Gefi raunsanna mynd af stefnumótahremmingum trans kvenna „Karlmenn vilja oft stundum bara deita trans konur en ekki sjást með þeim á almannafæri,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks, í umræðum um Netflix-þættina umtöluðu Baby Reindeer. Hún hefur sjálf átt sína reynslu af eltihrelli. 3.5.2024 07:00
Lolla í Litlu hryllingsbúðinni:„Þetta er auðvitað geggjað hlutverk“ Leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, oft þekkt sem Lolla, mun fara með hlutverk tannlæknisins í söngleiknum Litla hryllingsbúðin í uppsetningu Leikfélags Akureyrar í Samkomuhúsinu í október næstkomandi. Leikstjórn verður í höndum Bergs Þórs Ingólfssonar. 2.5.2024 14:25
Jón Daði og María Ósk eignuðust dreng Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður og unnusta hans María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt annað barn síðastliðinn þriðjudag, þann 30.apríl. Fyrir eiga þau Sunnevu Sif sem er fimm ára. 2.5.2024 13:15
Tíu ár og aukin meðvitund í bransanum Snyrtivöruverslunin Nola fagnaði tíu ára afmæli sínu á dögunum. Í tilefni tímamótanna sló verslunin til veislu og nýtti í leiðinni tækifærið á að breyta útliti vörumerkisins. Nola hefur verið leiðandi í innflutningi á snyrtivörum án óæskilegra innihaldsefna. 2.5.2024 13:00
Annie Mist og Frederik eignuðust dreng Crossfit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius eignuðust dreng í gær. Annie Mist greinir frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum. 2.5.2024 09:32
Sjarmerandi og seiðandi á sjötugsaldri Einstaklingar sem búa yfir ákveðnum persónutöfrum virðast ná að heilla flesta með sínu fallega brosi, útgeislun eða sjálfsöryggi, og þykja afar sjarmerandi. Eitt er að víst að það er misjafnt hvað heillar fólk en þessar týpur eiga það sameiginlegt að stela senunni hvert sem þær mæta. 1.5.2024 20:57
Gerða og glæsilegar gellur á Edition Íþróttafrömuðurinn Gerður Jónsdóttir, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, bauð sannkölluðum ofurskvísum í partý á hótelinu Reykjavík Edition síðastliðið miðvikudagskvöld í tilefni opnun vefsíðunnar In shape. 30.4.2024 21:01
Snorri og Harpa selja á Njálsgötu Snorri Engilbertsson leikari og kærastan hans Harpa Hilmarsdóttir hafa sett sjarmerandi risíbúð við Njálsgötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 75 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 1952. Ásett verð er 74,9 milljónir. 30.4.2024 15:32
Gæsahúð og allur tilfinningaskalinn á forsýningu Mari Forsýning heimildarmyndinnar um hlaupadrottninguna Mari Jaersk fór fram fyrir fullum sal áhorfenda í Smárabíói í gær. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona fylgdi Mari eftir í heilt ár, fór með henni í mikilvægasta hlaup hennar til þessa í Þýskalandi og heimsótti SOS barnaþorpið í Eistlandi þar sem hún ólst upp. 30.4.2024 13:47
Maikai-hjónin eignuðust stúlku Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. 30.4.2024 09:10