Fréttamaður

Sólrún Dögg Jósefsdóttir

Sólrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Veiðigjaldafrumvarpið sam­þykkt

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis.

Telur að 511 kíló­metra hlaupið styrki hlauparann

Karlotta Ósk Óskarsdóttir lauk hinu svokallaða Gotlandshlaupi, sem telur 511 kílómetra, í Svíþjóð á laugardaginn. Hún segist enn eiga í erfiðleikum með svefn eftir hlaupið, sem hún telur þó að styrki hlauparann. 

Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítil­lega

Opnun Vesturbæjarlaugar eftir viðhaldsframkvæmdir hefur aftur verið frestað en þó lítillega. Á laugardagsmorgun geta sundþyrstir Vesturbæingar loksins tekið sér sundsprett í nýrri laug en til stóð að laugin opnaði á morgun. 

„Við erum bara happí og heimilis­laus“

Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu.

Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?

Loðin kanínulaga tuskudýr með illkvittinn svip ráða um þessar mundir ríkjum í netheimum og leikfangaframleiðandi úti í heimi malar á því gull. Dýrin heita einkennilegu nafni, Labubu, en til hvers eru þau og hvers vegna virðist alla og ömmu þeirra langa í þau?

Opnar sig um storma­samt hjóna­band á nýju plötunni

Textar poppstjörnunnar Justin Bieber á plötunni Swag, sem hann sendi óvænt frá sér í dag, gefa rækilega í skyn að hjónaband hans og ofurfyrirsætunnar Hailey Bieber hafi staðið höllum fæti. Orðrómar þess efnis hafa verið áberandi meðal aðdáendahóps Bieber að undanförnu. 

Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni

Jóna Elísabet Ottesen lamaðist fyrir neðan bringu eftir bílslys árið 2019. Hún er ákveðin í að fá aftur styrk í hendur og fingur. Þar sem nýjasta tækni við endurhæfingu er ekki aðgengileg hér á landi setur Jóna stefnuna á taugaendurhæfingu á Spáni til að öðlast kraftinn á ný. 

Borgin býður í tívolíveislu

Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir. 

Sjá meira