Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor. 19.4.2025 09:31
Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Margt hefur afrekast frá því að framkvæmdir hófust á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Stjórnendur hjá KSÍ eru nú í kapphlaupi við tímann að ná Laugardalsvelli leikfærum fyrir leik kvennalandsliðsins í júní. 19.4.2025 07:01
Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson leikur með Val í Bestu deildinni í sumar. Hann fékk sig lausan frá Ítalíu eftir strembna dvöl og er snúinn aftur á Hlíðarenda. 18.4.2025 11:02
Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Manchester United vann magnaðan 5-4 sigur, samanlagt 7-6, á Lyon í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld. Guðmundur Benediktsson lýsti látunum að sinni stöku snilld. 18.4.2025 09:35
Ætlar ekki að verja forystuna Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir ljóst að leikmenn liðs hans mæti ekki til leiks gegn Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld með það fyrir augum að verja forystu sína. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0. 16.4.2025 16:32
Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús kveðst smeykur um að Rory McIlroy fari á taugum á lokadegi Masters-mótsins í golfi. Sá norður-írski er með tveggja högga forystu fyrir lokahring mótsins og seilist eftir langþráðum sigri. 13.4.2025 15:24
Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. 12.4.2025 09:00
Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Leikmenn kvennalandsliðs Íslands í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna leikja liðsins við Ísrael og aðdragandans að þeim. Þær spyrja hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skora á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. 11.4.2025 15:13
Stjörnum prýdd kynning enska boltans Stöð 2 Sport kynnti væntanlega dagskrá í kringum enska boltann með pompi og prakt í gær. Fjölmennt og góðmennt var á kynningarviðburðinum. 11.4.2025 14:15
Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik. 11.4.2025 12:34
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið