Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir. 27.3.2025 12:50
Í sjokki eftir tilnefninguna Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall. 27.3.2025 09:30
Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Arnóri Sigurðssyni bárust hótanir gagnvart fjölskyldu hans eftir skipti fótboltamannsins til Malmö í Svíþjóð á dögunum. Hann hefur ekki tilkynnt málið til lögreglu en metur næstu skref ásamt forráðamönnum félagsins. 27.3.2025 08:00
„Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ „Það er bara spenna. Það er gaman að fá að taka þátt í svona leikjum. Ég er spenntur fyrir, vonandi, góðum degi,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, sem mæta KR í bikarúrslitum karla í körfubolta í Smáranum klukkan 16:30. 22.3.2025 14:30
Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, leikmaður körfuboltaliðs KR, hefur verið í laser focus undanfarna daga, og ekki að ástæðulausu. Gríðarleg eftirvænting er fyrir bikarúrslitaleik dagsins við Val. 22.3.2025 12:01
Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Lewis Hamilton á Ferrari fagnaði sigri í sprettkeppni næturinnar í Formúlu 1 í Sjanghæ í Kína. Oscar Piastri á McLaren varð annar en hann verður jafnframt á ráspól í keppni morgundagsins eftir góða tímatöku í morgun. 22.3.2025 10:35
Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ Finnur Freyr Stefánsson stýrir Val í bikarúrslitum karla í körfubolta í annað sinn og mætir þar fyrrum félagi sínu KR. KR hefur ekki farið í úrslit í sjö ár en þá var Finnur einmitt þjálfari Vesturbæjarliðsins. 21.3.2025 19:15
Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Uppselt er á úrslitaleik KR og Vals um bikarmeistaratitil karla í körfubolta sem fram fer í Smáranum á morgun. Ljóst er að spennan er afar mikil fyrir slag fornra Reykjavíkurfjenda og allir 1.825 miðarnir á leikinn farnir. 21.3.2025 10:33
Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton verður á ráspól í sprettkeppni helgarinnar í Formúlu 1 kappakstrinum sem fram fer í Kína. Hann hefur því náð sínum fyrsta ráspól hjá nýju liði. 21.3.2025 10:01
Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra. 21.3.2025 09:00