Viktor Örn Ásgeirsson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þórunn Eva er fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.

Grunar kosninga­svik í Suð­vestur­kjör­dæmi

Geir Guðmundsson, meðlimur í kjörstjórn Kópavogs, hefur kært framkvæmd Alþingiskosninga til lögreglunnar. Ástæða kærunnar er grunur um kosningasvik en umboðsmaður Sósíalistaflokksins, Baldvin Björgvinsson, telur sig hafa séð mismunandi stærðir af utankjörfundaratkvæðum í talningarbunkum.

Enn fleiri smit á sunnan­verðum Vest­fjörðum

Fleiri hafa greinst með kórónuveiruna á sunnanverðum Vestfjörðum á undanförnum dögum, en nú eru 22 einstaklingar með staðfest smit. Flest smitin eru á Patreksfirði og heimsóknarbann er á legudeild heilbrigðisstofnunarinnar í bænum.

Sonur Hjartar og Beru kominn í heiminn

Fótboltakappinn Hjörtur Hermannsson og kærasta hans Bera Tryggvadóttir eignuðust sitt fyrsta barn á mánudaginn. Þetta tilkynntu á Instagram reikningum sínum í kvöld. Drengurinn hefur hlotið nafnið Högni Hjartarson.

Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun

Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi.

Aug­lýsingar Sjó­vár taldar villandi

Neytendastofa ákvarðaði nýlega að framsetning auglýsinga og markaðsherferðar tryggingafélagsins Sjóvár hafi verið villandi. Auglýstar voru kaskótryggingar fyrir ökutæki.

Engar á­kærur vegna smita í skíða­bænum Ischgl

Saksóknari hefur tekið ákvörðun um að ákæra ekki vegna fjölda Covid-smita í skíðabænum Ischgl í Austurríki. Níu einstaklingar, þar af fjórir embættismenn, höfðu verið til rannsóknar eftir þúsundir ferðamanna smituðust af kórónuveirunni í bænum.

Gular viðvaranir í kortunum

Veðurstofa Íslands varar við leiðindaveðri á Austfjörðum og Suðausturlandi annað kvöld. Líkur eru á samgöngutruflunum og fólk er hvatt til að sýna aðgát.

Tólf á­kærðir vegna Kar­dashian ránsins í París

Tólf hafa verið ákærðir vegna ráns sem framið var í íbúð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París árið 2016. Rannsókn málsins hefur tekið rúmlega fimm ár en yfirvöld í Frakklandi gefa ekki upp hvenær til standi að taka málið til meðferðar.

Sjá meira