Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld

Það hefur ekki blásið byrlega hjá hinum 18 ára gamla Amara Nallo í fyrstu leikjum hans fyrir aðallið Liverpool. Hann fékk annað tækifæri sitt með liðinu í gærkvöld og var vísað af velli – í annað sinn.

„Hefði séð eftir því alla ævi“

Fjölskylda Lárusar Orra Sigurðssonar þurfti að færa ýmsar fórnir svo hann gæti gripið tækifærið að taka við fótboltaliði ÍA á miðju sumri. Það var tækifæri sem hann var ekki viss að myndi bjóðast aftur og hann nýtti það sannarlega vel.

Teitur inn í lands­liðið

Teitur Örn Einarsson hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands í handbolta fyrir komandi æfingaleiki við Þýskaland ytra.

Hættir með Fram

Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Undir hans stjórn hélt liðið sæti sínu í Bestu deild kvenna á nýliðnu sumri.

Landsliðskonur að­stoðuðu öku­menn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Stöðufundur í Laugar­dal klukkan 10:30

Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli.

Sjá meira