Söguleg stund Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi. 9.10.2025 18:07
Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu. 8.10.2025 18:02
„Minnir á saltveðrið mikla“ Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi. 8.10.2025 11:40
„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael. 7.10.2025 14:02
Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni. 6.10.2025 18:23
Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Þungir dómar voru kveðnir upp í Gufunesmálinu svokallaða í dag. Við gerum upp málið í kvöldfréttum og ræðum við verjendur sem sögðu daginn þungann fyrir alla sem að því koma. 26.9.2025 18:01
Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. 25.9.2025 18:02
Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. 25.9.2025 12:55
Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Allt að sjö ára bið er eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð fyrir fatlað fólk eða NPA. Einn þeirra sem er á biðlista er baráttumaðurinn Haraldur Ingi Þorleifsson. Við ræðum við hann í kvöldfréttum en hann segir aðstandendur setta í þá stöðu að þurfa að fórna sér fyrir ástvini. 24.9.2025 18:01
Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum. 23.9.2025 18:01