Reiði á Spáni: „Burt með Ronaldo!“ Stuðningsmenn Real Valladolid á Spáni hafa fengið nóg af eiganda liðsins, brasilísku goðsögninni Ronaldo. Liðið berst fyrir tilverurétti sínum í spænsku úrvalsdeildinni. 11.4.2023 10:30
Gerir grín að vítadómnum: „Vona það sé í lagi með Vuk“ Adam Örn Arnarson, leikmaður Fram, virðist ósáttur við vítadóm í leik liðs hans við FH í fyrstu umferð Bestu deildar karla í gærkvöld. Hann skýtur létt á Vuk Dimitrijevic sem hann á að hafa brotið á í leiknum. 11.4.2023 09:30
Fertugur Foster hetja Hollywood-liðsins Wrexham, sem er í eigu leikaranna Rob McElhenney og Ryan Reynolds, tók afar stórt skref í átt að sæti í ensku deildarkeppninni með dramatískum 3-2 sigri á Notts County í efstu deild ensku utandeildanna í gær. Ben Foster, fyrrum markvörður Manchester United, var hetjan. 11.4.2023 09:00
„Það skemmtilegasta sem maður gerir“ Taugarnar eru ljómandi fínar. Það er ótrúleg tilhlökkun og gleði í loftinu, segir Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, en hans menn opna Íslandsmótið sem nýliðar er Keflavík heimsækir Árbæinn klukkan 14:00 í dag. 10.4.2023 11:00
Konur eiga ekki upp á pallborðið: „Vissi að ég yrði ekki kosin“ 47. ársþing UEFA fór fram í Lissabon í Portúgal í vikunni þar sem Slóveninn Aleksander Čeferin var endurkjörinn sem forseti sambandsins næstu fjögur árin án mótframboðs. Einnig var kosið um framkvæmdastjórn sambandsins til næstu fjögurra ára. Aðeins karlar hlutu kjör til stjórnarsetu. 7.4.2023 11:30
Skilur að menn séu sárir og svekktir Formaður Körfuknattleikssambands Íslands kallar eftir virðingu fyrir störfum dómara í ljósi hatrammar umræðu í kringum leikbann leikmanns Keflavíkur. Sérstaklega í ljósi þess að úrslitakeppnirnar eru nú komnar af stað þar sem púlsinn á til að hækka enn meira. 5.4.2023 08:00
Arnar tjáir sig: „Tímasetningin óskiljanleg“ Arnar Þór Viðarsson, sem var sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari karla í fótbolta í vikunni, sat fyrir svörum í fótboltaþættinum Extra Time á flæmsku ríkissjónvarpsstöðinni VRT í gærkvöld. Hann kveðst ósáttur við uppsögnina en stoltur af sínum störfum. 4.4.2023 08:30
Óli Stef útilokar ekki Valssigur gegn Göppingen: „Getur allt gerst“ Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, sem er í dag aðstoðarþjálfari Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni, er mættur til Göppingen og verður á meðal áhorfenda er uppeldisfélag hans Valur mætir Göppingen í Evrópudeild karla í kvöld. 28.3.2023 18:43
Sjáðu stemninguna á æfingu Valsmanna Valsmenn æfðu í dag í keppnishöllinni í Göppingen hvar þeir mæta heimamönnum í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. 28.3.2023 14:01
„Sá alveg fullt af tækifærum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að bæta fyrir slæmt tap fyrir Göppingen á Hlíðarenda í síðustu viku þegar liðin mætast að nýju í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. 28.3.2023 12:31