Íþróttafréttamaður

Stefán Árni Pálsson

Stefán Árni er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Mig langar bara að vera upp­rétt og sterk“

Á þessum tíma eru margir að spá í að byrja í ræktinni og fara að hreyfa sig. Janúar er tíminn þar sem mjög margir fara af stað og ákveða að hreyfa sig meira. Og flestir horfa orðið til heildrænnar heilsu með möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og á sama tíma hollum mat og einnig góðri slökun.

Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum

Íslenska útgáfan af Taskmaster hefur göngu sína á Sýn á næstu vikum og mun eflaust slá í gegn hér á landi líkt og það hefur gert víða um heim. Upprunalegu þættirnir, sem eru frá Bretlandi, komu til sögunnar fyrir rúmlega áratug síðan og seríurnar orðnar 20 talsins.

Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni

Anna Birta Lionaraki er eftirsóttur miðill, bæði hér heima og erlendis. Hún uppgötvaði miðilshæfileikana á unglingsaldri og reyndi fyrst um sinn að afneita þessum eiginleika. Í dag lifir hún í sátt við sína tilveru, starfar sem miðill og lifir á því.

Ó­trú­legur dagur Vignis: Lottó­vinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Vigni Vatnari Stefánssyni sem er 22 ára og yngsti stórmeistari landsins í skák. Hann var nýorðinn tvítugur þegar hann náði þessum merka áfanga fyrir þremur árum síðan og varð 16. stórmeistari Íslandssögunnar. Hann er meðal 100 bestu skákmanna í heimi í hraðskák, en stefnir á toppinn í annarri, meira framandi íþrótt.

Hringdu dag og nótt til að kló­festa Guð­mund: „Konan var að verða geð­veik á þeim“

Eftir fimmtán ár í atvinnumennskunni er Guðmundur Þórarinsson kominn aftur heim. Hann hefur samið við Skagamenn og leikur með þeim í Bestu-deild karla í sumar. Guðmundur gerir samning við Skagamenn til næstu tveggja ára. Guðmundur, lék síðast hér á landi árið 2012 með liði ÍBV í efstu deild en fram að tíma sínum í Vestmannaeyjum hafði hann aðeins spilað með uppeldisfélagi sínu, Selfossi.

Þekkja Kringlugestir borgar­stjórann?

Í síðasta þætti af Gott kvöld skellti Sveppi sér í Kringluna með borgarstjóranum Heiðu Björgu Hilmisdóttur til þess eins að athuga hvort almenningur viti hver hún er.

Krútteyjurnar Ischia og Sikil­ey: Ástu leist ekki á einnar evru húsin

Ásta Sigurðardóttir ævintýrakona fór fyrir fáeinum árum til Sikileyjar til að skoða einnar evru hús, en endaði á því að kaupa sér ekki hús á eina evru. Enda sá hún fram á að það yrði á endanum dýrara og tímafrekara að gera einnar evru hús íbúðarhæft, heldur en að kaupa dýrari eign. Sem hún gerði og hefur nú gert upp stórt hús í hjarta Salemi, sem er fjallaþorp á miðri Sikiley.

Svona heldur Rakel sér ung­legri

Frumkvöðullinn og athafnakonan Rakel Halldórsdóttir er með þrjár háskólagráður og meðal annars gráður frá Harvard í Bandaríkjunum og einnig frá Milano á Ítalíu. Rakel vakti mikla athygli og aðdáun þegar hún stofnaði einn af fyrstu bændamörkuðunum í Reykjavík, markaðinn og heilsuverslunina Frú Laugu.

„Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“

Dagmar Öder er ung og upprennandi söngkona. Það má segja að tónlistin hafi bankað upp á sem leið til að vinna úr mikilli sorg. En faðir Dagmarar lést úr krabbameini árið 2015, aðeins 52 ára gamall. Þá var Dagmar 17 ára. Faðir hennar, Einar Öder, var einn færasti knapi landsins og ólst Dagmar upp á hestabúgarði fjölskyldunnar, Halakoti, rétt fyrir utan Selfoss.

Sjá meira