Köttur gleypti nál og tvinna Mjóu mátti muna þegar kötturinn Guðbjartur gleypti óvart nál og tvinna í vikunni. Nálin hafði skorist í gegnum tungu og mjúkan góminn áður en Guðbjarti tókst að ýta nálinni niður að húð undir tungu. 24.12.2021 10:10
Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? „Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag. 24.12.2021 09:14
Skjálftavirkni við Fagradalsfjall: Eitt þúsund skjálftar frá miðnætti Skjálftavirkni tók að aukast við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga í gærkvöldi eftir fremur rólegan gærdag. Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti en skjálftahrinan hefur staðið yfir síðan á þriðjudaginn. 24.12.2021 08:16
Fimm ára og eldri skyldaðir í bólusetningu Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar. 24.12.2021 07:46
„Stíga inn í nútímann“ og streyma helgihaldi Helgihald skipar eðli málsins samkvæmt stóran sess í hátíðarhöldum almennings yfir jólin. Tvísýnt hefur verið um fjölmenna viðburði vegna kórónuveirufaraldursins og trúarathafnir eru þar engin undantekning. Messum í dag, aðfangadag, verður streymt en einnig verður unnt taka á móti kirkjugestum með notkun hraðprófa. 24.12.2021 07:26
Sóttvarnabrot og ofbeldi gegn lögreglu á Þorláksmessu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í að minnsta kosti tvö útköll í gærkvöldi og í nótt þar sem grunur lék á um sóttvarnabrot. Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna við umferðareftirlit lögreglu. 24.12.2021 07:21
Bubbi óttast ekki neitt: „Ég er bara gleðigjafi“ Bubbi Morthens hélt árlegu Þorláksmessutónleika sína í Eldborg í Hörpu fyrr í kvöld. Eldborgarsalurinn tekur um fimmtán hundruð manns í sæti en uppselt var á tónleikana. Tónleikarnir voru sem sagt fjölmennir en óvissa ríkti um tónleikahaldið þegar kynntar voru hertar takmarkanir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrr í vikunni. Nokkrir tónleikahaldarar fengu sérstaka undanþágu frá gildandi sóttvarnareglum, Bubbi þar með talinn. 23.12.2021 23:15
Meiri kvíði og minni tilhlökkun Hlutfall þeirra landsmanna sem hlakka til jólanna er lægra en undanfarin tvö ár. Þá hækkar hlutfall þeirra sem kvíða jólunum en einhverjir falla í báða flokka; hlakka til jólanna og kvíða þeirra á sama tíma. 23.12.2021 22:38
Muna ekki eftir rólegri Þorláksmessu: „Við vorum mjög sáttir með daginn“ Lítil umferð var á höfuðborgarsvæðinu í dag en lögreglan segir að fáir hafi verið á ferli miðað við það sem almennt mætti gera ráð fyrir á Þorláksmessu. Færð hafi verið góð og almenningur hafi líklega verið fyrr á ferðinni í jólaundirbúningi þetta árið. 23.12.2021 21:23
Áhöfn Sjafnar kom Landhelgisgæslunni á óvart Áhöfnin á björgunarskipinu Sjöfn sem er á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar kom stjórnstöð Landhelgisgæslunnar skemmtilega á óvart síðdegis í dag. 23.12.2021 19:52
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun