varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sögu­leg stund

Langþráð vopnahlé á Gaza er í augsýn en ísraelska ríkisstjórnin fundar nú um samkomulag sem samninganefndir þeirra og Hamas náðu í gærkvöldi. Í kvöldfréttum sjáum við sögulegar myndir frá fagnaðarlátum á Gaza og í Ísrael og ræðum við utanríkisráðherra Palestínu sem er staddur hér á landi.

Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag

Tónlistarkonan Margrét Kristín Blöndal er í haldi Ísraelsmanna eftir að hafa verið handtekin í nótt um borð í skipi sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Við sjáum myndir frá handtökunni og mótmælum dagsins í kvöldfréttum og ræðum við móður hennar í beinni útsendingu.

„Minnir á saltveðrið mikla“

Búast er við mikilli ölduhæð og sjógangi sem gæti valdið tjóni á suður- og suðvesturhluta landsins í dag. Veðurfræðingur segir veðrið minna á „saltveðrið mikla“ fyrir rúmum aldarfjórðungi og bendir fólki á að gera ráðstafanir. Gular viðvaranir eru í gildi.

„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“

Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael.

Risaskuld, nýr flokkur og á­heyrnar­prufur hunda

Flugfélagið Play átti að greiða rúman milljarð í losunarheimildir daginn eftir að félagið varð gjaldþrota í síðustu viku. Upphæðin nemur um helmingi alls þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútgáfu flugfélagsins í ágúst. Við förum yfir málið í kvöldfréttum og kíkjum á fund þeirra sem tóku þátt í fjármögnuninni.

Graf­alvar­leg staða í Dan­mörku, trampólínlægð og hundaflaut

Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið.

Brennu­vargur gengur laus, stórfjölgun krabba­meina og í beinni frá Köben

Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum.

Sjá meira