúa Stöðvarfjarðar að sjóða neysluvatn Íbúar á Stöðvarfirði eru beðnir um að sjóða allt neysluvatn, en talið er að kólígerlar gætu verið í neysluvatni í firðinum. 10.11.2021 17:29
Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins. 31.10.2021 14:56
„Fólk bara gefst upp“ Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. 31.10.2021 14:23