Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fögur í­búð knattspyrnukappa til sölu

Fyrrverandi fyrirliði meistaraliðs Breiðabliks og flugumferðarstjórinn Kári Ársælsson hefur sett íbúð sína í Urriðaholti í Garðabæ á sölu. Um er að ræða smekklega 98 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi. Þar er fallegt útsýni yfir Heiðmörk og er ásett verð 76,9 milljónir.

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.

Fantaflottar í Fellunum

Á fast­eigna­vef Vísis má finna fjölda hrífandi eigna á höfuðborgar­svæðinu í öllum stærðum og gerðum. Lífið á Vísi tók sam­an nokkr­ar fanta­flott­ar eign­ir í Fellahverfinu í Breiðholti. 

Tjúttandi tenór og rappari í Garðheimum

Það er sól á lofti svo gott sem alla daga en kalt í lofti og rok í kinnum. Það er hinsvegar hiti í blóðinu og hækkandi sól þýðir að það hefur aldrei verið eins mikið að gerast í samkvæmislífi landans.

Aron selur glæsiíbúð með öllu inn­búinu

AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir.

Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition

Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum.

Súrsætur og elegant eftir­réttur

Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir matarbloggari deildi ljúffengri uppskrift að súrsætum skyreftirrétti á vefsíðunni Döðlur og smjör. Berðu réttinn fram í fallegum glösum sem gerir það bæði þægilegt og elegant.

Ó­trú­legt sveitabrúðkaup í Hval­firðinum

Ofurhlaupaparið Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit 6. apríl síðastliðinn, á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Líf og fjör var í athöfninni og dilluðu hjónin sér út kirkjugólfið við mikil fagnaðarlæti gesta.

Sjá meira