Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Lífið verður gott þar til ég dey“

„Þegar ég horfi til baka þá hefur undirmeðvitundin mín aldrei klikkað þó ég hafi ekki alltaf haft vit á því að hlusta á hana,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og lögfræðingur. Hún segir líf hennar hafi breyst til hins betra eftir að hún fór að standa betur með sjálfri sér og hlustað á undirmeðvitundina sem hefur varað hana við aðstæðum og einstaklingum.

Á golfsett en bíður eftir réttum kennara

Líney Sif Sandholt starfar sem flugfreyja hjá Icelandair ásamt því að reka hreingerningafyrirtækið LS-þrif. Hún lýsir sjálfri sér sem þrjóskri, metnaðarfullri og jákvæðri konu sem elskar að ferðast og skapa minningar með börnunum sínum tveimur.

Á­kvað eftir Fimm­vörðu­háls að æfa sig fyrir frelsið

Lilja Sigurgeirsdóttir, hreyfanleika- og einkaþjálfari lét draum sinn rætast þegar hún stóð á tímamótum í miðjum heimsfaraldri. Þá hafði hún starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í nokkur ár og taldi tímabært að söðla um.

Glæsi­legt rað­hús Ragn­heiðar til sölu

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 

Hlær að sögu­sögnunum um eigin ó­léttu í Eyja­hafi

Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt.

Arna Ýr fæddi þriðja barnið í stofunni heima

Arna Ýr Jóns­dótt­ir feg­urðardrottn­ing og hjúkrunarfræðinemi og Vign­ir Þór Bolla­son kírópraktor eignuðust dóttur 3. apríl síðastliðinn. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. 

Fyrsta fjölskyldufrí Enoks og Birgittu með snáðann

Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og Enok Vatnar Jónsson athafnamaður nutu lífsins á Spáni yfir páskana. Um var að ræða fyrsta fjölskyldufrí parsins með litla stráknum þeirra sem fæddist í febrúar.

Sjá meira