Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Jarðskjálfti að stærð 7,4 reið yfir í Kamchatka í Austurhluta Rússlands í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa í kjölfarið lýst yfir flóðbylgjuhættu. 20.7.2025 10:02
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Ingvar E. Sigurðsson hlaut nýverið verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur), á alþjóðlegu Psarokokalo kvikmyndahátíðinni í Aþenu. 20.7.2025 09:19
Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum „Ég grátbað þá á gjörgæslunni að vekja mig ekki, og bjarga mér ekki. Ég sagði: Getið þið plís gert mér þann greiða að aftengja þessi tæki og leyfa mér að fara. Ég var það kvalinn og áhyggjufullur að nú yrði ég byrði á mig og mína og það yrði ekkert líf framundan. Ég hélt þetta að væri bara búið,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson mótorhjólakappi. 18.7.2025 23:55
Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Gasmengunar frá eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina hefur orðið viðvart víða um land. Kjöraðstæður eru fyrir gosmóðu og því varar Veðurstofan við útiveru í lengri tíma og áreynslu utandyra þar sem gasmengun mælist. 18.7.2025 11:57
Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins. 18.7.2025 11:02
Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Sleðinn Rosebud úr verðlaunamyndinni Citizen Kane frá 1941 seldist fyrir 14,75 milljarða Bandaríkjadala á uppboði á dögunum, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Hann er þar með orðinn næstdýrasti leikmunur úr kvikmynd sem selst hefur á uppboði. 18.7.2025 09:26
Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. 18.7.2025 08:40
„Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Nýr framkvæmdastjóri bílastæðafyrirtækisins Parka segir fyrirtækið ekki í stríði við neytendur. Ábendingar í úrskurði Neytendastofu í síðasta mánuði hafi verið mikilvægar og starfsmenn séu allir af vilja gerðir til að gera þjónustu Parka sem þægilegasta fyrir neytendur. 18.7.2025 08:05
Spá þoku fyrir norðan og austan Í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt á bilinu 3-8 m/s. Rigning eða súld verður af og til á sunnanverðu landinu. Bjart verður með köflum í öðrum landshlutum, en stöku skúrir þar. 18.7.2025 07:18
Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 17.7.2025 13:07