Stálheppinn Þjóðverji vann tæpa ellefu milljarða Heppinn Þjóverji vann fyrsta vinning í EuroJackpot í gærkvöldi en vinningurinn hljóðaði upp á rúma 10,7 milljarða íslenskra króna. 18.12.2021 10:15
Búið að slökkva í eldi í bakhúsi á Frakkastíg Eldur kom upp í viðbyggingu við hús á Frakkastíg 13 í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvilið hefur nú lokið störfum og er að fara af vettvangi. 18.12.2021 08:51
Bryan Adams greinist aftur með kórónuveiruna Kanadíski söngvarinn Bryan Adams greindist með kórónuveiruna í dag. Söngvarinn tók próf þegar hann lenti á Ítalíu í morgun sem reyndist jákvætt. Adams ber sig vel en segist fara á spítala til öryggis. 25.11.2021 23:40
Bretar bregðast við nýju afbrigði kórónuveirunnar Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja takmarkanir á ferðamenn frá ákveðnum löndum í Suður-Afríku vegna ótta við nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Flug frá tilgreindum löndum til Bretlands verður lagt niður. 25.11.2021 23:15
Smit hjá starfsmanni í Flúðaskóla Covid-smit hefur greinst hjá starfsmanni í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skólanum fram yfir helgi. 25.11.2021 22:02
Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25.11.2021 21:42
Björgunarsveitir við öllu búnar: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei“ Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti. Finnur Smári Torfason hjá Björgunarfélagi Hornafjarðar segir að meðlimir sveitarinnar séu við öllu búnir. 25.11.2021 21:30
Rúmlega fimmtíu námuverkamenn í Síberíu taldir af Að minnsta kosti fjórtán eru látnir og tugir eru taldir af eftir eldsvoða í námu í Síberíu. Yfirvöld í Rússlandi hafa hætt leit vegna hættu á sprengingu í námunni. 25.11.2021 20:30
Dómsmálaráðherra setur greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst setja greinargerð um Hjalteyrarmálið í forgang. Farin verði sú leið að vinna greinargerð um málið, enda hafi lagastoð skort fyrir rannsókn á málinu. 25.11.2021 19:57
Konan lést eftir að hafa orðið fyrir strætisvagni Konan sem lést í umferðarslysinu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætisvagni. Þetta fékk fréttastofa staðfest frá Strætó bs. 25.11.2021 18:39