Dagskráin í dag: Subway-deild karla, Rafíþróttir og lokaumferð í Evrópu- og Sambandsdeildum Líkt og vanalega verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag og kvöld. Hæst ber að nefna lokaumferðir í bæði Evrópudeildinni og Sambandsdeild Evrópu og þá fara fram áhugaverðir leikir í Subway-deild karla. 3.11.2022 06:01
Enginn Son í Katar? Svo gæti farið að Heung-Min Son missi af Heimsmeistaramótinu í Katar sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann þarf að gangast undir aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Tottenham í gær. 2.11.2022 23:46
Grindavík vann í Grafarvogi og ÍR skoraði eitt stig í fyrsta leikhluta gegn Haukum Grindavík gerði góða ferð í Grafarvog í Subway-deild kvenna í kvöld. Þær unnu þar 84-80 sigur gegn Fjölni. Þá unnu Haukar stórsigur gegn botnliði ÍR. 2.11.2022 23:33
Þorsteinn velur æfingahóp Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 29 leikmenn í æfingahóp sem kemur saman til æfinga í nóvember. Aðeins eru leikmenn úr félagsliðum hér á landi í hópnum. 2.11.2022 23:01
AC Milan áfram í Meistaradeildinni eftir stórsigur á Salzburg AC Milan tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 4-0 sigur á Red Bull Salzburg í úrslitaleik liðanna um sæti í útsláttarkeppninni. 2.11.2022 22:55
Hákon Arnar eftir markið gegn Dortmund: Snýst um liðið en það er gaman að vera valinn maður leiksins Hákon Arnar Haraldsson skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni þegar hann tryggði liði sínu FCK stig gegn Dortmund en liðin mættust í Kaupmannahöfn í kvöld. 2.11.2022 22:36
Sjáðu mark Hákons Arnars gegn Dortmund Hákon Arnar Haraldssson varð í kvöld fjórði Íslendingurinn til að skora mark í Meistaradeild Evrópu þegar hann jafnaði metin í 1-1 í leik FCK og Dortmund. 2.11.2022 21:48
Aron atkvæðamikill þegar Álaborg gerði jafntefli við Kiel Aron Pálmarsson skoraði sex mörg fyrir lið Álaborgar þegar liðið gerði jafntefli við Kiel í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld. 2.11.2022 21:31
Eigandi Dallas Cowboys í vandræðum vegna hrekkjavökubúnings Jerry Jones, hinn litríki eigandi Dallas Cowboys, gæti átt von á sekt frá forsvarsmönnum NFL deildarinnar. Búningur sem hann klæddist á hrekkjavökunni hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. 2.11.2022 20:45
Ýmir Örn hafði betur í bikarslag gegn Viggó Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Necker Löwen eru komnir áfram í þýsku bikarkeppninni í handknattleik eftir öruggan sigur í kvöld á Viggó Kristjássyni og samherjum hans í Leipzig. 2.11.2022 20:06
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent