„Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Roland Valur Eradze varð markvarðaþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta í aðdraganda HM. Hann hrósar Viktori Gísla Hallgrímssyni fyrir frammistöðu sína en þeir hafa þekkst um hríð. 24.1.2025 10:02
„Þeir voru pottþétt að spara“ „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. 23.1.2025 18:01
Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Strákarnir okkar í íslenska karlalandsliðinu brostu hringinn á æfingu dagsins í keppnishöllinni í Zagreb. Enda engin ástæða til annars. 23.1.2025 16:55
Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Landsliðsmenn Íslands voru verðlaunaðir eftir sigur gærkvöldsins með McDonald's hamborgurum. Þeir nutu þess vel að breyta til frá bragðlitlum kjúklingi á hótelinu. 23.1.2025 14:02
HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Geggjaður sigur á Egyptum í fyrsta leik milliriðils hjá strákunum okkar var gerður upp þætti dagsins af HM í dag. 23.1.2025 11:00
Ekkert vesen á sókninni Gísli Þorgeir Kristjánsson segir sókn Íslands hafa verið góða gegn Slóveníu þrátt fyrir að mörkin hafi ekki verið nema 23 í leiknum. Færanýtingin sé það sem laga þurfi fyrir leik dagsins við sterkt lið Egypta. 22.1.2025 15:31
Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Fjöldi Íslendinga er saman kominn í Zagreb í Króatíu til að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta á heimsmeistaramótinu. 22.1.2025 15:16
„Þetta er miklu skemmtilegra“ Viggó Kristjánsson var markahæstur í íslenska landsliðinu í sigri liðsins á Slóveníu í fyrrakvöld. Hann nýtur sín vel og hlakkar til leiksins við Egyptaland í kvöld. 22.1.2025 13:03
Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það versta sem við gerum er að staldra við þennan leik og fara að hrósa okkur of mikið,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, og á þar við sigur Íslands á Slóveníu í fyrrakvöld. Öll einbeiting er á Egyptum sem strákarnir mæta í kvöld. 22.1.2025 09:33
„Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Gísli Þorgeir Kristjánsson kveðst ekki vita hvað fór á milli móður hans Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Hassan Moustafa, forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, á leik Íslands og Slóveníu í gær. Gísli gat þó notið dagsins með fjölskyldunni í Zagreb. 21.1.2025 20:32
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent