Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. 5.10.2022 13:30
Eigandi City sakaður um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum Sheikh Mansour bin Zayed Al Nahyan, eigandi enska knattspyrnuliðsins Manchester City og staðgengill forsætisráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, gæti sætt rannsókn breskra yfirvalda vegna ásakana um að aðstoða rússneska óligarka við að komast undan refsiaðgerðum breskra yfirvalda. 5.10.2022 12:30
Finnst bjór vondur en hefur framleiðslu á „Bale Ale“ Fótboltamaðurinn Gareth Bale hefur sjósett bjórvörumerki í samstarfi við velska bruggverksmiðju. Sölu á bjórnum er ætlað að styrkja grasrótarstarfsemi í velskum fótbolta. 5.10.2022 11:00
Pavel hættur: „Hef átt nokkur rifrildi við körfuboltann í gegnum tíðina“ Körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij hefur greint frá því í bréfi til Borgnesinga sem birt er í Skessuhorni, fréttaveitu Vesturlands, að hann sé hættur í körfubolta eftir farsælan feril. 5.10.2022 10:09
Tölvupóstsamskipti sýna að Þór fékk grænt ljós áður en það varð rautt Formaður körfuknattleiksdeildar Þórs úr Þorlákshöfn segir vinnubrögð Körfuknattleikssambands Íslands í kringum félagsskipti Spánverjans Pablo Hernández koma illa niður á félaginu. Formaður sambandsins segist skilja gremju Þórsara en regluverkið sé skýrt. 5.10.2022 08:32
Franskar stórborgir sniðganga HM í Katar Borgaryfirvöld í París, höfuðborg Frakklands, tilkynntu í gærkvöld að borgin muni sniðganga heimsmeistaramót karla í fótbolta í Katar í vetur. Engir risaskjáir verða settir upp í borginni líkt og hefð er fyrir. 4.10.2022 17:15
Ísak Snær mættur til Þrándheims Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin. 4.10.2022 14:30
Vilja fá Úkraínu með sér að halda HM 2030 Úkraína er sagt ætla að sækjast eftir því að halda heimsmeistaramót karla í fótbolta ásamt Spáni og Portúgal árið 2030. 4.10.2022 14:01
Starfið undir í stórleiknum í kvöld? Stórleikur er á dagskrá í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Inter tekur á móti Barcelona á Giuseppe Meazza leikvanginum í Mílanó en leikurinn gæti haft mikið að segja um hvort liðanna fari í 16-liða úrslit og einnig um framtíð Simone Inzaghi hjá ítalska liðinu. 4.10.2022 13:01
Þórsarar fengu Hernández á brostnum forsendum | KKÍ breytti reglunni Þór frá Þorlákshöfn samdi í sumar við Spánverjann Pablo Hernández á grundvelli skriflegra svara KKÍ þess efnis að hann yrði undanþeginn því að vera talinn sem erlendur leikmaður í Subway-deild karla. Breyting varð svo á því síðar í sumar, eftir að Þór hafði samið við leikmanninn. 4.10.2022 12:01