Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stjörnulífið: Uniqlo á Suður­landi

Stjörnur landsins létu til sín taka um helgina. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fyllti miðbæinn af tónlist og góðri stemningu, Bríet gaf út nýja EP-plötu og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir var tilnefnd til Grammy-verðlauna annað árið í röð. Þá var feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og nýttu margir tækifærið til að senda feðrum sínum hlýjar og fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum.

Elskar að bera klúta

„Klúturinn er algjört trend núna, og notkun hans hefur tekið alveg nýja stefnu. Sem tískuáhugakona er ég svo peppuð og stolt að sjá alls konar íslenskar konur bera þennan klút,“ segir tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir um tískubylgjuna sem Halla Tómasdóttir hrinti af stað í kosningabaráttunni síðasta sumar.

Ólafur og Hildur selja í Vestur­bænum

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, hafa sett íbúð sína við Fornhaga í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp

Hér er á ferðinni öðruvísi og bragðgóð útgáfa af bökuðum Brie-osti. Blanda af stökkum pistasíuhjúp, heitu hunangi og rifsberjum er ómótstæðileg. Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemum á heiðurinn af þessari uppskrift, sem er tilvalin til að bjóða upp á í saumaklúbbnum eða á aðventunni.

Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingi­björgu

Ari Edwald, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Ingibjörg Davíðsdóttir þingmaður Miðflokksins eru nýtt par. Þau hafa sést saman undanfarna mánuði og virðist ástin blómstra á milli þeirra.

Kyn­þokka­fyllstu karl­menn landsins

Það er kominn tími til að hylla þá karlmenn sem bera hæstu einkunn í kynþokka. Kynþokki felst ekki einungis í útliti, heldur einnig í leiftrandi persónutöfrum, sjálfstrausti og einstakri nærveru sem vekur athygli.

„Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner fagnaði sjötíu ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birtu þrjár elstu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlægar færslur á samfélagsmiðlum þar sem þær heiðruðu móður sína. Allar virðast þær líta mikið upp til móður sinnar, sem þær lýsa sem mikilli fyrirmynd.

Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth

Sóldís Vala Ívarsdóttir hlaut titilinn ungfrú jarðloft (e. Miss Earth - Air) þegar hún hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2025 sem fór fram í Manila í Filippseyjum í gær.

Sköpunarkrafturinn var alls­ráðandi í Höfuðstöðinni

„Það hefur verið lærdómsríkt og krefjandi á stundum, en fyrst og fremst alveg ofboðslega gefandi,“ segir Aldís Eik Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá 66°Norður. Fyrirtækið efndi til viðburðar í Höfuðstöðinni í gær í samstarfi við UN Women á Íslandi.

Hélt að allir væru ætt­leiddir

Bandaríska fimleikakonan Simone Biles er óhrædd við að hleypa fylgjendum sínum inn í líf sitt. Í nýlegu TikTok-myndbandi deildi hún nokkrum persónulegum upplýsingum um sjálfa sig sem líklega fæstir vita.

Sjá meira