Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stað­ráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“

Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður.

Stríðinu muni ekki ljúka þótt gíslarnir komi heim

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir stríðið milli Ísraelsmanna og Hamas munu halda áfram, þrátt fyrir að gíslunum sem teknir voru í síðasta mánuði verði sleppt. Ísrael muni halda áfram að berjast þar til „öllum markmiðum hefur verið náð“.

Stranda­glópar ýmist ösku­reiðir eða sultuslakir

Veður hefur leikið íbúa á suðvesturhorninu og víðar grátt í dag. Ferðamenn hafa ekki heldur farið varhluta af veðrinu, og einhverjir þeirra orðið fyrir því að flugferðum þeirra var frestað eða þær felldar niður. Þeir eru misánægðir með gang mála.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Óvíst er hvort hægt verði að gera við um tuttugu hús sem nú eru heitavatns- eða rafmagnslaus í Grindavík vegna bilunar í dreifikerfi. Ráðist var í umfangsmiklar viðgerðir í gær og í dag en ástandið versnar áfram.

Vonar að frum­varpið skili fullum launum til Grind­víkinga

Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hröðun hefur orðið á landrisi í Svartsengi síðasta sólarhringinn og Veðurstofa hefur stækkað hættusvæði í nágrenninu. Almannavarnir hafa kallað til björgunarsveitarfólk af öllu landinu og biðja vinnuveitendur þess um skilning.

Sjá meira