Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Hin brosmilda og glæsilega Helga Margrét Agnarsdóttir er 26 ára lögfræðingur og Reykjavíkurmær. Hún lýsir sjálfri sér sem blöndu af Elle Woods, karakterinn úr kvikmyndinni Legally Blond, og Elísabetu Englandsdrottningu, og slær ekki hendinni á móti góðu kampavíni eða tebolla. 23.5.2025 10:46
Á spítala eftir samfarir við 583 menn Ástralska OnlyFans-stjarnan Annie Knight var lögð inn á sjúkrahús fyrr í vikunni eftir að hafa tekið þátt í kynlífstilraun þar sem hún stundaði samfarir með 583 karlmönnum á aðeins sex klukkustundum. Knight greindi frá líðan sinni á Instagram í gær. 23.5.2025 10:29
Kim „loksins“ útskrifuð Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er útskrifuð eftir sex ár í lögfræðinámi. Kim fagnaði áfanganum með nánustu fjölskyldu og vinum í garðinum heima hjá sér í Beverly Hills í gær. 22.5.2025 14:54
Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22.5.2025 12:58
Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sýnir aðdáendum sínum nýja og kynþokkafulla hlið þar sem hann situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð tískuvöruverslunarinnar Húrra Reykjavík. Á myndunum má sjá hann alvarlegan á svip, ýmist beran að ofan, sem er nokkuð ólíkt þeirri brosmildu týpu sem flestir þekkja. 22.5.2025 10:46
Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Hjónin Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju, og Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar, hafa fest kaup á glæsilegu húsi við Stórakur í Garðabæ. Kaupverðið var 370 milljónir króna. 21.5.2025 16:44
Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Knattspyrnukappinn Eggert Gunnþór Jónsson og eiginkona hans Elsa Harðardóttir, rekstrarstjóri Eventum, hafa sett einbýlishús sitt við Sævang í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 169,9 milljónir. 21.5.2025 15:30
Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Við Öldugötu stendur eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur. Húsið er tæplega 230 fermetrar að stærð, á þremur hæðum, og var reist árið 1928. Þrátt fyrir umfangsmikla endurnýjun á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að varðveita hinn sterka karakter og heillandi arkitektúr sem einkennir húsið. Óskað er eftir tilboði í eignina. 21.5.2025 13:02
Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Birta Sólveig Söring Þórisdóttir mun fara með hlutverk Línu Langsokks í nýrri uppsetningu Þjóðleikhússins sem verður frumsýnd þann 13. september næstkomandi. Nú þegar hafa hátt í fimmtán þúsund miðar selst og stefnir í að allar 40 sýningarnar verði uppseldar fyrir frumsýningu. 21.5.2025 09:50
„Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, tannsmiður og Hallgrímur A. Ingvarsson athafnamaður, og fimm barna foreldrar eru trúlofuð. Hallgrímur kom sinni heittelskuðu á óvart með rómantísku bónorði á Ibiza. 20.5.2025 17:02