Bragðgott quesadilla á einni plötu Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér bragðgóðum mexíkóskum rétti sem hentar fyrir alla fjölskylduna. Rétturinn er einfaldur og fljótlegur í undirbúningi þar sem öll hráefnin fara á eina plötu og inn í ofn. 28.10.2025 17:02
Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Við Öldugötu í miðborg Reykjavíkur stendur tæplega 400 fermetra einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1927. Húsið er steinað að utan með Hrafntinnu og Silfurbergi og telst eitt glæsilegasta og virðulegasta hús borgarinnar. Óskað er eftir tilboði í eignina. 28.10.2025 15:31
Hvað þýðir „six-seven“? Frasinn „six-seven“ hefur á undanförnum mánuðum fest sig í sessi meðal ungmenna á samfélagsmiðlinum TikTok og í daglegu tali þeirra. Hann hefur ekki skýra eða fastmótaða merkingu, en er oft notaður til að vekja athygli. Þrátt fyrir þetta hefur trendið breiðst frá TikTok inn í skólastofur víða um heim. En hvað þýðir þetta í raun? 28.10.2025 13:33
Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingrímsdóttir sýnir hér hvernig hægt er að útbúa hollar og mjúkar banana- og kakóbollakökur. Einföld og skemmtileg uppskrift sem krakkarnir geta sjálfir útbúið fyrir skólanestið. 27.10.2025 16:14
Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna. 27.10.2025 15:10
Langþráður draumur verður að veruleika Hjónin Sólbjört Sigurðardóttir, leikkona, dansari og flugfreyja, og Einar Stefánsson, markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Reon og tónlistarmaður, eiga von á sínu öðru barni næsta vor. Þau tilkynntu gleðitíðindin í sameiginlegri færslu á Instagram 27.10.2025 11:26
Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Konur komu, sáu og sigruðu þessa vikuna. Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og lögðu um fimmtíu þúsund manns niður störf sín í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Um helgina var mikið um veisluhöld þar sem ástinni var fagnað í brúðkaupum, afmælum og árshátíðum stórfyrirtækja. 27.10.2025 10:08
„Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Leikarinn Aron Már Ólafsson, þekktur sem Aron Mola, lætur sögusagnir um sig lítið á sig fá og fagnar umtalinu því það ýti undir frekari hlutverk fyrir hann. Hins vegar þykir honum leiðinlegt að fyrrverandi sambýliskona hans hafi verið dregin inn í umræðuna. 24.10.2025 13:15
Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Þakklæti sveif yfir vötnum í Bíó Paradís síðdegis í gær þegar myndin Takk Vigdís var frumsýnd fyrir troðfullum sal. Í myndinni ræðir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við fyrrum samstarfsfólk Vigdísar Finnbogadóttur, vini og fjölskyldu um forsetatíð hennar og þrautargönguna að embættinu. Þá rifja fjölmargir Íslendingar upp áhrifarík augnablik sem tengjast Vigdísi. 24.10.2025 09:21
Sextíu fermetrar og fagurrautt Við Norðurgötu í Tjarnabyggð, í sveitarfélaginu Árborg, stendur sextíu fermetra einbýlishús á tveimur hæðum sem var byggt árið 1894. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og var flutt í Tjarnabyggð árið 2023. Ásett verð er 61,9 milljónir króna. 23.10.2025 15:20