Borgarstjóri og frú tóku veislustjórnina að sér Flokksþing Framsóknarflokksins fór fram í 37. skipti á dögunum. Að því loknu fögnuðu flokksmenn með hátíðarkvöldverði á Hótel Hilton og tilheyrandi skemmtun fram eftir kvöldi. 26.4.2024 14:32
Fágæt og falleg eign við Flókagötu Við Flókagötu 43 má finna glæsilega 159 fermetra sérhæð á tveimur hæðum, þar af ris sem er undir súð, í reisulegu steinhúsi sem var byggt árið 1945. Húsið er teiknað af Halldóri Jónssyni arkitekt. Ásett verð er 140 milljónir. 26.4.2024 12:56
Nefnd í höfuðið á tveimur mikilvægum konum í lífi þeirra Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi og Vignir Þór Bollason kírópraktor skírðu dóttur þeirra við fallega athöfn í heimahúsi í gær, sumardaginn fyrsta. Stúlkan fékk nafnið Bella Dís. 26.4.2024 09:48
„Stundum finnst mér ég getað sigrað heiminn“ Helga Ólafsdóttir, hönnuður og stjórnandi Hönnunarmars, hefur alla tíð verið mikið borgarbarn og ævintýragjörn. Helga var aðeins sautján ára gömul þegar hún flutti að heiman frá Akureyri og fór í Menntaskólann í Reykjavík. Hún segist verða óróleg þegar hún er á Íslandi og verði því að fara reglulega erlendis, eða einu sinni í mánuði. 24.4.2024 14:01
Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd. 24.4.2024 09:01
Karlakórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 23.4.2024 15:33
Myndaveisla: Pattra og Gugusar hressastar í drykkjarpartýi Tónlistarkonan Gugusar og Pattra Sriyanonge, áhrifavaldur og markaðsstjóri Sjáðu, fögnuðu nýrri og öðruvísi útgáfu af virknidrykknum Collab í glæsilegu útgáfuteiti á vegum Ölgerðarinnar á Laugardasvelli síðastliðinn fimmtudag. 23.4.2024 11:01
Steggjun endaði á árshátíð RÚV Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi. 23.4.2024 09:30
Félag Rikka Daða selur einbýli sem áður var í eigu Rikka Daða RD 11, félag í eigu Ríkharðs Daðasonar fjárfestis hefur sett einbýlishús við Sunnuveg á sölu. Félagið festi kaup á eigninni í apríl í fyrra á 270 milljónir, sem þá var í eigu Ríkharðs og eiginkonu hans, Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóri Íslandsbanka. 22.4.2024 20:00
„Óraunverulegustu fréttir sem við getum fært“ Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í haust. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. 22.4.2024 13:44